Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 6
sakaðar um uppreisn“, sagði hún. Hún sagði, að rúðubrotið væri ekki nema hefðbundin og heiðar- leg aðferð til þess að láta í ljós skoðanir sínar í Englandi. Þetta sumar voru hitar meiri en í mannaminnum, og konurnar tvær, sem gistu Holloway-fangeisi fram til ágústloka, á-ttu' illa ævi. Undir haustið kólnaði, og þá færð- ist nýtt líf í súffragetturnar. Rétt fyrir þingsetningu var fjölmennur fundur haldinn á Trafalgartorgi, ræðustóllinn sökkull Nelsonsminn- ismerkisins. Sjálfur Lloyd George var meðal áheyrenda, og sendi- meinn fná lögreglunni skrifuðu ræðurnar og fylgdu ræðukonun- um, Emmelínu og Kristabel Pank- hurst og Flóru Drummond, eftir að fundi loknum. Næsta dag barst þeim sú fyrirskipun að koma í lög- reglustöð borgarhverfisins. Sök þeirra var sú, að þær höfðu látið dreifa miða, þar sem skorað var á alla, karla og konur, að greiða fulltrúadeild Bretaþing atlögu undir forystu súffragettanna. Konurnar hlýddu ekki kalli lög- reglunnar. Mæðgurnar leituðu at- hvarfg á þaki húss Emmelínu Pet- hicks-Lawrences, þar sem. þær luku nauðsynlegustu bréfagerðum sínum. Að þeim loknum gáfu þær sig fram. Kristabel, sem lokið hafði lög- fræðiprófi, tók að sér vörnina í máli því, er nú var höfðað gegn þeim. Sumir helztu stjórnmála- menin landsins urðu að láta sér lynda, að hún stefndi þeim til vitnisburðar, þeirra á meðal Lloyd George og Herbert Gladstone. En dómarinn tók í taumana, þegar hún gerðist nærgöngul við þá í spurningum og fór að rifja upp orð þeirra og athafnir í stjórn- málabaráttunni. Hún flutti harð- orða varnarræðu, grét og barði saman hnefunum og ákærði vaid- hafana, en allt kom fyrir ekki. Þær voru dæmdar í þriggja mán- aða fangelsi. Hið fyrsta, sem EmmeMna gerði, er hún kom í Holloway-fangelsi, var að heimta fangelsisstjórann á sinn fund. Honum tjáði hún, að súffragettur myndu ekki framar þola, að með þær væri farið sem glæpamenn. Þær myndu ekkí fara úr fötum sinum né láta leita á sér, ekki vinna og ekki hlýða fangels- isreglunum. Fangelsisstjórinn lét undan síga, nema hvað hann kvaðst ekki geta leyft, að súffra- getturnar ryfu þagnarskylduna i fangelsinu og yrði hann að skjóta þvi atriði undir úrskurð innanrík- isráðuineytisinis. Litlu síðar veikt- ist EmmeMna og var færð í sjúkra- hús, en þegar hún kom aftur í fangelsið, var henni tjáð, að inn- anríkisnáðuneytið hefði neitað til- mælum hennar. í nokkra daga lét Emmelína sér þetta lynda. En svo var dag einn í fangelsisgarðinum, að hún kall- aði á dóttur sína með nafni og bað hana bíða sín. Gæzlukonur þustu að, gripu Emmelinu og drógu hana inn í fangelsið, en Kristabel og Flóra klöppuðu sam- am lófunum og hrópuðu eins hátt og þær gátu. Þeim var öllum ákvörðuð aukarefsing og brot þeirra nefnt samsæri. Emmelína tjáði fangelsisstjóranum, að hún myndi aldrei framar hirða um þagnarskylduna, hvaða refsingum sem yrði beitt við sig. Emmelína var nú sett í ein- angrunarklefa og gæzlukona höfð við dyrnar dag og nótt. Hálfum mánuði síðar frétti hún, að þær Kristabel og Flóra hefðu báðar veikzt af meðferðinni, er þær hlutu. Svo var einn dag, að Emmelina heyrði söng í fjarska: Konur sungu franska byltingarsönginn, þjóð- söng Frakka. Súffragetturnar höfðu fengið fregnir af því, sem gerð- ist í fangelsinu og fylltu göturn- ar í kring þúsundum saman. Þær komu aftur og aftur og sungu, þar til lögregluvörður var settur til þess að varna þeim að komast að fangelsinu. Loks voru fyrirspurnir bornar fram um það í þinginu, hvernig farið væri með súffragetturnar í Holloway-fangelsi. Örskömmu síð- ar komu þau boð, að Emmelina mætti sjá Kristabel og tala við hana eina klukkustund á. dag. Þeim var meira að segja leyft að flá eitt dagblað í klefa sína. Hafði Krlstabel, Flóra Drummond og Emmelfa Pankhurst fyrir rétti, sakaðar um samsœri. 462 T í M i N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.