Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 4
í
HU08JÓN
06
STERKUR-
VI Ul
XII
í marzmánuði 1907 sagði Emme-
lína Pankhurst af sér embætti
skráningarstjóra í Manchester.
Iíún hafði löngum verið víðs fjarri
síðustu misseri, og héðan af ætl-
aði hún að heiga sig algerlega því
málefni, sem henni var hugleiknast
alls. En nálega samtimis þvi, að
hún lét af starfi sínu, tók að
brydda á sundurþykkju í liði henn-
ar. Ung kennslukona frá Manchest-
er, Teresa Grieg, hafði um skeið
stjórnað skipulagningu í Lundún-
um, en Kristabel bolaði henni burt
og sendi hana út á land. Hún taidi
sig ofríki beitta, og nú var á kreiki
sá orðrómur, að Teresa hefði
myndað um sig flokk í því skyni
að stjaka þeim Kristabel og Emme
l'ínu Pethick-Lawrence til hliðar.
Sylvía Pankhurst, sem ekki var
jafnherská systur sinni, reyndi að
miðla málum, en fékk engu áork-
að.
Þegar hér var komið, lýsti
Emmelína Pankhurst yfir þvt, að
Fjórði þáttur
hún tæki sér alræðisvald í sam-
tökunum. Allar þær konur, sem
ekki vildu játast undir þetta, urðu
að víkja. Þetta olli verulegri riðl-
un, en þó fór svo, að meirihlut-
inn hélt tryggð við hana. Hinar,
sem burtu hrökkluðust, mynudðu
enn ein samtök ári síðar.
Þessu fylgdi afarstrangur agi.
Allar urðu konurnar að hlýða for-
ingjum sÍTium skiiyrðislaust. Jafn-
framt var bann lagt við því
að leggja nokkrum stjórnmála-
flokki lið. Sú ákvörðun hefur þó
sennilega ekki verið Emmelínu
sársaukalaust. Keir Hardie hafði
ailt frá dauða manns hennar ver-
ið hennar hollasti og einlægasti
vinur og jafnan boðinn og búinn
til þess að rétta henni hjálparhönd.
En Kristabel, sem hafði um skeið
verið verkamannaflokknum mjög
fjandisamleg, var ánægð. Hana
gerði hún nú að stjórnmálaráð-
gjafa sínum.
Andstæðingar súffragettanna
hafa sennilega gert sér vonir um,
aÍ5 mátt myndi draga úr þeim, er
lið þeirra liafði klofnað í tvo hópa.
En þær vonir brugðust. Nú var
jafnvel náðizt í útgáfu blaðs, sem
EmmeMna Pathick-Lawrence stýrði
með aðstoð manns síns, gamals
ritstjóra. Hún fór jafnframt með
fjárreiður allar. Hvílíkur orðstír
EmmeMna Pethick-Lawrence stýrði
kom bezt í ljós, er hún efndi til
blysfarar meðal verksmiðjufólks í
Leeds og safnaði um sig hundrað
þúsund manns á útifundi.
Þegar Bretaþing kom saman í
febrúar 1908, héldu súffragetturn-
ar að venju kvennaþing. Líkt og
áður ætluðu konurnar að ganga
til þinghússins, en voru stöðvaðar
og margar teknar höndum. Að
þessu sinni var Emmelína sjálf í
hópi fanganna, en var þó látin laus
eftir tiltölulega stuttan tíma.
Um páskana þetta ár urðu þau
tíðindi, að Henry Campbell-Bann-
erman sagði af sér vegna heilsu-
bress, en Herbert Asquith, einn
versti fjandmaður súffragettanna,
varð forsætisráðherra í hans stað.
Þeim þótti mikið við liggja að
sýna honum í tvo heimana.
Tækifærið gafst fljótt. Það voru
lög, að nýir ráðherrar urðu að
víkja úr þinginu og leita endrr-
kosningar. Súffragetturnar ákváð
að beita sér einkum gegn Winston
460
TtDINN - SUNNUDAGSBLAÐ