Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 2
>útur í skjönum
Engum er vítalaust að hafa
skóviðgerðir að atvinnu nema
hann hafi lokið námi og prót'i,
er tryggja skal, að hann sé hæf
ur til starfans. Sömu reg ur
gilda um hárgreiðslu, veggfóðr-
un, brauðgerð, Ijósmyndagerð
og ótal margt annað, þar
á meðal þær starfsgreinar, er
lúta að prentiðn. Fasteignasai-
ar verða að fá löggildingu, kaup
menn verzlunarleyfi og for-
stöðumenn safnaða samþvkki
stjórnarráðsins, ef þeir eru
ekki prestar að vígslu.
Þetta er gott, svo langt sem
það nær, og ánægjulegt að gera
nokkurn veginn treyst þvi, að
skórnir verða laglega sólaðir
og þokkalega gengið frá vegg-
fóðrinu á þilinu. En sé vikið
að þeim, sem hafa það að at-
vinnu að koma daglega m»ð
málfar sitt fram fyrir alþjóð í
blöðum, útvarpi og sjónvarpi,
verður annað upp á teningnum.
Þar þarf hvorki nám né próf,
sem miðað sé við starfið. Þeir,
sem slíkt takast á hendur,
þurfa ekki að sanna hæfni sina
fyrir neinum tilkvöddum dóm-
ara eins og til dæmis prentar-
inn og bókbindarinn né standast
neina þá þolraun, er geri senni
legt, að þeir valdi verkefninu.
Oft mun í upphafi nálega rennt
blint í sjóinn um móðurmáls-
kunnáttu þeirra og al-
menna þekkingu á þjóðarhög-
um og þjóðarsögu. Ekki er til í
landinu neinn skóli eða skóla-
deild, þar sem þetta fólk getur
lært það, sem því er nauðsyn-
legt að kunna, og engum aðila
befur þótt ómaksvert að
reyna að finna einhverja mæli-
stiku, sem nothæf væri til þess
" að greina að einhverju leyti á
milli þeirra, sem færir geta tal-
izt tit slíkra starfa, og hinna, er
en,gan veginn' eru þeim vaxnir.
Daglega sést á síðum blað
anna og tjaldi sjónvarpsms,
hvernig þetta gefst. Þó að
vissutega sé þar allmargt 'ag-
lega af hendi leyst, jafnvel
sumt stórvel, eru ískyggilega
mikil brögð að hinu, sem til
smánar er. Iðulega vaða par
uppi flestar tegundir mállýta
og málfátæktar: Brengluð orð-
tök, rangar orðmyndir, röng
notkun forsetninga, hugtaka-
ruglingur, barnaleg orðskrípi
og útlendar slettur, svo að ekki
sé talað um margs konar lág-
kúru og önnur þess konar dæmi
um vanmátt höfundanna til
þess að koma orðum að því, er
þeir viijy sagt hafa.
Þetta er alkunna og raunar
óþarft að færa til dæmi. Það
er talað um „niðurskurð á
seiðum“ í klakstöðvum við
Elliðaár, að „strekkja hnakk-
inn á hestinn", „þorskveiðamar
blómstra á Akureyrarpolli,"
nautkindur eru „fylfullar“ og
á Seltjarnarnesi skýtur upp ein
hverju, sem nefnt er „heim-
kind“, hvaða árans ókind sem
það er nú. Eitt dagblaðið kemst
svo að crði um eiturlyf janeyzlu,
að nú megi „vænta þess, að
þetta böl komist í tízku hér á
landi,“ annað birti mynd af
stjórnmálamanni „í hóp með
konu sinni“, og sjónvarpið kynn
ir leikfimi, sem er „eingöngu
miðuð fyrir kvenfólk “ Eitt
kvöldið var margendurtekið, að
Austur-Þjóðverjar gengju ,til
kosn'inga,“ þegar í landi þeirra
fór fram atvkæðagreiðsla um
nýja stjómarskrá. Fæstir hlutir
eru lengur með lit eða einfald-
lega Ijósir eða Ijósleitir, brúnir
og dökkir, heldur eru þeir „í
ijósum lit“ eða einhverjum öðr
um. ,,Djobb“ og „interessa“
haldast í hendur, jafnvel í máli
fastráðinna starfsmanna fjöl-
miðlunartækja, og það er
„stungið af,“ þegar menn flýja
eða íara 1 felur, „slappað af,“
þegar menn hvílast, og „hopp-
að af,“ þegar menn segja skil
ið við fyrri félagsbræður. Sýknt
og heilagt eru menn að „bíða
sigur,“ „bera lægri hlut,“
„gizka upp á“, „hafa þann sið
á“ og setja út undan.“
„Meðlimirnir“ í þessum fé-
lagsskap, án alls efa nýtasta
fólk á marga grein, hafa lent
í skakkri hillu, þegar þeir réð-
ust til verka, þar sem þeir
verða að hafa málfar sitt til sýn-
is. Sú aísökun, að mikill vinnu
hraði eigi sök á mistökum af
þessu tagi, fær varla staðizt,
því að ekki er fljótlegra að hafa
það, sem rangt er, ef fólk að-
eins veit og kann hið rétta.
Tungan er eitt af því, sem
veitir okkur rétt til þess að
nefna okkur þjóð, og fagurt
tungutak hefur jafnan verið tal-
ið aðalsmerki, ekki einungis
okkar á meðal, heldur hvar i
heimi, sem fólk hefur hafizt til
menningar. íslenzk tunga er
ekki lakar til þess fallin að
túlka mannlega hugsun en önn-
ur þroskuð mál, og þar á ofan
er hún það, sem kalla má gagn-
særra Juál en flestar þjóðtung-
ur aðrar
Á hverju einasta ári er leit-
azt við að kenna þúsundum ung-
rnenna að þekkja eðli og lög-
mál tungunnar, tala hana og
skrifa sem bezt má verða.
Fjöldi manna hefur slika
kennslu að ævistarfi eða meira
eða minna leyti, og þjóðfélagið
telur skylt og sjálfsagt að verja
ærnu fé til þess að starf þeirra
megi bera ávöxt. En samtímis
er frammistaða manna í blöð-
um og fjölmiðlunartækjum oft
með þeim hætti, að stórspilla
hlýtur þessari viðleitni. Jafnvel
sú ríkisstofnun, sem að stað
aldri lætur hina færustu og
glöggskyggnustu menn leið-
beina um ott málfar, þver-
brýtur sjálf siðaboðin. Hljóð
varp og sjónvarp eru að vísu
ekki fullkomlega eitt hið sama,
og þó harla nátengdar stofnan-
ir. En þegar Tryggvi Gíslason
hefur til dæmis fordæmt fárán-
lega notkun sagnanna að elska
og hata, vinnur sjónvarpig
gegn því, að sú ádrepa beri ár-
angur með því að birta eftir
sem áður Luxauglýsinguna („ég
elska Lux“) óleiðrétta.
Vafalaust rekur að því, að
meiri kröfur verði gerðar um
kunnáttu og leikni þeirra
manna, sem starfa hjá blöðum
og fjölmiðlunartækjum. En
Framhald á 478. siSu.
458
T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ