Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 9
— Þú ert að nor'ðan, ekki satt? — Jú, ég er fæddur í Fljótun- um og uppalinn í Ólafsfirði. For- eldrar núnir voru Kristinn Jóns- son og Helga Grímsdóttir. Jón föð- urafi var síðasti forsöngvari í Ól- afsfirði, sem söng hljóðfærislaus í kirkjunni. — Og hvernig stóð á þvi, að þú fórst að fást við tónlist, og það sem meira er, tónlistaruppeldi? — Fyrstu kynni mín af hljóð- færum á ég þvá að þakka, að kirkj- an á Kviabekk fauk, og orgelið með. Pabbi keypti orgelflakið og lét gera það upp. Þegar við krakkarn- ir komum til sögunnar, lærðurn við að stauta á þennan gamla grip. Á þeim árum var líka ágætis söngkennsta í barnaskólanum á Ólafis- firði, og það hljálpaði mikið til. Seinna tók ég til við fiðluna Theó- dór Árnason var nokkur sumur í Ólafsfirði. Hann var prýðis fiðlu- leikari og ágætur kennari. — Hvenær komstu fyrst hingað suður? — 1946, og þá settist ég í Tón- listarskólann. Þar stundaði ég nám í fiðluleik og tónfræði í nokkur ár. — Þú varst driffjöðurin í áð stofna Söngfélag verkalýðsins í Reykjavík á þessum árum? — Það var nokkru seinna, um 1950. Við vorum margir áhuga- menn þar um, t.d. Magnús Jó- hannsson járnsmiður, sem var fyrsti formaðurinn, Halldór Guð- mundsson, sem seinna var líka for- maður, og margir fleiri. En þetta var vonlaust fyrirtæki frá byrjun, það átti fljótlega eftir að koma í Ijós. Sú fræðslustarfssemi, sem er nauðsynleg til að byggja upp kór, var ekki framkvæmanleg. Efina- hagsástandið var þá þannig, að vinnandi fól'k hafði vægast sagt mjög takmarkaðan tíma til að sinna öðru en brauðstriti. Og þann- ig er það raunar enn, jafnvel í rík- ara mæli. SVÍR fór nokkuð vel af stað, og starfaði allsæmilega með- an áhugi og þrek frumherjanna entist. En sem yfirvinnustríöið harðnaði d>'ó mjög úr menningar- áhuga innan verkalýðssamtakanna sem vonlegt er, því það þarf enga tölvu til að reikna út, að fólk, sem vinnur erfiðisvinnu upp í tólfi— fjórtán tíma á sólarhring, og hef- ur þar að auki heimili að hugsa um, og ótal persónulegar áhyggj- ur, getur ekki sinnt menningar- um. Unga fólkið hætti að koma í kórinn, því það varð æ erfiðara að sjá sér og sínum efnahagslega far- borða. Ungt fólk, sem er að stofna heimili og byggja sig upp, á auð- vitað alltaf við meiri efnahags- örðugleika að stríða en þeir, sem eldri eru, og er því fyrr úr leik í svona starfi, þegar að kreppir. En án ú-ngs fólks, án endurnýjun- ar raddanna, getur ekkert söngfé- lag starfað til lengdar. En þetta var auðvitað skemmtilegt, og lær- dómsríkt, á meðan það entist. — Hvernig varð svo tónskólinn til? Og hver er eiginlega munur- inn á slíkum „tónskóla" sem þú kallar, og venjulegum tónlistar- skóla? — Jú, munurinn er líklega sá, að „tónskólinn" er aimennari í eðli sínu. Hann miðast við að kenna sem flestum börnum nót-nalestur og blokkflautuleik, án upptökuskil yrða. Við prófum okkur áfram með hvern einstakan, og reynsl- an hefur margsannað, að flestir, sem geta lært að lesa á bók, geta lært að leika á hljóðfæri. Tónskól- inn er ekki fagskóli, þar sem allt miðast fyrst og fremst við að ala upp atvinnumenn og „virbúósa“, heldur er hér stefint að því að kenna fólki, bæði börnum og full- or'ðnum, að umgangast tónlist eðli- lega, án fordóma eða minnimátt- arkenndar, þannig að tónlistin geti orði'ð raunverulegur þáttur í lifi þess, en ekki aðeins skrítinn, fjar- lægur, mér liggur við að segja hálfdauður hlutur. Fyrsti tónskólinn hér, var stofn aður á Sigiufirði, 30. marz 1958. < Ég hafði verið við tónlistarnám í Þýzkaiandi austur, í tvö ár, og þar kynntist ég nokkuð þeim and-a, sem er grundvöllur svona starf- semi. Upphaflega fór ég til Siglu- fjarðar um áramótin 1957—58 til' að æfa lúðrasveit, og var aðeins ráðin-n í einn mánuð. Af rælni hafði ég meðferðis einar tíu biokk- flautur, og byrjaði strax að kenna krökkum á þær. Aðsóknin og á- huginn var svo mikill, að eftir mánuðinn voru þessir krakkar orðnir fimmtíu. Ég ákvað að vera áfram, út fiebrúar, og enn fjölgaði krökkunum. í febrúarlok voru þeir orðnir hundrað og þrjátíu. Þá fórum við alvarlega að hugsa um að sbofna skóla. Lúðrasveitarmenn sýndu því máli þegar mikinn á- huga, og með þeirra hjálp, og fé- laga úr verkalýðshreyfingunni, var Tónskóli Siglufjarðar stofnaður 30. marz 1958, ein-s og fyrr segir. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 465

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.