Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 12
>Hfán fisbjarnarson á (uðmondarsföðumr Einn dagur og næsta nótt Ég hafði þaiwi hátt að tvilæsa herbengi því á Hernum, þar sem ég svaf nætur og daga, og geymdi lykilinn á mér. Fékk enginn að stíga fæti þar inn fyrir þröskuld nema ræstingarstúlkan aðeins fyrsta daginn, sem ég dvaldi þar. og siðan ekki söguna meir. Ég var nýsetztur, og stóð lykill- inn í skránrii. Þá var drepið á dyr, cg inn kom séra Sigurjón á Kirkju- hæ. Hann hafði sleppt kaffi- drykkju kirkjufundarins. Sagðist hann vera kominn að heilsa upp á mig, fyrst hann væri enn heill á húfi. Síðan sagði hann í fáum orðum þá sögu. að háskólamaður í Reykjavik, góður kunningi sinn, hefði boðið sér heim. Er ekki að orðlengja bað, að þegar tveir gleði- menn hittast, vilja hinir glöðu menn verða enn glaðari. Það er að gleðjast með glöðum. Veitti gestgjafinn vini sínum óspart af veigum vors og blóma. Sagðist séra Sigurjón hafa drukkið með varúð, sem er háttur hygginna manna, en gestgjafinn lét sitt ekki eftir liggja. Síðan hóf hann akstur um borgina að skemmta vini sínum að enduðu fulli. Ók hann um borgina þvera og endilanga og síð- an út úr henni á misjöfnum vegi, á ofsahraða, ýmist á miðjpm vegi eða úti á köntum, og taldi séra Sigurjón bílinn vera annað veifið á Iháifum hjólum. Sagðist hann ekki hafa komizt í meiri lífsháska, þótt allt slampaðist slysalaust. (Því má sikjóta hér inn, að þessi maður lézt nokkru síðar vegna slysfara, þá enn á góðum starfsaldri). Séra Sigurjón litaðist um í her- bergi mínu og staðnæmdist við lyk ilinn, þar sem hann stóð í skráar- gatinu. Hann komst fljótlega að því, að ég svaf fyrir tvílæstum dyr- um og spurði, hvað sú innilokun ætti að þýða, „því ef eldur bryt- ist út, ert þú dauðanum ofurseíd- ur, steinsofamdi og hálfkafnaður í reyk, áður en slökkvili'ðinu tekst að sprengja upp tvílæstar dyrnar.“ Og séra Sigurjón spratt á fætur, tók lykilinn úx skránni o-g settist síðan aftur. Ég bað hann kurteis- lega að ljá mér innsigli dyranna, en prestur svaraði, að lyklar væru tví- eggjað vopn í höndum þeirra, sem ekki kynnu með að fara. Velti hann lyklinum milli handa sér og sagð- ist skyldu geyma hann sjálfur, þangað til ég færi af Hernum. Mé; þótti illt að vera afvopnaður, greip til lykilsins og náði fingurfestu í auganu. Prestur hélt hins vegar fast í lykilskeggið. Toguðumst við á góða stund, en með því ég hafði betra tak, dró ég hann úr hönd- um prests. Vorum við báðir orðn- ir móðir, en sömu mátar sem fyrr. Séra Sigurjón reis á fætur og mælti: „Jæja, nú kveðjumst við að sinni, ég þakka samverustundirnar, en niundu mig um það að tvílæsa ekki þessari hurð í nótt“. Ég horfði á eftir honum. Fór þar ekki presturinn 1 hinni frægu Gösta Berlingssögu Selmu Lagerlöf? Hann, sem gat þjónað guði sínum með snjöllum ræðuflutningi í kristilegiirn sið og heilsað upp á fulltrúa gleðinnar á góðri stund? En mammon auðshyggjunnar var útskúfaður og útlægur úr hug- arlendum séra Sigurjóns á Kirkju- bæ. Þenna síðari hluta dags og fram á kvöld heilsaði ég upp á kunn- ingjana með lykilinn í vasanum. Ég taldi viðvörunarorð séra Sigur- jóns að sumu hugaróra vegna hættu þeirrar, sem hann var ný- sloppinn frá. Og nóttin fór í hönd, hlý og björt. Um götur Reykjavík- ur gengu ungir, danskir sjóliðar af skólaskipi dönsku, sem lá í höfn- inni. Það voru fallegir piltar méð mjúkar hreyfingar og gleði æsk- unnar mótaða í andlitsdráttum. Ég 'hiorfði á þessa drengi mér til augnayndis, þar *em þeir um tóif- ieytið fóru um Austurstræti, bjart- ir á svip. Brosandi land í þýðingu séra Matthíasar var einkunn þess- ara ungu manna. Einnig sáust ungu, þýzku knattspyrnumennirn- ir á strjálingi. Þeir voru mötunaut- ar mínir á stúdentagarðinum og þegar farnir að bjóða góðan dag og gott kvöld á íslenzku með skýr- um framburði. Þeir voru með svip- meiri og rishærri andlit en Dan- irnir, sólbrenndir og harðlegir und ir brún að sjá. Klukkan tólf á miðnætti hélt ég til míns heima, tvílæsti hurðinni, háttaði og sofnaði von bráðar. En hvað var að? Klukkan tvö vaknaði ég við mikla vanlíðan. Mér var svo þungt fyrir brjósti, að ég greip andann á lofti í hálfum, slitrótt- um sogum. Ég velti mér fram úr rúminu, máttlaus og riðandi á fót- unum, en einhvern veginn gat ég brölt upp á borð og opnað efstu rúðu gluggans, sem var stór og hin eina, sem var á hjörum. Ég stakk hausnum út um opinn gluggann, og þannig hékk ég lengi með laf- andi höfuð út í Iognkyrra nóttina. Smám saman byrjaði ég að endur- heimta lífsandann, sem nær hafði skroppið úi skrokknum, en í rúm- ið fór ég ekki fyrr en sem spánýr. Gluggann lét ég standa opinn á ■gátt, og svaf ég síðan í einum dúr til morguns. Daginn eftir var ég árla á fót- um. Kenndi ég mér einskis meins, gekk út og svalg lífsloftið. Ég labbaði til kunningja míns og sveit unga, Jóns Nikulássonar lækn- is. Hafði ég ekki áður séð hans á- gætu konu, frú Heigu, dóttur Gísla Ólaf'sonar landsímastjóra fyrrver- an-di. Hún var áður gift hollenzk- um landstjóra á Austur-Indíum. Tóku þau hjón mér með ágætum og sagði frú Helga mér frá dvöl sinni þar eystra í stuttu máli. Það var lifandi frásögn. Þótti mér hún myndi sverja siig í ætt þeirra áa sinna, afa síns, Jóns Ólafssonar rit- stjóra, og afatoróður, Páls Ólafssom- ar, skálds á Hallfreðarstöðum. Ferðæaga Vopnfirðings - lokakafli 468 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.