Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Qupperneq 4
„(SLANDI ALLT" I meira en hálfa öld hefur kvikmynd af íslenzkum glímumönn- um á Ólympíuleikjum fengið að rykfalla í Stekkhólmi. Nú hefur hún verið dregin fram í dagsljósiS og send hingað heim, og var hún nýlega sýnd í sjónvarpinu. För þessara manna var á sínum Hma mjög söguleg. Þeir urðu að vera einbeittir og samtaka til þess að fá að koma fram á leikj- unum sem sjálfstæðir íslendingar, en ekki danskir þegnar. Eru til góðar samtímaheimiidir, til dæmis í íþróttablaðinu Þrótti, um frammistöðu þeirra, en þar sem þau skrif munu nú í fárra manna höndum, varð einn þátttakandinn, Guðmundur Kr. Guðmundsson, góðfúslega við þeim tilmælum að fræða ckkur nokkuð um hana, og anda þeirrar tíðar. ÞaS var mikill vor'hugur í ís- lendingum á fyrstu árum þessar- ar aldar. í ungmennafélögunum blómgúðust göfugar hugsjónir. Æskufólkið þráði þá stund, að ís- land yrði frjálst og fullvalda ríki. Hvítblái fáninn var sameiningar- táknið, sem allir voru stoltir af Þegar leið að Ólympíuleikum 1912, sem haldnir skyldil í Stokk- hólmi, langaði marga til þess. að íslendingar gætu tekið þátt í þeim á þann veg að yrði landi og þjóð tii sóma Ungmennafélagarnir norðlenzku nöfðu fengið því áork að, að íslendingar tóku þátt í Ólympíuleikunum í Lundúnum, nokkrum árum fyrr. Gliman var sú íþrótt, sem íslendingar höfðu iðkað öld im saman, öllum íþrótt- um islenzkari, og nú sýndist mörg um ráð, að við sendum á Ólympíu- leikana í Stokkhólmi flokk manna, sem gæti sýnt öðrum þjóðum þessa sérstæðu íþrótt Dönsk , yfir- völd vildu, að slíkur flokk- ur fylkti sér undir merki Stór-Dana. en eftir harða baráttu var dregizt á, að íslendingar fengju ef til vill að ganga undir eigin merki Var nú valinn tii íararinnar átta manna hópur. Danir sendu á þriðja hundrað, en ekki leyfðu fjárhags- ástæður, áð fleiri færu héðan. Þessir átm voru: Axel Kristjáns- son, Halldór Hansen, Hallgrímur Benediktsson, Jón Halldórsson, Kári Arngrimsson, Magnús T. Kjar- an, Sigurjón Pétursson og ég Nú erum við Haildór Hansen og Jón Halldórsson orðnir einir eft- ir á lífi. Við áttum sem sagt að sýna ís- lenzka glímu, en auk þess var Jón skráður til keppni í spretthlaupi og Sigurjón í grísk rómverskri glímu. Þjálfara höfðum við engan og æfðum á eigin spýtur nema Sigurjón. Hann fór utan í febrúar til að stunda rómversku glímuna undir leiðsögu kennara og jafn- framt fól hið nýstofnaða Í.S.Í. hon- um að fá staðfestingu á loforðinu um, að vjÖ mættum ganga fram undir eigin merki Rak hann erindið af harðfylgi, ehda veitti ekki af. Við glimumennirnir sigldum . byrjun júní með e/s Botníu til Kaupmannahafnar. En þar höfðum við skamma viðdvöl þvi ekki vild- um við fyrir nokkurn mun verða samferða dönskum iþróttamönnum yfir sundið og ennfremur lék okk- ur hugur á að komast sem fyrst til Stokkhókns til að geta kynnt íþrótt okkar og þjóðerni áður en Ólympíuleikarnir hæfust. í Maga- sin diu Nord fórum við þó og keyptum okkur allir eins hatta, hvíta með bláa borða, og bárum þá jafnan til heiðurs við ættjörð okkar. Margir tóku eftir þeim, ýmsir spurðu um litina og við „settum þeim fyrir hugskots- sjónir snækrýnda bláfjallageim- inn heima.“ segir i samtimaheim ild. Að morgni dags þann 25. júná komum við til Stokkhólms. Þar vorum við öllum ókunnugir, en otkkur gekk vel að vekja athygli blaðamanna á okkur. Glímdum við fyrir nokkra þeirra, og strax dag- inn eftir k<>mu greinar og myndir ÓLYMPÍUFÖRIN 1912 RIFJUÐ UPP AFTUR í fimm dagblöðum, þar sem glím- unni var hælt og okkur sjálfum . fyrir gerv.'leik. Nú var það, sem mest reið á, að fá það endanlega samþykkt, að við mættum við setningu Ólympíu- leikanna icoma fram sem sjálfstæð- ast og bera fyrir okkur tréspjald á stöng, áletrað ísland. Formaður dönsku Ólympíunefndarinnar (sænska neíndin vísaði jafnan til hennar), Fritz Hansen áð nafni, snerist gegn okkur ai alefli og harðneitaði að taka tillit til loforð- anna, sem Sigurjóni hafði tekizt að kría út. En Jón Krabbe skrifstofustjóri í Höfn hafði fyrr reynzt okkur hjálp- legur, og útvegaði hann hið þráða leyfi hjá danska innanríkisráðherr- anum, sem skrifaði sjálfur undir. En ógn og skelfing! Sá hái herra hafði notað blýant við undirskrift- ina, og sæns'ka Ólympíunefndin þóttist ekki geta tekið s.kjalið gilt, enda þorði danski sendiherr- ann ekki að ábyrgjast það. Við íslendmgarnir stóðumst þetta nýja skakkafall eins og klettar, und irskriftin var staðfest, með sim- skeyti, og þá loks fékkst viður- kenndur hmn langþráði tréskjöld- ur með nafni íslands. Nærri má geta, áð við vorum kampakátú að þessum sigri unn- um. Við höfðum fengið okkur fálkamerki i skyrturnar í stað dansks fána, nafn ættjarðar okkar var prentað í leikskrána með hin- um, sem hlut áttu í mótinu. og við h'lökkuðum til að ganga sem íslendingar undir tréstönginni okk ar fram fyrir Svíakóng og hinn geysilega mannfjölda, sem ævin- lega er viðstaddur setningu Ólym- píuleikja. Sú hátíðlega athöfn átti að fara fram að morgni þess 6. júní á aðalleikvanginum. Við áttum að ganga þangað inn frá nálægum íþróttavelli. Á tilteknum stað og stundu vor- um við reiðubúnir, og í sólskins- skapi. En þá kom allt í einu bréf frá óvini okkar, Fritz Hansen, þess efnis, að við yrðum að ganga í miðjum flokki Dana með merkið 580 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.