Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 13
ÍÞegar ég hafði snætt þar dög- wgrti og kvatt þau gestaglöðu hjón, ifiélt ég heim á Her, en nú hafði % sikilið lykiiinn eftir í skránni vegna andfæla liðinnar nætur. Var ræstingarstúikan þá að koma fram úr herbergi mínu. Hún mælti: „Þér sleppið vel að hafa ekki flárveikzt eða farið enn verr, því að otfninn er í ólagi. Við höfum ekki komizt hérna inn fyrr en i mongun, því að herbergið hefur verið tvílæst til þessa“. Þarna var komin skýringin á martröð næturinnar. Einhver eðlis læg boðun hafði stjórnað viðvörun séra Sigurjóns, þegar hann vildi geyma sjálfur lykilinn, sem næst- um var orðinn mér að innsigli dauðans. Ekki vildi ég láta þennan sól- bjarta sunnudag renna sitt skeið til enda, ár, þess að svipast um í nágrenni Reykjavikur. Datt mér strax í hug að fara út í Viðey, sem ég hafði margt um lesið og er tal- in vera einn fegursti reitur á landi hér. Ég kynnti mér málið. Það stóð beima, að bátur var á förum upp að Eiði með farþega í skemmti- viðlegu er ég kom niður að höfn. Ég talaði við bátsmanninn Sagði hann mér, að Viðey væri alveg í leiðinni, og kvaðst liann renna upp að bryggjunni þar og skjóta mér á land. Skyldi ég aftur vera kom- in-n ofan á bryggju í tæka tíð um -kvöldið, er bátarnir færu heimleið- is með fólkið ofan frá Eiði. Þarna lá Viðey úti á sólhýru sundinu, böðuð sumargeislum og vafin jurtaskrúða. Sævariöðrið á spegilsléttum fletinum frá stefni bátsins ófst í silfur, gull og glóandi perlur. En einmitt þarna á þessu sólhýra sundi fórst kútterinn Ing- var í ofstopa aprilveðri harða vor- ið 1906 með manni og mús. Tutt- ugu hraustir drengir létu þar líf- ið. „Grátperlur fellir jafnvel kald- ur særinn“. Svo kvað hjartahlýj- asta skáld þeirra tíma, Guðmund- ur Guðmundsson. Var því líkt sem þetta mannskaðaveður væri undanfari þess, sem á eftir fór — harðasta vors um mestan hluta Oandsins. Varð þá víða þröngt í búi hijiá sæföngurum, bændum og búa- liði, og hlaut þá mörg skepnan að sty-nja ómiálga í sárri neyð. Meðal farþega upp að Eiði e-ru uing h-jón. Maðuri-nn er eineygur, harðlegoir og brúnasíður, en unga konan er þvílík útlits sem hún væri að koma í fyrsta sinni út und- ir bert loít á árinu — engmn blóð- dropi sést i fölu andlitinu, en glað- legur svipurinn minnir helzt á bar-n frá gömlu árunum, þegar lengi var búið að hlakka til jól- anna. Og þarna uppi á Eiði hefur hún kannski fundið sumarsól gleð innar, ef maðurinn hennar hefur viliað lyfta dálítið brúnum. Ég hef fast land undir fótum, sögufrægan svörð Viðeyjar. Allmik- ill búskapur var þá enn rek- inn á þessu forna höfuðbóli. Hús- bóndinn var ekkill, fremur ungur, að árum. Hann stendur úti á hlaði í miðdegissóiskini, klæddur „city- dressi,“ á sunnudegi með heilan hóp ungra, prúðbúinna, móður- lausra barna umhverfis sig. Við- eyjarbóndi býður mér til stofu, og á móti okkur kemur ung, liðleg stúlka, nýrisin af miðdegisblund- inum. Þessi unga kona er ráðs- kona húsbóndans og varð seinna kona hans, að því ég bezt veit. Um framhald þeirra rnála veit ég ekki. Eg geng um evna, sem er öll grasi vafin eins og vel sprottin tún á harðbýlisstöðvum norðan lands. Júgursíðar kýr móka í síð- degissólskininu. enda lízt mér sem hér drjúui smjör af hverju strái. Því er ekki kyn, þótt Viðeyjar- bændur yrðu auðugir. Er ég held aftur yfir sólfágað sundið, finnst mér þögnin, sem er órofin, utan vélarskellanna í bátnum, mæla: Viðey, hún ljómar sem ljós yfir sveit, alveg eins og Slútnes hið mývetnslca. Nú er bvggð í Viðey fyrir löngu aflögð. Saga eyjarinnar er saga Ijóssins, sem hvarf. Um kvöldið kvaddi ég kunningja fólk, því að í býti daginn eftir skyldi farið frá Reykjavik áleiðis heim. En nú var litla drossían, sem flutti okkur suður. farin sina leið austur á Reyðarfjörð. því að Þorsteinn á Revðarfirði, kaupfé- lagsstjóri Héraðsbúa og útgerðar- maður bílanna á Reyðarfirði, lét ekki sína menn sitja auðum hönd- um suður í Vík um hábjargræðis- tímann. Jónas var þvi kvaddur heim áður en kirkjufundi var lok- ið. Ég var búinn að kaupa mér far- miða með Laxfossi upp á Akranes. Þar upp frá voru tiltækir stórir langferðabílar frá Steindórsstöð, er fóru áætlunarferðir með far- þega til Akureyrar. Áiáa mánu- dagsmorgun reis ég úr rekkju, kvaddi kolsýringsherbergið og gekk ofan í stofu á Hernum til að greiða gistinguna. Þar voru tveir „hermenn“ í hörkurifrildi. Annar ungur og glæsilegur. en hinn á miðjum aldri. Var sá eldri að vanda um líferni hins unga, en kom ekki alveg að tómum kof- anum. Voru báðir búnir að tál- draga fjölda kvenna, að hevra mátti. Hinn yngri sagði það sitja illa á gömlum syndara að kenna öðrum þau heilræði, sem hann hefði aldrei getað haldið sjálfur. Ekki virtust þeir skeyta um návist mína, og varð ég hrifinn af mælsku og málflutningi unga mannsins. Ég truflaði samtal þeirra og spurði. hvar hótelstýruna væri að finna. Vísuðu þeir mér til henn- ar, en ég greiddi gistinguna og skundaði síðan niður að höfn, þar sem Laxfoss lá búinn til brottferð- T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 469

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.