Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 13
ln skepna vildi taka hjá honum, að liann væ>ri alténd aflalegur á bak- m. Steingrímur svaraði: Léttan hlut ég má frá borð-i bera, bítur hér ei nokkur fiskur á, það er ekki n-óg að virðast vera veiðimannalegur aftan frá. Ég huggaði hann: Ekki að víla, vel þig ávallt berðu, vel má þessu á næstu stundu breytt. Það er betra að vera að aft- anverðu veiðilegur heldur en ekki neitt. Svona gátum við haldið áfram ailan daginn, að leika okkur með stuðla og rím. — Þið voruð oft fengnir til að koma fram á skemmtunum, var það ekki? — Jú, þá vorum við stundum fjórir saman, við Steingrímur, Baldur Baldvinsson á Ófeigsstöð- um, oddviti Kinnunga, og Karl Sigtryggsson á Húsavik. Það var eiginlega læknirinn á Húsavík, sem gerði okkur út af örkinni og ágóði rann til tækjakaupa fyr- ir sjúkrahúsið. Sjálfi-r tókum við aldrei eyri. Við komum á ýmsa staði norð- an og vestan lands og allt suður í Bifröst. Við hæddum óspart hver annan, og höfðum fararstjóra, sem stýrði leiknum og útskýrði tilefni. Guðmundur Hagalín spurði okk ur einhvern tíma, hvort við reidd- umst ekki hver öðrum. En það kom okkur ekki til hugar, vildum hafa vísurnar meinlegar og vel ortar. Gjarna bárum við upp spurning ar á borð Við þetta: Baldur: Hvað mundi bezt í heimi hér haldreipi vera í nauðum? Ég: Júdasarsnærið öruggt er oddvitagarmi snauðum. Annað skipti spurði Baldur: Hefur þig aldrei langað til að vera Salómon konungur annar? Ég: Mi.g vantar eðli ofurmenna, ein mun nægja meöan ég tóri, Saiómon hafði hundruð kvenna, en hann var oddviti og deildarstjóri. Bald-ur var nefniiega hvort tveggja. Einhvern tíma svaraði ég spurn ingunni: Hvað finnst ykkur mest um vei't með konur? Karlmennirnir kvenna biðja, kossum hafa fáar neitað, en það er víst kölluð þunga- miðja, þetta, sem mest er eftir leitáð. Og í sambandi við fjölskyldu- bætur og barnalífeyri, sem nú léttir undir með almenningi, en ekki þekktist, þegar við konan mín vorum að koma upp börnun- um okkar þremur: Þrisvar gat ég eitt og eitt, eðli mátti ei þjóna, þá fékk engin verðlaun veitt vinnugleði hjóna. Á kaupfélagsfundum var ég hafður fyrir hirðfífl, látinn yrkja í matartímum og kaffitímum. Eitt sinn var Pétur í Reynihlíð í kjör- nefnd, og þegar hann les upp skrána yfir löglega kjörna full- trúa, fellur mitt nafn niður af van-* gá. Honum er bent á þetía og bið- ur strax margfaldlega afsökunar. í kaffitímanum varð ég að koma , með vísu: Fulltrúa ég féll úr letri, fráleitt þó mig hrekki grunar, en það er farið að þrengja að Pétrij þegar hann biður afsökúnar. — Og hvernig er aftur vísan þín um forsetninguna? — Ja, við vorum einhvern tíma að spjalla saman, við Helgi Hálf- dánarson, um kvenkynsmyndir orða; hvernig karl verður kerling og svo framvegis. Þá segir hann, að samkvæmt þessari reglu ætti fonsetafrúin eiginlega að heita for- setning. Þá var Sveinn Björnsson forseti og átti danska frú, og af þessu spratt vísan: íslenzk tunga þykir mikið þing, þó er stundum vafi á hinu rétta, þar sem okkar æðsta forsetning má eiginlega heita dönskusletta. Þegar eftirmaður Sveins í emb- ættinu heimsótti Húsavík, var mæizt til þess, að menn snyrtu bústaði sína. Húsið Vetrarbraut var málað þeim megin, sem að götunni vissi, en baka til iufsaðist svartur tjörupappi. Þá gerði ég þes-sa: STEINGRÍMUR BALDVINSSON í Nesi í Aðaidal. BALDUR BALDVIMSSON á Ófeigssiöíum ; Kinn T I M I N N - SONNUDAGSBLAÐ 901

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.