Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 17
stendiux lögreglulþjónninn þögull og bíður. Ung kona, dóttir veit- inigahjónanna, sópar gólfið og hryð ur valinn. Stór haugur af óbrot- gjörnum viskípelum, umbúðirnar um fjallarjóma Skotanna, hleðst upp á gólfinu, ásamt heilflöskum í tugatali. Unga konan hefur lokið hreins- uninni. Reykvíkingurinn lyftir tigu lega hendi og bendir henni að koma. „Ég bíð eftir að borga viðskipt- in hér í kvöld. Gerið svo vel að skrifa reikning — og dragið ekk- ert undan. Ég borga. Konan sezt við skriftir, dreg- ur fram nokkur smáblöð, leggur saman. „Skrifið þér og haldið áfram,“ skipar hinn. Til allrar heppni voru hundr- að króna seðlar nýkomnir í gagn- ið í þessu peningasnauða landi. Konan rétti honum reikninginn, og ég lít yfir öxl hans og les. Tólf þúsund og tvö hundruð krón- Upphæðin skiptir þúsundum króna, — dýr mundi Hafliði allur,“ segir í Sturlungu. Reyikvikingurinn tekur veski sitt greiðir fjárhæðina, kveður og geng ur út, beinn og hreinn í spon, hverjum manni glæsilegri upp á að sj'á og eftir að líta, fjórði ætt- 3iður frá einum merkasta kenni- manni og þjóðmæringi sinnar tíð- ar á fslandi Við félagarnir skundum til her- bergis og háttum í hvíluna tví- breiðu. Sjálfur, Raspútín hinn rúss- neski hefði mátt gleðjast hér, ný- stiginn úr baði með sínum tólf lukkulegu. Loftskeytamaðurinn hvílir uppi við þil, ég frammi við stokk. í milli okkar er nær tveggja rými ófullt. Félagi minn horfir hljóður á auða svæðið og tekur að segja mér af ævintýrum á dans- samkomu í Borgarfirði fyrir nokkr- irni árum. Að svo mæltu horfir hann lengi hljóður á þetta drifhvíta einskis- notaland. Það verður eflaust hans draumbót i nótt. í herbergjunum á báðar hliðar er fólk að búast til rekkju. Það hefur byrjað á Bakkusi, og nú er það Eros, bróðir hans, sem á leik- inn. Skrifað stendur, að enginn geti þjónað tveim herrum, en þess- um höfðingjum er báðum þjónað af fflífi og sál. Eftir að hafa hlust- að um hríð á ástir og ævintýr hinu megin, sofnum við báðir, En T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ ekki er lengi sofið, er ég hrekk upp við bylmingshögg í þilið okk- ar megin. Loftþrýstingurinn af fÉÍknahöigginu er svo mikill, að fé- lagi minn hendist í svefnrofanum og með andfælum yfir drauma- landið og staðnæmist ofan á mér. í sömu •mdránni heyrum við, að maðuiiim fyrir handan heldur áfram sjjjni iðju og þá við sofn- uðum, og jafnsnemma heyr- ist fótatak margra á loftinu uppi yfir okkur — mannamál, hlátrar bænir, andvörp og stunur á vfxl. Og allt í einu byrjar fjörugur harmónikuleikur. Ekki skal þarna uppi vanta undirspil. Við lítum steinhissa á klukkuna. Hún er þrjú að nóttu. Við hlustum og dans- ínn dunar og nikkan er þanin af mikilli list. Félagi minn segir: „Þetta hlýtur að vera góður hijóðíæraleikari, því hann fer aldrei út af.“ En nú er gengið hröðum skref- um inn ganginn uppi yfir okkur og drepið harkalega á dyr hjá dansfólkinu og skipandi rödd heyr- ist segja: „Opnið þið hurðina tafarlaust, ef þið gerið það ekki, sprengi ég hana upp á ykkar kostnað.“ Við þessi orð dettur dansgleðin í'dúnalogn, og söngurinn hljóðn- ar. Lögregluþjónninn ungi rykkir nú svo harkalega í hurðina að hótelið virðist leika á reiði- skjálfi. „Ætlið þið að opna eða ekki?“ Þessi brumandi spurning, smýg- ur gegnum merg og bein: Úrslita- kostir. Þögn, síðan Iykli snúið og hurðin opnuð. Hratt fótatak og svo hljóðnar i „geimstofunni". Síðustu tónarnir eru þagnaðir úti í nótt- inni. Ég rís úr rekkju, opna hurð- , ina og gægist fram. Lög- reglulþjónninn veður áfram með brugðinn brand, það er reidda kylfu í hendi, og rekur á undan

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.