Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 12
Ræft við Egil Jónasson Egill Jénasson, kaupfélagsibókari og hiáðfugl frá Húsavik er langur matSur með stórt nef og bro-s, sem ©r oftast prakkaralega skakkt, ým ist á ská niður til vinstri eða upp til hægri. Stundum hvorttveggja í einu, en er þá bein lína, sem mynd- ar 45 gráðu horn við venjulegan munnsvip. Eins og svo margir aðrir utan- bæjarmenn kemur hann helzt ekki til Reykjavíkur nema skrokkveil- ur knýi hann til að leita sér lækn- inga og er þotinn norður aftur eins fljótt og verða má. Við rétt náðum tali af honum á vistlegu heimili dóttur hans. Kveðskap Egils er skemmtilega lýst í afmælisvísu, sem Steingrim- ur í Nesi sendi honum sextíu og fimm ára: Gamanstefja flýtur fyllibytta, fer í ellilaunaihöfn að glytta, veit ég þó, að syndaselaskytta sigta muni rétt og markið hitta. En Egill þvertekur fyrir að láta hafa eftir sér nokkur hnyttin „skot“. „Háðvísan er vopn, sem svíður undan,“ segir hann, „og við skulum ekki dreifa þeim meira en orðið er.“ Hann stenzt hverja atrennu. Loks ögra ég honum með spurningu á þá leið, hvort liann sé eins fljótur að yrkja og af sé látið, og set um leið upp minn ísmeygl- legasta svip. Einn, tveir, þrír, hann hlær ein- hversstaðar inni í sér, og kastar fram: Ég, sem gamall orðinn er, engar vonir gylli, brosandi þótt bjóðist mér blaðakvenna hylli. Hefði verið einhver töggur í mér hefði ég auðvitað svarað í sömu mynt, en það gat ég ekki. Af hverju er ekki skólafólk þjálf- að í ferskeytlugerð? Þaö er sönn hneysa, a.ð menn skuli til dæmis fá stúdentspróf án þess að geta hnoðað saman vísu. Vinir Egils á Húsavik hefðu ekki verið í vandræðum með að henda skeytið á lofti og senda til baka. Einn sá bezti var Steingrímur í Nesi. Ha»m varð bráðkvaddur l sumar á baljka Laxár. Þar höfðu þeir oft veitt saman, vinirnir, og létu fjúka í kviðiingum. „Tilefnið þuríti ekki að vera mikið“, segir Egiil. „Ég sagði kannski við Steingrím, þegar eng- 900 T I M I N N — SUNNGDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.