Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Síða 9
FRIÐJÓN STEFANSSON: LÍNA (SAGA UM HJÚSKAPARBROT) Hann héi Þorvaldur og honum ■leizt vel á hana strax í fyrsta skipti og hann sá hana. Og ekki leið á löngu þangað.til hann var orðinn alvarlega skotinn í henni. Það var um það ail, sem hún — en hún gekk undir nafninu Lína — fór að veita honum athygli. Fór vel á því. Þau voru rösklega tvítug. í stuttu máli sagt og án orða- lenginga, þau felldu hugi saman. Síðan kom að þvi, að þau giftu sig. Það gerðist á 22. afmælisdegi hennar. Við tóku hveitibrauðsdag- ar. Hann vann í banka Hún vann einnig í banka, en aðeins hálfan daginn eftir að þau giftu sig Þau viidu eignast barn eins og títt er um hjón. En fimm ár komu því í ver.t að líða hjá án þess þeim fæddist barn. —Þú getur ekki eignazt barn, sagði hann Það eru sjálfsagt af- leiðingar veikindanna. En hún hafði átt við veikindi að stríða um nokkurt árabil. —Ég heid það sé ekki ég, sagði hún eftir nokkurra andartaka þögn. Útskýrði ekki, hvers vegna hún héldi það væri honum að kenna. Hann hugsaði líka sitt, án þess að skilgreina frekar, hvers vegna hann héldi, að óhæfnin væri hennar. Þetta varð þeim raunar ágreiningsefni, þótt þau deildu ekki um bað með rökum. Þau höfðu reynt eins og þau gátu til þess að eignast barn og héldu áfram að reyna, notuðu allar aðferðir, sem þau höfðu heyrt u,m eða lesið um, að mættu koma að gagni. En. nei — allt kom fyrir ekki. Smátt og smátt veiklaðist von- in, sem bau höfðu upphaflega átt Tim að þeim fæddist baro. Þau hættu að leita eftir nýjum aðferð- um, enda þótt þau héldu áfram að gera tiiraunir. En það gerðu þau ekki af því að þau hefðu svo sem nokkra von um að eignast barn. Nei, það var af öðnum ástæð- um. Vorið eftir að fimm ára hjúskap artímabiii þeirra lauk, var óvenju kalt. Hvort það var af þeirri á- stæðu eða annarri, þá töluöu þau um fyrst en ákváðu síðar að eyða sumarleyfi sínu á Majorka, vinsæl- asta sumardvalarstað Norðurlanda- búa. Áður höfðu þau aldrei farið í svo langt ferðalag, en þeim fannst þau hafa efni á pví að gera það einu sinni. Rétt sem þau höfðu þetta ákveð- ið, kom babb í bátinn. Systir Línu, Þórný bóndakona, veiktist al- varlega, svo að eigi varð hjá því komizt að hún gengi undir upp- skurð. Það var enginn hægðarleikur fyr ir Sigmund bónda, mág hennar, að standa einn uppi með þrjú ung börn — og það yfir háheyskapar- tímann. Hann reyndi allt sem hon- um hugkvæmdist til þess að út- vega sér kvenmannshjálp. En það bar ekki árangur, hvergi kven- mann að fá. Síðast kom honum til hugar að fJýja á náðir Línu mág- konu sinnar. En það væri sjálf- sagt til of mikils mælzt, hugsaði hann. Hún yrði þá að eyða öllu sumarleyfi sínu í betta og hrykki víst ökki til. Nei, það var sjálf- sagt vonlaust, auk þess ekki víst að hún gæti undir neinum kring- umstæðum fengið sig lausa úr bankanum. — Samt fór svo, að Sigmundur hafði sig upp í að fara fram á þetta við mágkonu sína. Það hefði hann ekki gert, ef hon- um hefði verið kunnugt um fyrir- hugaða ferð þeirra, því að Sigmund ur var tiLlitssamur maður. En einstaka sinnum, þvlí miður aðeins einstaka sinnum, reynist fólk eðallyndara en hægt er að búast við — já, jafnvel eðallynd- ara en hægt er með sanngirni að ætlast til ai þvi. Lína tók þá ákvörðun að hlaupa undir bagga með systur sinni og mági og ganga börnunum þeirra í móðurstað, meðan móðir þeirra þyrfti að dvelja í sjúkrahúsi. Hún FriSjón Stefánsson auðsýndi með bessu mikla fórn- fýsi, það var óumdeilanlegt, því að sjálfsögðu hlaut Majorka-ferðin að vera henni mikil freisting. Gera verður ráð fyrir, að Þor- valdi manui hennar hafi sem öðr- um fundizt þetta mjög fallega gert af konu sinni. Allt um það var hann ekki ánægður með ákvörðun hennar. Hann hafði mikið yndi af ferðalögum og hlakkaði mjög til Majorka-ferðarinnar En hann gæti nú farið án henn- ar, áleit Lína og nánir kunningj- ar þeirra, sem vissu um málavexti. Nei, hann viidi það ekki. En ef — ja, hann væri að sjálf- sögðu ekki skyldugur til þess — en að eyðu sumarfríi sínu í hinni fögru sveit ásamt konu sinni á heimili sviia síns? Nei, hann vildi það ekki. Endirinn varð sá að hann tók sig til og iagði land undir fót á- samt gömlum skólabróður á ann- að landshorn, þar sem gott var um silungsveiði. Þarna eyddu þeir öllu sumarleyfi sínu við veiðar. Þeir veiddu heilmikið, náðu jafnvel í einhverja Laxa. — Og hver sem nú ástæðan hefur verið, þá heim- sótti hann aidrei konu sína, þá þrjá mánuði, sem hún var á heimii, systur sinnar og mágs. Það var að vísu skrambi langt, en hefði þó verið kleift að komast fram og til baka um helgar. En sem sagt, hann gerði það ekki. Nú er að segja frá Línu, eigin- konu hins fengsæla veiðimanns. Hún fór samdægurs honurn, því að sumanleyfi þeirra stóðu TÍMINN - SUNNUDAGSBLAF 581

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.