Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 15
Séð vestur yfir Blönduós — áin klýfur þorpið í tvennt.
ann ofar efninu. Að lokinni mál-
tíð brá hún vísifingri rólega í góm
sér og hreinsaði brott þær kjöt-
tægjur, sem safnazt höfðu í tenn-
ur henni meðan á orrahríðinni
■stóð.
Að lokinni máltíð söfnuðust all-
ir til bíla sinna. Við héldum áfram
veginn inn Langadalinn. Á Geita-
skarði slóst ungur maður í förina,
ásamt miðaldra bónda. Þeir voru
báðir mimnilegir menn. Sá yngri
benti mér á félaga sinn, sem hann
sagði vera sterkasta mann á ís-
landi. Hefði hann í votta viðurvist
lyft 700 kílóa þunga, enda hefði
han-n um of slitið orku sinni á
aflraunum þessum. Nú þegar þetta
er skrifað er Hannes sterki á Auð-
ólfsstöðum máski allur. Að
minnsta kosti var hann orðinn hálf
gert skar fyrir nokkrum árum. En
þessi stóri, hægláti, holdgranni
bóndi, sem ég átti samleið með
hálfa klukku-stund sumarið 1938,
verður aldrei orpinn sandi á fjör-
um minninganna.
Leiðin eftir Langadal liggur
senn að baki, og Skagafjörður blas
ir við á ný. Komið er heim 1
Varmaihiíð. Húsmóðirin og veitinga
konan stendur sjálf í dyrum úti,
sköruleg og þjóðleg í senn. Hér
verða ferðalok margra þeirra, sem
voru í bílunum. Skagfirðingarn-
ir halda heim, en við, sem ætl-
um áfram til Akureyrar, drekkum
kaffi. Ung og lagleg stúlka, skag-
firzk, gengur um beina. Hún hafði
verið á dansleik nóttina áður og
stynur lágt annað slagið, en hvort
þau andvörp komu af sælu eða
sorg eftir nóttina á undan, verður
ekki séð á andliti þeirrar ljós-
hærðu meyjar. En ungmærin, sem
kom með ytrabyrði prestsins í veg
fyrir okkur heiman frá Varmahlíð
í suðurleiðinni, sést nú hvergi.
Varla hefur þó okkar ágæti bíl-
stjóri étið hana í bakaleiðinni, þótt
sætur væri ilmurinn af hári henn-
ar, sem íauk í munn honum á
suðurleiðinni. En austur var hann
einn á ferð, og jafnan segir fátt
af einum til orða og athafna.
Degi er tekið að halla er haldið
er brott frá Varmahlíð. Við girð-
ingu þá, sem skilur lönd Skagfirð-
inga og Eyfirðinga, er fjöldi hrossa
á beit. Svo margt stóð hef ég ekki
séð í einum hópi, og eru áhöld
um fjölda hrossanna og vegamann-
anna á Holtavörðuheiði.
Polaldsmerar, flókatryppi og illa
vanaðir klárar mæna yfir girðing-
una í átt til Eyjafjarðar. Enda sér
bíistjórinn í okkar bíl, hann Nonni
hjá Steindcri, aumur á hrossunum
og skilur hliðið eftir opið, þegar
hann er kominn í gegn um bað.
Ungur maður frá Engimýri í Öxna-
dal snarast þá út og lokar hlið-
inu, og brátt er heiðin að baki og
við ökum út Öxnadalinn. Kvöki-
kyrrðin er sigin á, og fuglar bún-
ir að taka á sig værðir. Þokuiæða
fer um miðjar hlíðar hinna stór-
skornu fjalla beggja vegna dals-
ins. Og senn birtist Akureyri —
bær við bláan fjörð, sumargleði
margra ferðamanna, íslenzkra sem
útlendra. Klukkan er bvrjuð að
halla í tólf, þegar staðnæmzt er
við gistihúsin í miðbænum. Við
erum tveir, sem ætlum að hafa
samflot um gistingu. Þessi ferðafé-
lagi minn er ungur, reykvískur
loftskeytamaður. Hingað til Akur-
eyrar hefur hann ekki komið fyrr,
en aftur á móti í hafnir fjölda
Evrópuborga. En vegna ferða-
mannastraums, sem liggur uir. Ak-
ureyri á sumrum, er oft óhægt um
vik að fá þar gistingu, að minnsta
kosti á sólmánuði, jafnvel þótt þ?ý
væri enga sól að sjá þetta lá^
skýjaða júlákvöld. Við kvöddum
dyra á Hótel Gullfossi, en þar
voru öll rúm upptekin eins og í
T I 1» 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ
471