Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Page 9
ein af okkar elskulegu, íslenzku ömnium. Hún tók mér hið bezta, sýndi mér steina og gaf mér einn Sérkennilegan. Þess á milli sinnti hún barnabörnunum, því að dæt- iur hennar voru þarna í sumarleyfi með börn sín, en ekki heima í svip tnn. Amma vildi nú fara að baka þönnukökur, en til að halda öllu á réttum kili á meðan, tók ég að segja börnunum sögur af tröllum og álfum, að mig minnir. Varð pá steinhljóð meðan sögum var hlýtt, og síðan drukkum við ka'ffi og mjólk og borðuðum hinar ágætu pönnukökur, ásamt öðru góðu. Rétt í þessu kom dóttir ömmunn- ar með grjót í poka ofan úr fjöll- um, og gizka ég á, að þetta hafi verið sextíu og fimm til sjötíu pund. Þá seig ég heldur saman yf- ir linku minni og kveifarskap. Þetta voru mjög fallegir steinar. Frúin gaf mér óverðskuldað tvo ágæta steina. Kannski hefur hún vorkennt mér, og er það þó hið versta, sem hent getur karlmann. Klukkan hálf-sjö sótti Guðmund ur mig. Kvaddi ég þetta góða fólk með virktum og greiddi fylgdar- mönnum minum litla þóknun. Eftir þá fyrirgreiðslu alla, sem ég hafði hlotið á heimili þeirra Helgu og Guðmundar, akstur og trjávið, alúð og gestrisni, vildi ég fá að borga eitthvað. En Guðmund ■ur sagði þá svo afdráttarlaust nei, að ég vissi undir eins, að þar yrði engu um þokað. Þakkaði ég því fyrir mig og kvaddi. Hvort ég fæ nokkurn tíma tækifæri til annars meira, veit ég tkki. Á innstæðu hinu megin þori ég ekki heldur að vísa. Ferðin til Egilsstaða gekk vel. Annars set ég oftast upp hunds- haus, þegar ég er kominn i áætl- unarbil og lít varla út um rúðu. Ég hef í rauninni enga aðdáun á landslagi, nema það sé hrikalegt, eða þá um myndræna klettahjalla sé að ræða. Hvað átti ég lika að vera að æsa upp í mér grjóthungr- ið með því að vera að mæna á þessi austfirzku musteri, full af igimsrteinum? Frá Egilsstöðum lágu allar göt- Ur til Rómar. Björn skilaði mér að mjólkurbúinu, því þar átti ég haúk í horni. Vigfús Eiriksson snaraði mér og öllu minu dóti Iheim til sín, og hjá honum var ég úm nóttina. Morguninn eftir skoð- aði ég Gálgaklett. Við hliðina á þeim toletti er nú verið að reisa íkirkju. Þarna við klettinn sótti á huga minn margt úr sögu þjóðarinnar, einkum miskunnarleysið og grimmdin, sem svokölluðum saka- mönnum var sýnd. Oft var þetta þó á okkar máli saklaust fólk, sem örbirgðin hafði neytt til þess að kraekja sér í matarbita í örvona hungri. Svo voru það sifjaspells- málin, sem klerkar og sýslumenn gerðu sér að féþúfu, og Iétu hengja og höggva karlmenn og drekkja konum. Enn eru bein undir Gálgakletti. Það eru býsn, að enginn skuli hafa tekið sig til og komið þessum bein- um í mold. Minna sýndist þó varla vera unnt að gera í minningu þessa fólks. Einhver hafði þó tekið á sig rögg fyrir nokkrum árum og smíð að um þau kassa með gleri yfir, en slíkt var samfcvæmt lenzku sið- leysingjanna mulið niður. Nú vildi ég skjóta því að sóknarprestinum, að hann gengist fyrir því, að þeim beinum, sem eftir eru, verði kom- ið á rettan stað, og^hefur oft ver- ið sungið, þegar það átti síður við. Þegar leið á daginn, kom til Vig- fúsar vinur þeirra hjóna, Auðunn Eiríksson, og var á leið út í Eiða. Bauð hann mér undir eins far — og það þó ég vildi fara til Borg- arfjarðar. Þetta varð að ráði, og settist ég upp á Eiðum hjá Ár- manni Halldórssyni kennara og Ingibjörgu, konu hans. Þau mun- ar ekkert um einn blóðmörskepp í sláturtíðinni, því að þar er alltaf húsfyllir gesta hvort eð er. Næst kom svo kona mín þangað, ásamt Svanþ syni okkar, konu hans og tveim börnum. Húsráðendur urðu hraustlega við, en nókkuð bætti úr skák, að þessir gestir voru með tjald. Einn daginn, sem ég dvaldist á Eiðum, fóru Armann og Kristján Gissurarson að skoða staðinn, þar sem svifferjan var á Lagarfljóti. Það mun eiga að gera þessari gömlu samgöngubót einhver skil. Mér var boðið með, og tók ég því feginsamlega. Þarna voru mér flest ir hnútar kunnugir, gömlum Tungumaani. Svifferjan var mikil- fengleg samgöngubót í eina tíð. , Fáir munu þó nú gera sér grein fyrir því, hversu mifcill munur það var, að geta teymt hestana með klyfj.unum út á ferjuna, og sömuleiði 'f rekið sláturféð á hana á haustin í stað þess að sund- Vi5 gömlu svifferjuna á LagarfljóM. Greinarhöfundur i stærstu búSarrúst- inni við Þinghöfða. Hann er með gæsar fjaðrir í hatti sínum og heldur á minja steini frá ferjustaðnum i annarrl hendi, en hefur skinið bein í hinni. iispi i ii T I M I N N — SUNNUDAGSBLA* 897

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.