Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 14
Húsavík, þar sem vísnaskáldið Egill Jónasson hefur átt heima öll sín manndómsár. Yndisfegurðar augað naut eftir þá miklu gestaþraut, rétt eins og fugl með fjaðra- skraut er forsetahliðin á Vetrarbraut. — Þú minntist þarna áðan á Helga Hálfdánarson. Var það ekki hann, sem gaf þér orðabók Sig- fúsar Blöndals í afmælisgjöf og skrifaði á: Þetta roð mun þeim í kjafti þunnur aukabiti, sem í angist orðlaus gapti aldrei, svo menn viti — Jú, en þetta er ofsagt hjá þeim mæta manni. Stundum lok- ast alveg fyrir, og ég get ekki með nokkru móti gert vísu. Eins og ég sagði við manninn, sem kaLl- aði vísur mínar Egilsdætur: Oftast reyni, ef ég má annarra kvabbi að sinna, en ráð ég hefi engin á, ástum dætra minna. — Jæja, en hvernig var það, þegar þú ætlaðir að heilsa arki- tektinum og hantí tók ekki undir? — Það var víst svona: Enga fékk ég undirtekt, á því mína skoðun byggði, að arkitekt með eftirtekt, sé afar sjaldgæft fyrirbrigði. — Þér hefur aldrei dottið í hug að gefa út bók? — Nei, ég held ekki. Þetta eru dægurflugur, sem ég lofa að flögra og ætlast til, að þær detti niður dauðar eftir skamma stund. Nú, sé þeim lífvænt, þá lifa þær hjálparlaust. Ég hef fjarska gaman af ljóð- um, en ég finn, hvað skilur hag- yrðinga og skáld. Skáldin, þau skapa nýjan heim með ímyndun- araflj sínu. Þau heyra, hvað bár- urnar hjala við fjörusteina, gola hvíslar i laufi og fugl kvakar á grein. Skáldsýn þeirra er oft sett fram af slíkum einfaldleik, að eft- ir á botnar maður ekkert í því, að manni skuli aldrei hafa dottið þetta í hug sjálfum. En við hagvrðingar gerum að yrkisefni það, sem fyrir augu ber í raunverulegu lífi. Það þarf ekki að vera merkilegra en maður að aka hjólbörum á undan okkur á götunni. Eða hvert annað atvik. Þetta er bara glens og grín og vitleysa. — En skopskyn hafa ekki allir. — Nei, en mér finnst gott, það sem Örn Arnarson segir: Er það ekki mesta gæfa manns, að niilda skopi slys og þraut- ir unnar, að finna kímni í kröfum skap- arans og kankvist bros í augum ti\- verunnar, Háðið er oft manns eina vopn, / hvort sem er gegn mönnum eða meinlegum örlögum. Ég gæti sagt sem dæmi, að eitt sinn var ég lagður inn á Landa- kotsspítala, og hélt mig ekki al- varlega sjúkan. En þegar læknir hefur athugað mig, segir hann að ég sé með sykursýki Þetta er nokkuð langt síðan, meira að segia á dögum sykurskömmtunar og lvd við þessum sjúkdómi ekki kunn. Mér þóttu tíðindin slæm. Nóttin* eftir hrökk ég upp við, að nunm hagræddi sængurklæðum mínum. Nú sóttu að mér áhyggjur, og ég varð andvaka. Til að hugga sjálf an mig, kvað ég: Nú er ég loksins sagður vera sætur, svo að fljóðin girnast á mér kroppinn, en andvara ég á mér hef um nætur, ég er að verða hræddur um sykurtoppinn. Þegar ég var krakki, var syku; alltaf fluttur inn í heilum topp- um, sem svo þurfti að skipta með sykurtöng. Það rættist betur úr veikindum mínum en á horfðist. Læknirinn á Húsavík gaf konu minni strang- / 902 liHIINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.