Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Side 10

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Side 10
leggja hestana og ferja féð á gafl- kænum. Ekki var þó tæknin meiri en svo árig 1905, að hjólinu, sem kaðallinn lék á, og það var aðeins eitt, var snúið með handafli einu. Fyrsti ferjumaðurinn var Guð mundur Þorfinnason, bóndi á Litla Steinsvaði. Guðmundur var karl- menni með afburðum, en samt skildum við aldrei í því, hvernig hann orkaði þessu djöflaverki. Stundum gengum við tveir á sveif- ina meðan Guðmundur fékk sér hressingu hjá einhverjum okkar, og gekk okkur þó bæði seint og illa. „Er nú ekki bezt, að ég hvíli ykkur“, sagði þá Guðmundur, tók af 'okkur sveifina, og okkur fannst hann snúa henni jafnauðveldlega og hakkavél. Sjálfsagt kom hér til lagni með afli. Nú gekk ég sjötugur að sveif- inni og sneri enn hraðar en Guð- mundur. En munurinn var sá, að nú var enginn kaðallinn, sem þyngdi. Þeir tóku mynd af mér við þetta, en helzt hefði það þurft að vera kvikmynd. Þarna var myndað og mælt. Einnig fófum við að Þinghöfða, hinum forna þingstað Fljótsdals- héraðs, þar sem Krakalækjarþing var háð. fiöfði þessi er fast við íljótið, fallegur, en nú lítt gróinn grasi. Brekkan framan í honum er vel til þingbrekku fallin og neðan við hana er gróið land, og þar sjást búðarrústirnar enn mjög greini- lega. Ég steig sumar af þeim, og munu hinar stærstu þeirra eigi hafa yerið minni en fjörutíu fer- metrar að flatarmáli. Svanur sonur minn kom á hesta- mannamót, sem haldið var eystra, því að hann er maður altekinn af hrossasótt hinni nýju, sem ég hef áður nefnt. Fór ég með honum á mótið, með böggum hildar þó, því að ekki vissi ég, hve miklu móteitri ég hafði yfir að ráða Mót þetta fór vel fram og skipulega, og mátti þar sjá margan fák með reisn og tigulegan gang. Það • hryggði mig þó, hve mér virtust ' margir sitja hesta sína illa, . miklu gegnir að menn sitji hesta sæmilega. Jafnvel sumir Iíornfirð- : ingarniir, sem löngum hafa átt gott ■ hestakyn og voru þarna með gæð- j inga, voru undir þessa sök seldir. ; Hrifnastur varð ég af hesti þeim, • er hin fræga Koltorún sat, og enga ; konu á íslandi veit ég sitja hest fl98 eins vel og hana. Þó má ekki gleyma heimasætunni frá Tókastöð um — hana vil ég telja næsta. Gæðingur Kolbrúnar líður mér ekki úr minni. Hann vfrtist hafa til að bera allt það, sem prýða má einn hest — reisn, gang, ljúfa framgöngu. Göfgin geislaði af honum. En það gengur glæpi næst að leggja svo göfugan hest, sýni- lega ekki fullþroskaðan, í kapp- reið. Ósigur getur leitt til þess, að slíkur hestur bíði hans aldrei bæt- ur. Á uppvaxtarárum mínum kynntist ég mörgum hinum beztu hestum á stóru svæði austen lands, því að faðir minn hafði þá til tamn ingar. Þeim var. eins ög orðtakið sagði, „komið í klofib á Pétri“. Aðeins einn af þessum hestum öll- um get ég lagt til jafnaðar áður- nefndum hesti — Hjartarstaðar- Blesa, eftir að faðir minn hafði breytt honum úr villidýri í þann gæðing, sem hann varð. Þó grun- ar mig, að harka og skap Blesa hafi verið meira. En mikið vndi hafði ég af þessum degi, þrátt fyr- ir moldrok. Sannarlega er kominn tími til þess, að hesturinn, sem gerði kleift að byggja landið, sé hafinn til vegs í sveitum þess og afmáð hið svívirðilega og illmannlega orð tak: „að ganga sér til hiiðar". í þess stað ættu menn að tala um að láta hesta ganga sér og eigend- um sínum göfgi og heilbrigði. Við höfðum misst allt tímaskyn um daginn, og það var komið fram yfir kvöldverðartíma, er við komum að Eiðum. En þar lágu þá þau boð, að okkar biði rjúkandi steik á Seyðisfirði. Og ekki dugði að svíkjast undan merkjum og þess vegna var slegið í á ný. Þetta var töluvert annað en þekktist í uppvexti mínum. Þá var hlutskipti mitt að rorra með Iest í tólf klukkutíma, og þá voru Seyð isfjarðarferðir ekki nein steikar- gleði. ,Á Fjarðarheiði sáum við hræ af snjóbíl, sem Svani hafði verið gef- ið, en hann gaf það aftur Vil- hjálmi, syni sínum, og tók mynd af honum við stýrið. Þetta var mjög skemmtileg ferð, og fórum við aftur í Eiða um nóttina. Dag- inn eftir ók Svanur okkur til Borgarfjarðar, hins fyrirheitna lands Vilhjálms, sem farinn er að lykta af steinum. Um Borgarfjörð mun ég lítið fcda að þessu sinni, enda hef ég oft gert það áður. Viðreisnin virð- ist vera að komast þar á hátind og ekkert að gera á neinu sviði. Sæmilegur afli var þar þó, en hag- fræðin hafði mælt svo fyrir, að fiskur undir tólf þumlungum skyldi forboðinn. Um næstu helgi á eftir kom svo ný dagskipun, og var þá fiskur sá, sem Jón Hregg- viðsson kallaði á stærð við hross- skökul, bannfærður og eins þótt meiri stærðar væri. Aldrei þessu vant færði ég Aust firðingum, og þá ekki sízt Borg- firðingum, gott veíjur. Áður hef ég oftast komið þangað með norð- austanátt, sem er illrar ættar. Frétzt hafði, að.ég væri á leiðinni og kvöld eitt hafði farið að brydda á þokuslæðingi: „Átti ég ekki á von,“ sagði þá einhver — „norðaustrið, Halldór kemur með þann þokka að vanda.“ En þetta rættist ekki sem betur fór, heldur var hitinn tuttugu og tvö og tuttugu og þrjú stig þá daga, sem ég dvaldist á Borgar- firði. Maður heyrði grasið spretta. Sjálfsagt hefur þó verið kal þarna, en um það spurði ég lítið. Svili minn býr á Hvannstóði, innsta bæ í firðinum, og þar sást varla stingandi strá á ræktaðri jörð. Þó var sá hugur í honum og sonum hans, að þeir höfðu nokkra hektara í sáningu. Hvannstóðsmenn eru, ásamt öðr um, að leggja undir sig Loðmund- arfjörð, og ætla að hafa þar fé á fóðrum í vetur. Gras grær enn, þar sem guð er einn um jarðræktina. Sá viðburður varð á meðan ég var í Borgarfirði, að dýrindisgrjóti var stolið frá vini mínum, Þórði hreppstjóra. Hann hafði farið til Húsavíkur með syni sínum og tengdadóttur. Þau höfðu tínt þessa steina á leiðinni og skilið þá eftir hjá vörðu. En er þau komu aftur frá Húsavík, var hver einasti steinn horfinn. Spaugilegast var, að um kvöldið fékk Þórður kveðju frá aðkomumanni, er talið var, að hefði verið þarna á ferð. Enginn gat þó leitt að því rök, að hann hefði valdið grjóthvarfinu. Þetta sýnir, hve grjót er farið að ganga í augun á fólki. Undanfarin tvö ár hefur verið örtröð af fólki, sem leitað hefur til Borgarfjarðar, bæði til þess að sjá fegurð hans og leita steina. Sumir Borgfirðingar hafa bæði í gamni og alvöru viljað kenna mér Framhald á 910. síSu 'ÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.