Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 14
ar. Verið var í óðaönn að búast
til siglingar og þar þótti mér kná-
ilegir menn, hásetamir, ganga
vasklega til verka. Þarna vorn hin-
ir sönnu Suðurnesjamenn eða þá
arftakar þeirra, og þernan á Lax-
fossi gaf ekki hásetunum eftir í
óvíxluðu göngulagi og harðlegum
svip. Ég settist upp á búlka og
hugsaði um Eggert Ólafsson, er
ýtti frá kaldri Skor. Þarna uppi
var ágæt útsýn yfir Flóann og un-
um að sjá aðra vinna fyrir neð-
an mig. En sumir kóngar hafa
oltið óvænt úr sessi, og svo fór
hér. Þegar kom út á Flóann, gerði
norðangjóst og nokkra ylgju. Ég
byrjaði að kenna ógleði uppi í há-
sætinu. Ég reyndi að sporna við
ógæfunni í lengstu lög og tileinka
mér hreysti hinnar vasklegu skips-
hafnar, en allt kom fyrir ekki.
Máttlaus af sjóveiki lyppaðist ég
ofan úr hásætinu og féll á þilfar-
ið að fótum þernunnar í hálfgerðu
yfirliði. Hún sá aumur á -mér og
kastaði yfir mig brekáni, og þar
undir kúrði ég, unz skipið létt’
för sinni á Akranesi Staulaðist ég
þar á land og hafði nú aftur fasta
jörð undir fótum.
Farkost’r Steindórs stóðu altygj-
aðir og biðu farþeganna sem
streymdu að úr öllum áttum.
Brátt var fólkið komið í bílana og
síðan haldið af stað Ekki sá ég
að sinni framan i þá. sem vori.i í
öðrum bílnum, en í okkar bíl var
fólkið af vmsum stéttum. En þess
skal getið. að enginn af förunaut-
um mínum suður var i þesssrj
för. Þrír útiendingar voru þarna á
ferð. tveir karlmenn og ein stúlka.
Allt var fóik þetta tékkneskt Ann-
ar karlmannanna var heljarme.nni
á vöxt. Breiðar axlir námu nær
við dvrastafi, þar sem hann gekk
inn fyrir þröskuid. Stúlkan v.tr
ung og blíðleg menntakona f svip
hennar bió einhver hálfduiin tregi.
Var sem henni byði í grun þær
ógnir. sem voru framundan í h«r-
námi Tékkóslóvakíu. í fyigd með
henni var túikur, ungur skagfirzk-
ur háskólanemi. Hún greip hönd
hans og la< þar lófalestur. Spurði
pilturinn hana, hvaða framtíð hún
sæi þar.
„Góða giftingu og ágæta fram-
tíðaratvinnu,“ svaraði stúlkan.
„En hvað mörg börn?“ spurði
pilturinn.
„Tvö börn með stuttu millibili,
og,“ bætti hún við, „þið eignizt
það þriðja nokkrum árum síðar.“
Þess skal getið, að þessi spá hef-
ur rætzt nákvæmlega. Þessi skag-
firðingur er nú þekktur maður í
velmetnu starfi.
Einnig voru í bílnum ung, skag
firzk hjón. Konan var dóttir eius
þekktasta manns í seinni tíma hér-
aðssögu Skagfirðinga. Kona þessi
var mjög söngvin, en afar bíl-
veik og sat því við opinn glugga.
En ekki hafði hún fyrr lokið upp-
sölunni en hún greip lagið á lofti
Þá voru og með nokkrir hún-
vetnskir og skagfirzkir bænd-
ur, flestir nær miðaldra menn með
þúsund ára sögu íslands rista í
andiitsdrættina. Þá er að nefna
ungan bónda og kennara, sem
kvaðst hafa flosnað upp frá bú-
skapnum á miðju þessu vori 1938
Ðúx var hann frá Eiðaskóla, sem
og synir hans. Maður þessi varð
síðar ágætur skólamaður.
í Ferjukoti var stanzað og keypt
ar veitingar. En er staðið var upp
frá borðum og lagt skyldi af stað,
vantaði ’ékknesku stúlkuna. Var
ég sendur að svipast eftir henni,
og fannst hún niðri á túni á tali
við hund einn, vænan og virðuleg-
an. Hafði hundurinn lagt báðar
framlappimar á brjóst hennar.
Horfðust þau í augu, og talaði
stúlkan í lágum trúnaðarrómi við
þennan ómálga íslenzka vin.
Þegar kom norður á miðja Holta
vörðuheiði mætti okkur sami norð-
austankuldajaglandinn, sem fylgdi
okkur áður í suðurförinni —
kannski hefði hann beðið eftir mér
sem var búsettur á „tortunni" á
landinu, en svo kallaði Guðmund-
ur Björnsson landlæknir Norðaust-
urland. Þeirri tékknesku byrjaði
fljótt að kólna við íshafsnæðing-
inn. Buðu þá norðlenaku bænd-
urnir henni úlpur sínar til skjóls,
sem hún þá með þökkum. .
Það var sem einhver ósýnileg-
ur þungi hvíldi á herðum þessa
erlenda fólks. Hafði kannski
skuggi komandi heimsstyrjaldar
lagzt yfir sálir þess og grúfði bar
sem martröð, er það fékk ekki
hirist áf sér? Kannski var þessi
unga, tékkneska stúlka, hún Míl-
ada, sem starfaði kvenna bezt und-
ir hernámsokinu í andspyrnuhreyf
ingu Tékka gegn Þjóðverjum? Ó-
gæfa hennar varð sú, að þýzki
landstjórinn var friðlaus, eftir að
hann leit fegurð hennar, en komst
ekki yfir hana fyrr en í yfirliði
eftir hetjulega vörn hennar fyrir
hreimleika sínum. Og hinn risa-
vaxni Tékki, var hann ef til vil
Breda, aðstoðarmaður Mílödu, son-
ur alþýðunnar, sem lét lífið eftir
ógurlegar pyndingar, án þess að
mæla æðruorð, og kaus þetta allt
fremur en segja til félaga sinna?
Tíminn líður við söng og tal £
Steindórsbílnum. Við erum komi.n
á Blönduós, þar sem við ætlum áS
matast. Hótel Blönduós er reisu-
legt timburhús í gamla sMlnum.
Þar söfnumist við öll saman til sam
eiginlegrar máltíðar úr báðum bíl-
unum. Þarna gefst tækifæri ti'l að
sjá fahþegana úr hinum bílnum.
Ekki veit ég, hvenær steikin, sem
á borð var borin, byrjaði að sjóða,
en vægast sagt, var hún illæt. En
í þessari ótyggjandi máltíð birtist
persónueinkenni þess fól'ks, sem
sat þarna til borðs. Margs konar
gestaþraut hefur tíðkazt á fslandi
frá ómunatíð. Gegnt mér sitja
tveir menn að snæðingi. Annar er
aldinn að árum, lágur vexti og
gildur og orðinn tannslæmur.
Hann velti hverjum munnbita
uppi í sér góða stund, en vinnur
ekki á gömlu kusu, heldur sýgur
úr kjötinu safann. Síðan ælir
hann gestaþrautinni öðrum meg-
in á disk sinn, og er þarna á
diskinn xomin heljarmikil hrúga
af sinum, sem gamli maðurinn skil
ar aftur. Félagi gamla rithöfund-
arins situr þögull við hlið hans
og virðir ýmist fyrir sér hrúguna
eða viðbrógð annarra. Hann er ung
ur að aldri, en þegar orðinn lands-
kunnur höfundur, og átti síðar eft-
ir að bera hróður síns heimalands
um heimsbyggð alla. Við hlið
þeirra tveggja situr norðlenzkur
prófastur. Hann glímir við þraut-
ina af slíkum krafti, að svitalæk-
irnir streyma ofan eldrauða vang-
ana, en niður skal hún samt. Við
hlið prófasts er ung frænka hans,
enn barn að aldri. Klerkur bein-
ir til hennar ýmsum spurningum,
og Sigga gefur greið svör við ötlu
og horfir síðan spyrjandi ungmeyj-
araugum meðfram borðinu. Því
má skjóta hér inn, að þessa Siggu
sá ég fullþroska í veitingahúsi á
Akureyri átta árum síðar. Var hún
hin fríðasta mær.
Á hægri hönd skáldunum situr
gervileg kona, sem gegnir emb-
ætti í rekstri Reykjavíkur. Einnig
hún hefði getað orðið ágætur rit-
höfundur, ef iðkað hefði hún
meira kúnstina. Þessi kona
er blessunarlega hispurslaus, sem
háttur er margra, sem setja and-
470
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ