Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Qupperneq 3

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Qupperneq 3
\ Fuglarnir eru ekki jafnvarnarlausir og margir halda. ÞaS eru ekki ránfuglarnir einir, sem geta geitt þung högg og mikil. Þiður í vígamóð! getur til dæmis greitt afarsnöggt högg. Að iafnaði nota fuglar nefið einna síit sér til varnar. Það er matgagn þeirra. Þó bíta sumir fuglar, þegar þeir eigast við í illu, og í nauð reyna margir að bíta. ef annað bregzt. Mfm,í4Þ />> firras'f* Klær ránfúgla eru aftur á móti skæð vopn og bitur. Valurinn hremmir bráð sína, þó að hann slái hana oft með vængbarðinu. Fæturnir eru aðalvopn strútfugla. Þeir slá þeim fram fyrir sig og geta þannig kollvarpað vöskúhi, fullvöxn um karlmanni. Emúfuglinn sparkar aftur á móti aftur undan sér eða slær út til hlið- anna. Tærnar eru þrjár og líkjast fleinum. Sígaunafuglinn er búinn einkenni- legu vopnl. Hann er í norðaustur- hluta Suður-Ameriku og er með gadda á vængbörðunum. Hann er viftlíka stór og svanur og getur greitt mlkil högg. Gæsir, svanir og jafnvel þiðrar beita vængjunum, ef til átaka kemur. Fuglafræðingar hafa séð þiðurhana berjast, þar til annar hlaut slíkt högg, að hann hrökk úr hálsliðun- um. Stórir ránfuglr láta sig ekki muna um að ráðast á refi. Einu sinnl fannst á Norðurlöndum dauð tófa, og var örn, sem einnig hafði látið lifið, fastur á klónum í bakinu á henni. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 571

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.