Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 11.08.1968, Page 14
a-num. Þar var skallið á þruimuveð- ur-, Ágæt viöfn Sýrakúsu var il'la ieikin af ioftárásum Bandamanna érið 1943, áður en þeir gerðu inn rás 'þar. Nú hefur verið gert við höfnina, þótt betra sé heilt en vel gróið. í þessari höfn lenti Páll postuli og dvaldist í Sýrakúsu 3 daga á leið sinni til Rómar. Hluti af Sýrakúsu stendur enn í dag á eyjunni Orfygia, en er tengdur við land með mikilli brú, Ponte Nu- ovo. Um 734 fyrir Krist stofnuðu Korinþuburgarmenn Sýrakúsu (Sihr uh iyoss). Fyrir landnámið leituðu þeir ráða hjá véfréttinni í Delfi. Landnemarnir væntanlegu tóku eld ar arni ættborgar sinnar og höfðu með sér til nýja bólstað- arins. Þeir færðu með sér vínvið, fíkjutré og smjörvið til þess að rækta þar. Síkúla, frumbyggjana á Ortygia, h'-öktu þeir burt, og hurfu þeir til megurri héraða Þeir fluttu með sér til Sýrakúsu hellenska menningu, stjórnarskipulag og borgarsiði Þar reis smám saman upp nýtt, -smækkað Hellas. í Naxos við rætur Ktnu var þá þegar- grísk nýlenda stofnuð tveim árum áður. Á vesturströnd Sikileyjar gátu Hellenar e>:ki tekið sér bólfestu, því að Fonikar frá Karþagó vörn- uðu þeim öess. Eyjan skiptist þvi milli Heilena og Fönika fram á daga Rómverja. Þrem öldum eftir að landnám Hellena hófst, var Sýrakúsa orðin auðug og forystuborg Sikileyjar Aþenumenn urðu öfundsjúkir af veldi hinnar nýju borgar Alkibía- des eggjaði þvi Aþenumenn mjög á að vinna Sýrakúsu og tryggja hagsmuni 4þenu á Sikiley. Þetta varð að ráði. Þeir Alkibíades, Nikí- as og Demosþenes voru settir yfir leiðangurinn. Árið 415 fyrir Krist hélt fjölmennur floti af stað frá Aþenu, emvalalið. En brátt kom skip frá Aþenu að sækja Alkibía- des, sem nafði verið kærður fyrir helgispjöll í ættborg sipni. Árið 413 fyrir Krist, eftir tveggja ára ófrið við Sýrakúsu, voru her og fiioti Aþenu gersigraðir leifar hers ins hneptir í ánauð og látnar asna I grjóínámum Sýrakúsu En Niki- as og Demosþenes voru teknir aí lifi. Frjálsir Aþenumenn voru ó- vanir stritvinnu, af hinum , 7000 ungu föngum létust margir af harðrétti ínnan átta mánaðar. Þeir, sem af hjöruðu, voru seldir mann- sali,_aðeins örfáir litu ættborg sína aftur —■, og fengu sumir þeirra frelsi fyrir það eitt, hve vel þeir sögðu fram ljóð eftir Euripides. Ferðalöngum eru sýndar grjót- námurnar Latumiae, þar sem aþensku fangarnir örmögnuð- ust og týndu flestir lífinu. Þær eru sums staðar 35 m djúpar. Þar er hellirinn Eyra Dýoniusar. í hon- um er einkennilegur hljómburður. Þegar vörðurinn inni rífur papp- ír í tætlur, heyra ferðalangar við hellismunann líkt og smelli í svip- um. En bnrji vörðurinn inni með hamri, heyra gestir líkt og fall- byssuskot. Sagt er, að harðstjór- inn Dyonysos, er ríkti á Sýrakúsu 405—368 f\rir Krist hafi stund- um setið fvrir ofan hellinn, þar sem rauf var í honum, og hlerað samtal fanga. í grjótnámum þessum hafa tíú verið gerðir garðar miklir. Loftið þar niðri er mollulegt eins og i gróðurhúsi. Trén dafna furðan- lega, þrátt fyrir magran jarðveg, limar þeirra þekja sumstaðar þverhnípta hamra allt upp á jafn- sléttu. Niðri á botninum er rækt- að margt blóma, ekki sízt af rósa- og körfublómarækt, — og veitir ekki af jurtagróðri þar til þess að draga úr bióðþef sögunnar. Klettagrafir nokkrar blasa við, þar sem nú göngum við. Þeirra svipmest er gröf Arkimedesar. Arkimedes í Sýrakúsu er talinn vera einn mesti stærðfræðingur fornaldar, en auk þess var hann eðlisfræðingur og uppfinningamað ur og gerði vígvélar til varnar ætt borg sinni. Hann var veginn af rómverskum hermanni árið 212 fyrir Krist, er Marcellus Olaudíus hertók Sýrakúsu. Arkimedes var þá 75 ára að aldri. Þar sem við höldum upp í móti, getur að iíta hnúk nokkurn rústir klettavígisins Euryelos. Þar eru Ieifar ævafornra hruninna turna og svala og mótar sums staðar fyr- ir breiðum undirgöngum — allt samfelld s:eðja í vörnum. Forðabúr og hernrannaskálar voru hálffalin þar i jörðu, en skýli mikil fyrir stríðsfáka i grenndinni Vígið var fyrr meir talið bera vitni um há- þróaða værkfræðitækni gríska Skammt burtu má sjá brot af leif um hinna rniklu borgarmúra Dyo- nysiusar ^’dra, víða á kafi i villi- rósarunn'tm og smjörviði Við göngum sniðhallt upp bratt- ann allt að gríska útileikhúsinu Palazzolo, trá 5. öld fyrir Krist. Það er höggvið í kalkstein í brattri brekku móti suðri Sætaraðirnar eru 59, breidd þeirra er alls 126 m. Ellefu lægstu sætaraðirnar voru lagðar marmarahellum, sem hafa verið fjarlægðar Sætaheildinni var skipt i 9 deildir eða fleyga, er ýmist báru nöfn goða eða vold- uga manna Fimm af þessum 9 nöfnum sjást þar enn rist á steina. Þau eru: 1. Seifur, 2. Herakles, 3. Hieron II, 4. Philistis, kona Hirons II, 5. Nereis, tengdadóttir Hierons II. Þetta var stærsta grískt úti- leikhús á Siklley Enn er það lítt skemmt af tímans tönn nema einna helzt sjálft leiksviðið. Við íslend- ingarnir ssttumst i efstu sætaröð- ina og á hnúknum ofan og aust- an hennar, meðan leiðsögumaður- inn sikileyski flutti erindi á ensku um fornminjar þessar og fleira. Á blómaskeiði grísku nýlendunnar í Sýrakúsu voru andans menn frá Hellas stundum kvaddir þangað. Aeschylos sjálfur var viðstaddor er sumir haripleikir hans voru sýndir þar. Pindar samdi nokkur hinna ódauðlegu ljóða sinna í Sýra- kúsu. Nú eru sígild grísk leikrit sýnd þar í útileikhúsinu annað hvort ár, cg hafa þá ýmsir sikil- eyskir lei.rarar getið sér mikið lof. Útsýn er undur fögur þaðan úr brekkunni yfir höfnina góðu og út á blátt Miðjarðarhafið. Sagt er, að komi menn i forngrískar borgir á Sikiley, þá þurfi þeir ekki annað en vitja fornu útileikhúsanna grísku þar til þess að fá fegurstu útsýn yfir borgirnar Appollonsmusteri hafði staðið í grennd við gríska útileikhúsið í Sýrakúsu, en þess sjást nú engin merki. Hið sama er að segja um íþróttavang forngrískan uppi á ásn um. Við vesturströnd Ortygia er hin fræga Areþúsulind (Fonte Are- tusa). Sögn hermir, að Artemis, dóttir Seifis, hafi breytt disinni Areþúsu ; lind til þess að frelsa hana frá eltirför fljótaguðsins Al- feiosac: (Jm IY2 km vestan Sýra- kúsu fellor áin Anapo í sjóinn. Þar vex pipyrus-sef (cyperus pap- yrus) á marflötum árbökkunum. Ætlað er, að Serkir hafi flutt papyrus-sef þangað í fyrstu, enda vex það ekki annars staðar í Evr- ópu. Við þverá Anapos Kyane, sprettur einnig reyrtegund caruno donax), en reyrinn e: höggvinn 590 TfMiNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.