Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 18
sér hóp af fólki. Fremstar fara ungar, spengilegar stúlkur, og á eftir þeim skjögra niðurlútir karlmenn. Þessi hersing líkist fangahópi, sem strangur liðsfor- ingi rekur á undan sér. Þögull og stæltur bendir hann söfnuðinum ofan stigann og allir fangarnir. hlýða möglúnarlaust. Síðan snýr hann við. og fer stofugang. Fyrst þaggar hann nið- ur í „sparkaranum“ til vinstri, síðan lýkur hann upp hurð hjá hjúunum, sem geta ekki legið kyrr, þeim gefur hann stutta og gagn- orða næturskipan, og þannig fer hann herbergi úr herbergi, unz allt hljóðnar að sinni. En varla er lögregluþjónninn horfinn úr hús- inu, er bardagamaðurinn til vinstri byrjar og bregður nú á léttari leik með svellu sinni, og þá eru hjúin til hægri ekki sein á sér að hefja leikinn áð nýju. En við hverf- um aftur inn á,lönd svefnsins við emjan, ískur og óp hótelgesta allt um kring. Við erum nýrisnir úr rekkju morguninn eftir, þegar ung ræst- ingarstúlka drepur á dyr og kem- ur inn með fötu og sóp í hendi. Hún býður okkur vingjarnlega góð an dag og horfir með velþóknun ó okkur, góðu drengina, og spyr: „Gátuð þið nokkuð sofið í nótt?“ Við segjum sem var og bætum við: „Þetta er ljóta heimilið. Hvers konar fólfc ólmaðist hér um í nótt?“ Hún svarar: „Það er ekki hægt að kalla þetta fólk, þetta lét eins og brjálaðar manneskjur. Ég er búin að vinna hérna í eitt ár og aðra eins nótt hefur enginn lifað áður 1 þessu húsi.“ Við göngum fram á gang. And- spænis okkur standa tveir hljóð- færaleikaramir flibbalausir og timbraðir. Þeir styðjast þyngsla- lega uppi við vegginn. Þeim veitir varla af bakhjarli eftir þátttöku í viðburðum næturinnar. En í sama tnund kemur fram ganginn sama halarófan og var tekin úr umferð um nóttina. Þó hafa sumir helzt úr lestinni og eru ekki lengur með. Hinar tvær spengilegu döm- ur eru hinar státnustu og hafa á sér fararsnið, en á eftir þeim fer holdugur maður. Á hæla honum gengur einn af þekktustu harmón- íkuleikrum landsins, hvatlegur maður og ódrukkinn. í sömu sviifum er hurðinni lokið upp, þar sem skötuhjúin dvöld- ust um nóttina, og út kem- ur riddarinn, stór og gervi- legur. Mér verður litið inn í opið herbergið, og þar blasir við ung stúfka, vafin laki upp að vitum og með augun aftur. Hún líktist með öllum umbúnaði líki, svo ná- föl er hún ásýndum, en atvinnu- rekandinn hirðir ekki um að loka hjó líkinu, heldur slæst í för með hinum og síðan hverf- ur þessi halarófa ofan stigann og út á götuna. Ekki voru allir næturgestimir undir sömu sök seldir, því að nú fundum við ágætan ódrukkinn mann, sem vissi á öllum málum góð skil. Frásögn hans var á þessa leið: „Feiti maðurinn, sem þið sáuð ganga út áðan á eftir stúlkunum, var héma á ferðinni í viðskipta- erindum. Hann vildi ekki vera minni maður í leiknum en ®á, sem hélt veizluna hér í gærfcvöldi. Þess vegna setti hann þessa næturveizlu á svið og lét sig ekki muna um að panta flugvél að sunnan I gær- kvöldi og bauð tveim búðarstúlk- um og einum harmónikuleikara. Flugvélin átti að bíða þangað til í morgunsárið og flytja stúlkurnar aftur suður til vinnu sinnar, en nú er vélin þokuteppt ,svo að hann pantaði leigubíl, sem hann lætur aka stúlkunum suður með hraði. En það geta fleiri en ég fullyrt, að veitandinn hefur ekki einu sinni kysst þær • koss, hvað þá meira.“ Þannig var hún sögð sagan sú. Margir hafa ekki erindi sem erfiði og fá ekki gýgjar gaman. En þjóð- arlof hefur þessi rausnarmað- ur hlotið að verðugu, vegna margra og mikilla velgerninga við fátæka meðbræður. Heilög trú- speki mælir svo, að þeir, sem mik- ið elska, þcim verði og mikið fyrir- gefið, og munu allir, sem áttu and- vökunóttina á Hótel Akureyri fyr- ir þrjátíu árum fúslega fyrirgefa ónæðið, en geyma dálitið skoplega mynd af holdugum, vingjarnleg- um manni, sem í senn var ger- andinn og þolandinn í þessum leiik. Við stijum úti við glugga og horfum út á götuna. Djúpri þögn hefur slegið á allt og alla, og því- líkt er sem veðrið, bærinn og fólikið hvílist eftir þessa nótt, sem margir Akureyringar telja hina eftirminnilegustu meðal þúsund og einna nátta í þeirra viðburða- snauða hversdagslífi. Það súldrar úr dimmri þokunni, sem liggur nú yfir Mði og legi. Flóðbylgjur ástríðnanna, sem risu hátt í gamla veitingahúsinu nóttina áður, eru hjaðnaðar. Maðurinn fyrir handan talar lágt við líkið, sem enn er ekki risið upp. Andspænis okkur hinu mmegin götunnar er verið að steypa hús. Allt í einu hætta verkiamennirnir vinnu og þyrpast að vinnufélaga sínum, sem hefur hnigið niður í ofsalegu krampaflogi. Þessi fæð- ingarkvilli hefur fylgt hinum unga gervilega Akureyringi alia hans stuttu ævi og varð honum seinna að aldurtila á miðjum starfs aldri, er hann var einn síns liðs að gegna skyldustörfum. Tekst, ef tveir velja, segir málshátturinn. Hefði hann verið þá með aðstoð- armann að veifci, væri hann vísast bráðlifandi þann dag í dag. Ég er lítið sofinn, en farinn að hlakka til kvöldsins, og sú tilfinn- ing er bezta vökumeðalið og end- urnæring sál og líkama. Mikið og margt fagurt fengi sá eða sú út úr lífinu, sem byrjaði strax að hlafcka til að morgni. Söngvarinn Stefán Guðmundsson hefur sfcroppið heim til íslands og syng- ur á Akureyri í kvöld. Ég er bú- inn að ná í miða á sönginn Fé- lagi minn, loftskeytamaðurinn, er búinn að sitja úti við gluggann í þægilegum stól heilan klukkutíma. Annað veifið sígur höfuð hans of- an á bringu, síðan kastar hann höfði og heldur áfram að horfa, þögull eins og þokusúldin úti fyr- ir. Svo mikið er víst, að hann hlakkar ekki til neins, sem er á næstu grösum. En ég horfi gegnum gráa regn- móðuna, lengra enn út á götuna — horfi í áttina til kirkju- garðsins á brekkunni, þar sem ung- ar dætur Akureyrar hvíla í moldu, bomar þangað í blóma aldurs síns. Þar em margar fegurstu rósir bæjarins, leystar frá þeirri óró- semi anda og efnis, sem fylgir því að lifa ævina út, eins og það er kallað að ná háum aldri. Á fáum árum höfðu þær lokið sinni ævi- sögu nývaknaðar til vitundar um það, sem öllum er ætluð í árdaga .. Vertu sæl, æska og fyrsta ást. Júlíkvöldið hefur lyft að hálfu hulunni, sem seig á þennan kyrr- láta dag. Götuljósin eru kveikt, og fólk fjykkist inn í kvikmyndahús- T f M I N N — SUNNIJDAGSBLAÐ 474

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.