Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 3
Orð er gert á kænsku rauðrefsins. í nágrannalöndum
okkar hefur honum öðrum dýrum betur tekizt a3
semja sig a3 nýjum siSum, er strjálbýli breyttist í þétt-
býii. Honum bregður jafnvel fyrir í útjörðum stór-
borganna.
Á tunglskinsbjörtum febrúarnóttum reikar skolli um í
leit að refkeilu. Stundum fljúgast biðlarnir á. Á gang-
þófum keilunnar eru þefkirtlar, sem vísa þeim veginn.
Litlu má muna: Hún er einungis frjó einn dag eða tvo.
I júní fara yrðlingarnir að bregða
sér spölkorn með móður sinni,
grenlægjunni. Frakkar segja, að hún
fari með þá kynnisför að næstu
hænsnabúum, áður en hún yfirgefur
þá alveg.
Slægur sem refur, er sagt. Getl tófa
ekki smogið girðingu, krafsar hún sig
yfir hana. Hænsnin eru í hættu. En
hins er líka að geta, að rauðrefurinn
þrífur til, þar sem hann heldur sig.
Heyrnin er afbragðsgóð — tófa heyr.
ir músartíst í fimmtíu skrefa fjar-
lægð. Lifir rauðrefurinn mjög á
músum og öðrum nagdýrum, sem
oft gera usla á ökrum og i skóg-
lendi.
vetrum verður refurinn að leita
bráðar undir fönninni. Annars er
hann algpta, og í maga hans finnast
leifar fugla og dýra, ber, skordýr,
fiskar, froskar. Hann forsmáir ekki
heldur sorp og hræ.
Tófan gerir sér greni í moldarbrekkum
og urðum, stundum jafnvel í hlöðu-
gólfum. Á Gotlandi er dæmi um það,
að tófa hafi lagt í smugu i gamalli eik
um tvo metra frá jörðu.
Þegar smásilungur gengur á rið-
stöðvar, þar sem vatn er grunnt,
kemur refurinn og fiskar. Silung-
ana ber hann að greni sínu og legg-
ur þá i fallega röð úti fyrir einhverj
um munnanum.
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAfc
459