Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 8
ÞaS er misjafnf, hvað guS gef- ur oss mönnum af starfsorku í vöggugjöf. Sumir spretta upp úr rúminu eins og stálfjaSrir eld- snemma á morgnana og bruna síSan úr einu verkefni í annaS, unz þeir aS kvöldi líta hróðugir um öxl á öll þau leystu vanda- mál, sem þekja vettvang dagsins og skjóta engum lengur skelk í bringu. Aðrir, já, sumir aðrir verða að gera margar atrennur, áður en þeim tekst að hrista þungan svefninn af augnalokum sínum. Þeir fálma sig, líkt og blindir menn, niður hailandi daginn, hlykkjótta slóð, snerta á við- fangsafnum, en hrökkva jafn- óSum frá þeim aftur. Verkefnin virðast stækka og verða því óárennilegri sem nær dregur, og þau fá að standa óáreitt og ósigruð dag eftir dag. Einn af þeim, sem rennir sér gegnum daginn af slíkum krafti, að vegartálmar lyppast niður, er Sigursveinn D. Kristinsson, tón- skáld, fæddur á Syðstu-Móum í Fljótum hinn 24. apríl 1911. Hann er brennandi í andanum aS miðla ungum sem öldnum af þeirri tónlistarþekkingu og tón- listarást, sem hann sjálfur býr yfir. í því skyni rekur hann tónskóla, sem starfar eftir gömlu alþýðuskólahugsjóninni, að menntun sé gull, en próf pjátur. Varla er nokkur blokkflautu- tónn svo ískrandi falskur, að Sigursveini daprist trúin á þá framtíðarsýn, að mál söngsins verði alþýðu manna jafn auð- skilið og stafur á bók. Heimili hans er breytt í skólastofur, hvenær sem þörfin kallar, en er nú að verða alltof lítið fyrir hina vaxandi starfsemi. Ég gleymdi að geta þess, að Sigursveinn getur ekki stigið í fæturna sakir lömunar. Hann verður ævinlega að sltja I hjóla- stól, hvort sem hann er að kenna, semja eða stjórna tónlist. DO-RE-MI-FA Rætt við Sigursvein D. Kristinsson tónskáld 464 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.