Tíminn Sunnudagsblað - 16.06.1968, Blaðsíða 7
Emmelfa og Kristabel i fangabúnlngl. örvarnar á þessum fatnaðl
urðu elnkennismerkl súffragettanna.
essl tiJihliðrun fengizt fyrlr at-
eina Seotts, ritstjóra Mandhester
Guairdians, en til hans hafði Sylvía
Pankhurst leitað og beðizt liðsinn-
Is.
Mæðgunum var mjög fagnað af
súffragettum, er þær voru látnar
lausar, og Emmelána notaði tækl-
færið tdl þess að leggja þeim iífs- -
reglurnar um það, hvernig þær
ættu frarnvegis að haga sér í
fangelsi. Og enn hófust tíðar göng-
ur að þinghúsinu og bústað for-
sætisráðherrans. Konurnar fengu
þó ekki áheyrn fnemur en áður og
oftast voru eínhverjar handte'knar.
Einn daginn komst stúlka inn
í þinghúsið og skrifaði þar á gaml-
an steinvegg setningar úr ævagam-
alli tilskipun, sem heimilaði fá-
mennum hópum að koma þangað
og bera upp mál við konunginn.
Tiltæki hennar var óvenjulegt, og
það vakti meiri athygli en skær-
ur þær, sem orðnar voru nálega
daglegir viðburðir.
Litlu fyrr, í októbermánuði
1908, hafði það gerzt, að súffra-
gettur, sem komust inn í kvenna-
stúkuna á áheyrendapöllum fuil-
trúadeildarinnar, hlekkjuðu sig við
járngrindurnar fyrir framan hana,
þar sem þær hrópuðu í sífellu:
„Kosningarétt handa konum.“
Tókst ekki að losa af þeim hlekk-
ina í skyndi og varð að rífa nið-
ur hluta af grindunum, til þess
að unnt væri að koma konunum
út. Eftir þetta vaæ kvennastúkan
lokuð í sex mánuði.
Sendinefnd kvennaþings, sem
haldið var í júní 1909, ætlaði að
fara til þinghássins í krafti hinn-
arar gömlu tilskipunar. Lögreglu-
sveit stöðvaði þær. Emmelína hafði
meðferðis skjal, sem hún lét nú
falla á jörðina, steig á það og
mælti:
„Ég stend á rétti mínum sem
þegn konungsins, sem hefur mál
að reifa við forsætisráðherrann,
og mun standa hér, har til ósk
mín verður uppfyllt.“
En þegar henni fór að leiðast
þófið, sló Jiún lögregluforingjann,
sem stóð andspænis henni, með
lófanum á kinnina. Hann lét sem
ekkert væri.
„Þarf ég að gera þetta aftur?“
spurði Emmelína.
„Já“, svaraði lögregluforinginn.
Hún sló hann aftur í andlitið.
Þetta nægði: Hún var tekin
höndum. Um kvöldið urðu miklar
róstur og á annað hundrað kon-
ur voru teknar höndum. En að
þessu sinni voru þær ekki sakfelld
ar fyrir óspektir, heldur var þeim
gert að sanna, að stjórnarvöld
landsins hefðu brotið á þeim lög,
er forsætisráðherrann neitaði að
tala við sendinefndirnar. Róbert
Oecil, sonur Sal'esburys lávarðar,
flutti mál þeirra, en laut í lægra
haldl.
xin.
Kona sú, sem krotaði á vegg-
inn í þinghúsinu, Marion Dunlop,
var ekki látin laus eins og hinn
fjölmenni hópur, sem handtekinn
var nokkru síðar. Það varð ör-
lagaríkt, að henni skyldi ekki vera
sleppt líka.
Marion fylgdi dyggilega hinum
nýju fyrirmælum og neitaði að
hlýða fangelsisreglunum. Að ráði
fangelsisstjórans, sem ekki vildi
slaka til upp á sitt eindæmi, skaut
hún máli sínu, til innanríkisráðu-
neytisins. Sennilega hefur það ekki
hvarflað að embættismönnur.um
þar, hvaða atburðarás þeir voru
að hrinda af stað, er þeir neituðu
tilmælum slúlkunnar.
Viðbrögð hennar urðu þau, að
hún neitaði að matast. Fangelsis-
yfirvöldin létu bera til hennar flest
það, sem gómsætast varð fundið,
í stað hins hvimleiða fangelsisfæð-
is, og góðgætið var látið standa
hjá henni dag og nótt. En hún
snerti ekki við neinu. Gæzlukon-
urnar, fangalæknarnir og fangels-
isstjórinn ógnuðu og báðu, en
fengu engu áorkað. Heil vika leið,
og þess sáust engin merki, að Mari-
on ætlaði að gugna. Hún var orðin
mjög máttfarin, og læknarnir ótt-
uðust, að hún kynni að deyja þá og
þegar. Boðin gengu á milli fangels-
isins og innanríkisráðunevtisins, og
menn vissu ekki, hvað til bragðs
skyldi taka. Loks var stúlkan flutt
heim til sín eitt kvöldið, gersam-
lega lémagr.a, en þó sigri hrósandi.
Þennan sama dag höfðu verið
fangelsaðar fjórtán konur, sem
Framhald á 478. síðu.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
463