Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 2
rl Þíjtur í Kafni svín í eldsvoða, er öll- um Ijóst, að sá, sem þau missti, hefur orðið fyrir tjóni. Komi upp hvimleið og skaðsöm pest í búpeningi, gera menn sér grein fyrir því, að hún kann að vaida þungum búsifj- m, og reyna að stöðva hana eða kveða niður í tæka tíð. Telji forráðamenn þéttbýlis- svæðis svo komið íramvindu mála, að nauðsynlegt sé að upp ræta þar sauðfé, liggur við, að til sviptinga komi. í slíkum tilvikum sjá menn gerla, hvað missiist eða getur glatazt. Færri virðast setja það svo mjög fyrir sig, þótt fólk miss- ist. Ég hef ekki í huga bana- slysin, því að þau hörmum við öll og ég er ekki að vekja at- hygli á krabbameinsdauðanum og kransæðastíflunni, sem ok'k- ur stendur vissulega stuggur af, að minnsta kosti þegar fram á ævina kemur. Ég gæti haft í huga, hve tómlát við erum um það á sumum sviðum, að ung- viðið verði allt að svo sæmi- legum mönnum sem það hefur uppiag til, eða hve ósárt okk- ur sýnist um það, þótt fólk fari í hundana. Ekki var það samt þetta, sem fyrir mér vakti, þótt svo mætti vera. Ég er að tala um fóikið, sem flyzt úr landi og ef til vill kemur aldrei heim aftur, nema þá með viðlíka van höldum og urðu á þeim, sem Tyrkir rændu forðum. Þó mun ekki glær gleypa meiri auð úr eigu lands og þjóðar með öðr- um atvikum. En pví gefa fáir gaum. Þess vegna er varla að slíku vikið í blöðum lands- manna i smáletursdálki, þótt þúsund manns flytjist úr landi á ári en tólf álna greinar skrif aðar um .sauðfjárbannið í Reykjavík og rækilega sagt frá ömuriegum dauða svínanna og tjóni eiganda þeirra, og skal ég vissulega úr hvorugu lit- ið geua. Það er helzt, að minnzt er á óreiðumenn, sem strjúka skjðnum frá syndum sinum til Suður- Afriku, án þess að bíða eftir fyrirgefningu. Þjóðhagsfræðingum reiknast svo til, að hver átján ára ungl- ingur hafi kostað þjóðina tvær til þrjár milljónir króna. Fari úr landi þúsund menn, sem til þess verðgildis verða færðir til jafnaðar, skiptir tjónið tveim eða þrem milljörðum, og er þó ekki til þess litið, hvað þetta fólk hefði unnið landi sínu heim-a umfram tilkostnað í bernsku og æsku, ef það hefði ekki sópazt burt. Einhver myndi reka augun í slíkt tap, ef það væri fólgið í verðfalli á lýsi eða aflatregðu á síldar- miðum. Dregur þó manntapið lengri hala á eftir sér en tíma- bundin skerðing á atvinnutekj- um. í framhaldi af þessu ber að lita á annað. Þjóðhagsfræðing- ar hafa einnig komizt að þeirri niðurstöðu, að þjóðin gæti lif- að betra lífi, ef hún væri fjöl- mennari, þar eð óhjákvæmileg- ur tilkostnaður dreifðist þá á herðar fleira fólks, án þess að vaxa að sama skapi. Þeir ætla, að sem næst sex hundruð þús- und sé sá mannfjöldi, er hér gæti lifað beztu lífi við nýtingu þeirra auðlinda, er við eigum og nú verður komið auga á. Að því marki sé hverjum einstakl- ingi hagur að fólksfjölgun, en upp úr því fari aftur heldur að hníga á hinn veginn, ef ekki kemur til einhver tekjulind, sem nú er örðugt að sjá fyrir. Uppeldiskostnað þess fólks, sem brott flyzt, er því að reikna sem peningana í glerverksmiðj- una, glatað fé, og sjálfur brott- flutningurinn spyrnir gegn því, að þjóðin nái á eðlilegu árahili þeim fjölda, sem henni er hag- felldastur og í beztu samræmi við landshætti og auðsupp- spieftur. Þetta er þó ekki nema hálf sagan. Margir þeir, sem ílend- ast erlendis, eru þjóðinni miklu dýrari og þaðan af dýrmætari en meðaJunglingur: Ungir menn, karlar og konur, er lok- ið hafa iöngu og kostnaðarsömu námi í fræðum, sem hér þarf að rækja, hagnýtum og hug- iægum. Þar fer ekki aðeins for- görðum mikiU uppeldiskostn- aður og menntunarkostn- aður, og 'þar á ofan vonin í starfi þessa fóik,s, heldur er einnig verið að þynna út hæfi- leika þjóðarinnar um ókomnar aldir. Þetta er vaxtarbroddur þjóðstofnsins, fólk með gáfur og dugnað, gætt því, sem bezt býr í erfðaeðli þjóðarinnar, og öðrum láklegra til þess að skila því landi, er breppir það, góð- um niðjum. Það er dapurleg saga, að stundum er fólk með slíka verð leika fiæmt úr landi, hálfvegis og beinlinis, og öðrum meinað heim að koma til starfa af þvi tagi, er þeir hafa varið öllum æskuárum sínum til að nema. En auk þess eigum við í höggi við ríkar þjóðir, sem stunda eins konar mannrán. Það er talað um fjárhagsað- stoð, sem þessar þjóðir sumar veiti öðrum smærri, en sann- leikurinn mun sá, er öll kurl koma til grafar, að þær taka sitt endurgjald margfalt í holdi og blóði, þekkingu og starfs- orku. Marshalishjálpin svo- nefnda, sem kom í hlut íslend- inga, mun til dæmis hafa verið létt á metum á móti stúlkunum, sem svipt var brott héðan á stríðsárunum og upp úr þeim, og raunar æ síðan. Það er auð- sætt á hvorn hallar. Þeir sendimenn útlendra þjóða, sem hingað koma til að róa að útflutningi, arftakar Am eríkuagentanna, sem tóku þókn un á hvert höfuð, eru okkur viðlíka gestir og forfeður okk- ar Keltum, þegar þeir gengu á land á Bretiaifdseyjum í forn- Framhald á 906. siðu 890 T f 81 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.