Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 21
hlýju til aðila, sem er ekkj emu sinni til í raun og veru, og samt koma fram hjá okkur öli einkenni sannrar tilfinningar. Á sama hátt, er það óeigingjörn tilfinning, þeg- ar mannfjöldi lætur í ljósi samúð með ákveðnum málstað, sem á ræt- ur að rekja til þarfar einstaklings- ins til að sameinast í hópnum Þegar maðurinn stendur einn, hneigist hann til aö vinna að eigin hagsmunum, án þess að skeyta um aðra. Þegar maðurinn er i hópi, snýst þetta við. Sjálfselska hópsins nærist á alheimselsku þeirra, sem í honum eru. Mannkynssagan er afskræmd af örum þessara djöfullegu iögmála. Orsakir þess má kannski að nokkru leyti rekja til þeirrar líf- fræðilegu staðreynda, sem fyrr var getið — langvarandi hjáipar- vana bernska og rík samhjálp eru sérkenni fyrir tegundina. Til við- bótar hefur mannsheilinn óvenju- lega hæfni tii að tileinka sér trú- axkerfi, sem byggjast á tilfinning- um og eru ósamrýmanleg, og oft í beinni andstöðu við, skynsemi. Hugsanalífið verður þannig klofið, svo að jaðrar við geðveiki, sem virðist herja á manninn og spegl- ast í furðulegri og þrautafullri sögu hans. Leyfið mér að nefna stuttlega tvo þætti enn, sem eru samofnir ln.fi mannsins. Fyrst málið, þessa blessun og bölvun, sem ekki er léð öðrum skepnum jarðarinnar. Tungumálið glæðir samband og skilning innan þess hóps, sem tal- ar það. Sömuleiðis skerpir það andstæður siðvenja og trúarsetn- inga milli ólíkra hópa og reisir múra milli ættflokka, þjóða, land- svæða og stétta. Margaret Mead segir, að hjá tveim milljónum frummanna á Nýju Gíneu séu sjö hundruð og fimmtíu tungumál töl- uð í sjö hundruð og fimmtíu þorp- um, sem liggi í einlægum styrj- öldum hvert við annað. Enn hættulegri en skipting í ó- líkar þjóðtungur er þó sá eigin- leiki miáls að geta sett mismunandi venjur og lófshætti fram í orðum sem kreddur og siðaboð. Hefði guð ekki gefið íbúum Putalands málið, rnundu þeir ekki hafa leiðzt út í styrjöld um það, á hvorum endan- um ætti að brjóta egg, því þeir hetfðu þá ekki getað skapað sér hugmyndafræði úr vana. Þegar maðurinn gerði sér grein fyrir dauðanum, var það jafnþýð- ingarmikið spor og þegar hann lærði að tala og að búa sér til verkfæri. En réttara væri að segja, skynsemi mannsins gerði sér grein fyrir dauðanum, eðlishvöt hans gat ekki á það fallizt. Fyrir eðlis- hvötinni er tilveran sjálfsögð og endalok hennar óhugsandi. Það varð rikjandi þáttur — og glöggt dæmi um sálklofninginn — í öll- um menningarheildum að hafna dauðanum sem eðlilegu og endan- legu náttúrufyrirbrigði. Ósýnileg- ar verur hnöppuðust utan um manneskjurnar. Flestir voru ill- viljaðar, eða að minnsta kosti duttl ungafullar og óútreiknanlegar, o^ kröfðust friðþæginga og fórna. Mannfræðingar hafa undarlega vanrækt að rannsaka mannfórnir, þó þekktust þær alls staðar í heim inum, þegar sögur hefjast. Skýrt dæmi er i sköpunarsögu Gamla testamentisins, þar sem Abraham býst til að skera sinn eigin son á háls af einskærri ást á guði. Þessar mannfórnir, sem alls stað- ar skjóta upp kollinum. eru einn elzti vitnisburðurinn um sjúkí. geð mannsins. Athöfnin tók ytri breyt- ingum, en veikin hélzt í heilögum fjöldamorðum sögunnar og náði hámarki á okkar tímum í fram- takissemi við þjóðarmorð. Jafnvel fyrirheitið um eilíft líf gilti aðeins fyrir lítinn minnihluta, og var þvi skilyrði bundið, að allir aðnr steyptust í eilífa glötun. Klíkuskap ur réði inngöngu í himnaríki, en helvítishliðin voru öllum opin. Auðvitað eru tvær hliðar á mynt inni. Holliusta fer ekki alltaf villt vegar, tungumálin söfnuðu fjársjóðum í bókhlöðurnar og á •grunni vitundarinnar um dauðann ri'SU pýramídar og dómkirkjur. En við erum í þessum punkti ekki að íhuga afrek mannsins heldur and- legt ástand hans, og í dag er það mikilvægara. Það er meira áríð- andi en nokkru sinni fyrr. Sagan streymir fram með áður óþekktum hraða, eins og sameindir í vökva við suðumarkið. í Babýlon var ritað „mene, tek- el“ á vegginn til að vara við yfir- vofandi ógæfu. Viðvörunarmerki okkar tíma eru línuritin, sem sýna sífellda aukningu á ýmsum svið- um, aukningu fólksfjölda, aukn- ingu þekkingar, aukningu sam- gangna og aukningu sprengiafls. Við kunnum að hafa séð slík línu- rit í fræðiiegum tímaritum, en á engu þeirra er þess getið, að sið- ferðisiþroski manna hafi aukizt í riti eða reynd. Ástæðan er senni- lega sú, að um aukningu hefur ekki verið að ræða síðan Búdda sat undir fíkjutrénu. Vaxtarlína tæknilegra framfara stefnir fyrst lítið eitt upp á við, er síðan æ brattari, unz hún rís næst- um lóðrétt Væri hins vegar gert línurit um framfarir 1 andlegum þroska, myndi sú lína vera iárétt með smáhlykkjum upp og niður. Þetta ósamræmi gefur einfalda mynd af sögu mannsins. Það spegl ar afleiðingar sálklofningsins. Þróunarsagan einkennist af til- raunum og mistökum. Við skyld- um þvi ekki undrast, þótt það kæmi upp úr dúrnum að í bvgg- ingu heilans, inni í höfuðkúpunni, væri smíðagalli, sem gæti verið or- sök heimskupara, sem ekki linnir í mannkynssögunni. Þau kynnu að stafa af því, að stóri heilinn hefur vaxið svo hratt síðustu fimmhundruð þúsund árin, að eins dæmi hlýtur að kallast. Línu- rit urn vöxt heilans á þessum tima yrði grunsamlega líkt línuriti um tæknilegar framfarir, og er það naumast tilviljun En vexti fylgja vaxtarverkir, og verk- urinn í sögu okkar skyldi þó aldrei vera sá, að ekki sé nægilega náið samstarf milli hinna gömlu tilfinn- ingasvæða heilans og hinna nýju hugvitssvæða, sem í flaustn hefur verið bætt við hann. Þekktur taugalífeðlisfræðing- ur, Paul MacLean prófessor, segir, að þetta misræmi valdi ktofningi í taugakerfi okkar. Meðan nýrri og þroskaðri svæði heilans hjálpa okkur til að hugsa gáfulega er tilfinningum okkar eftir sem áður stjórnað af vanþróuðum, frum- stæðum svæðurn, sem í aðalatrið- um hafa ekki breytzt að ráði síðan maðurinn var mús. Afleiðingar þessa meðfædda heilaklofa eru mismunandi víð- tækar. í venjulegri hegðun kannski ekki óþolandi, en samt valda þær ruglingi á sálar- og taugakerfi einstaklingsins, sem tek ur trú hópsins á órökréttan mál- stað og íyllist blindri hollustu og herskáum eldmóði. Spurningin er, eins og Bertrand Russeill hefur sagt: Hvernig er hægt að telja mannkyninu hug- hvartf, svo það tortími ekki sjálfu sér. Við höifum fundið kjarn- orkuna og getum ekki týnt henni aftur, og guðirnir eru í þann veg- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 477

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.