Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Page 18

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Page 18
Þannig voru sauðnaut af austur- strönd Grænlands' flutt á vestur- ströndina, og enn bólar ekki á öðru en þau þrífist ágætlega i hinu nýja heimkynni. Önnur tilraun og nýstárlegri hefur heppnazt eigi síður: Ungir jakuxar af stofni, er verið hafði í haldi siðan fyrir heimsstyrjöldina síðari, voru flutt- ir til Grænlands, tamdir gripir að kalla. Þar var þeim sleppt í fjall- lendi, þar sem gróður er allmik- ill. Næsta vetur var hagskarpt til fjalla, og leituðu jakuxarnir sjálf- krafa niður í byggð, þar sem þeim var gefið. Dýrin lifðu og juku kyn sitt, og kálfar þessara hálftömíiu dýra urðu algerlega villtir. Þeir hafa ekki leitað á þær slóðir, þar sem foreldri þeir'ra var gefið. Það er ein hugmynd Andersens forstöðumanns að koma á fót búi, þar sem búskaparhættir allir og vinnulag sé eins og tíðkaðist í dönskum sveitum á tímabili frá 1860 til 1014. Fólkið á þeim bæ á að strokka sjálft rjómann og búa til osta eins og gert var fyrr á tíð, og þar á að halda við dönskum búfénaði eins og hann var áður en honum var gerbreytt með kynbót-, um. Þar eiga að vera hinir stóru, józku dráttarhestar og sjálenzkt vinnuhestakyn, sem nú er að 906, hverfa af sjónarsviðinu og auðvit- að margt annað gripa. Svend And- ersen þykist þess fullviss, að slík- ur bóndabær myndi laða að sér þúsundir manna, sem vildu sjá, hvemig danskur bóndabær og danskur búpeningur var í raun og sannleika á nítjándu öld. Nú þeg- ar er orðið svo aðstreymi ferða- fólks í Konungskeldu, að til veru- legra óþæginda er, því að þar þyk- ir ekki henta að leyfa aðvífandi fólk að nálgast dýrin um of. Það kæmi aftur á móti ekki að sök, þótt gestkvæmt væri á bæ, þar sem einvörðungu væri búpening- ur. Þýtur í skjá — Framhald af 890. slSSu. öld, þó að vopnin séu önnur og vinnubrögðin. Erindi þeirra er að svipta okkur því sem dýr- mætast er: Dugandi fól'ki. Sumir munu vilja deyfa sárs- aukann og svæfa sig og aðra með því, að hróður íslands berist víða með þvi fólki, sem landið missir — það vinni föð- urlandi sínu gagn á erlendri grund. Stundum gerist það — stöku sinnum að minnsta kosti. Maður sá, sem fyrr átti Myllu- garð, Rumler að nafni, er þar enn og fylgist af lífi og sál með því, er þar gerist, og lítur eftir dýrunum. Upp á sitt eindæmi fæst hann við tilraunir, er að því hníga að rækta gras og verka hey, svo að sem allra bezt henti fílum, gíröff- um og zebradýrum. Upphaflega var Rumler skógfræðingur og skóg- gæzlumaður, en svo kvæntist hann stúlku frá Konungskeldu o,g fékk Myllugarð með henni. Hann segir, að það sé stórum skemmtilegra að gegna lamadýrum, vísundum og jakuxum en hirða svín og fita til þau til slátrunar. En langflest hverfur það þó í það samfélag, er því lýstur saman við, án þess að föður- land þess beri nokkurn snefil úr býtum. Sannast sagna varð- ar okkur það líka oftast ákaf- lega litlu, hvort einhverjar hræður í fjarlægum löndum, kannski í Ástralíu eða Suður- Ameríku, kunna að nefna nafn lands okkar eða ekki. En mann- tjónið er ótvírætt okkar. J.H. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.