Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 15
ar reglur um, hvernig hún skyldi fæða mig, og hlýddi hún þeim í hvívetna, eins og hennar var von og vísa, enda lagði sjúkdómurinn á flótta. En ekki var þrautalaust að neita sér um gómsæta, for- boðna rétti, og erfiðust var slátur- tíðin: Af mér tálgast hold og há, hoil þó séu lyfin, inn í gegnum úlpu má, í mér telja rifin. Andlitið er ekki neitt, innfallið og magurt, nefið stendur út úr eitt, ekki er snjáidrið fagurt. Lengi var það lífs míns þrá, — lokið er nú henni — að ég mætti falla frá sem fallegt gamalmenni. Konan burt mér bægir írá búrsins ráðasvæði, ekki má, og ekki má, eru hennar gæði. Kringum munninn orðinn er ekkert nema festa en bringukolia, brauð og smér, ber hún á milli gesta, blómmóðir bezta. Þó mér finnist þetta kalt, það er kannske af vana, að þrátt fyrir allt og þrátt fyrir allt, þykir mér vænt um hana. Þegar hún svo hlý og góð, hnútur strýkur mínar, gerir enn mitt gamla blóð grænar hosur sínar Og nú segi ég ekki meira. Ég hef ekki verið sérlega heilsu- góður um dagana og ekki hef ég kömizt í tignarstöður, aldrei verið kjörinn svo mikið sem hunda- hreinsari og ekki vaðið í pening- um, það var fyrst, þegar ég fékk elMstyrk, að ég gat keypt sjÉf- virka þvottavél handa konunni minni! Ep ég hef séð eitthvað skoplegt við flesta hluti alveg frá því ég var krakki.“ Og sá, sem er þeim eiginleika búinn, að geta ort fyndnar fer- skeytlur, verður aldrei ráðlaus Ekki einu sinni í þeirri búmanns- raun, sem flestir þekkja, að fá jólakort á aðfangadag og^ konan segir: „Ó, við gleymdum að senda þessum. og öll kort búm!“ Þá skrifar Egill á pappaspjald: Vantar umslag, vantar kort, vont er í slíku að lenda, en alltaf má þó upp á sport eina vísukenda. Inga. Bókmenntaspjall — Framhald af 899. síðu. Eitt er það, sem ekki má gleym- ast, þegar skáldskap Þorsteins ber á góma: Húmorinn. Fyndnin. Þessi ágæti eiginleiki er einna augljós- astur í tveimur seinustu bókum hans, en er þó miklu víðar á ferð- inni, ef að er gáð. Einhvern veginn hefur mér alltaf fundizt, að kvæð- ið urn ölduna hljóti að 'vera dul- búin ástarsaga. Að aldan, sem kom svífandi utan sundið, sé reyndar eða hafi verið, ung og glaðbeitt stúlka og að dr^ngurinn, sem stóð í flæðarmálinu „seltugrár, fölur og fár“, sé piparkarl, sem allt í einu varð fyrir þessari óvæntu á- rás — og beið ósigur. Enda hafði hann „. . . aldrei fundið/á ein- manans ævi/jafn undarlega til . .“ Það skal fúslega játað, að mig brestur með öllu heimildir um raunverulegt tilefni þessa kvæðis. Hér er því ekki um annað að ræða, en ágizkun mína sem ef til vill er alröng, en að minnsta kosti ekki ólíklegri en hver önnur. Þegar Limrur Þorsteins komu út árið 1965, vissi íslenzkur almenn ingur víst harla lítið, hvað limra er. Nú vitum við betur. Þorsteinn hefur í formála bókarinnar frætt okkur um það, að hér er á ferð- inni margra alda, gamalt .bók- menntaform, upprunnið á Bret- landseyjum. Þar er fyrsta limru- kverið prentað árið 1821, en hér á landi hefur lítið verið ort með þessum hætti. Þó má geta þess, að einn gamansamur prestur austur við Lagarfljót yrkir eina limru einhvern tíma snemma á átjándu öld, svo sem eins og hundrað ár- um fyrir daga Jónasar Hallgríms- sónar. Limran hans séra Gríms er löngu orðin landfleyg. Hún byrjar svona: Undarlegur var andskotinn, er hann fór í svínstötrin. . . Og nú færir Þorsteinn okkur þetta gamla og fagra ljóðform i 111 blaðsíðna bók, þar sem hann eykur einnig við nýjum tilbrigð- um. Hann segir svo í formála: „Ó- bein skuld við enskar limrur verð- ur mér hins vegar seingoldin. Hef ég einkum reynt að grynna á henni með því að sýna fram á, að óþarft sé að yrkja þennan fimmtarhátt með einstrengingslegri fábreytni. Afbrigði eru nærtæk og mega að ósekju verða fjarskyld, ef betur hentar ákveðnu efni“, Hér er Þor- steinn einmitt réttur maður á rétt- urn stað, þegar hann er farinn að endurlífga gamalt form með sinni þrotlausu hugkvæmni. Ég get ekki stillt mig um að setja hér, sem sýnishorn, eina limruna hans: Hún heitir Bautasteinninn: Þeir létu'ei hans letraða bjarg á hans leiði — ef þvílíkt farg yrði upprisutálmi. — Að sungnum sálmi var það sett o‘ná kellingarvarg! Það mun varla vera á margra vitorði, að hér er skáldið að færa í letur sanna sögu, og meira að segja ekki eldri en frá því laust fyrir miðja nítjándu öld. Svo mjag höfðu menn tekið alvarlegar allar fullyrðingarnar um upprisu holds- ins. Áður en ég skilst við limrurn- ar, langar mig að skjóta einu að lesendum: Limruna um háblástur- inn (á bls. 85), ætti hver einasti íslenzkukennari að kunna ut í hörg ul. Þar dugir ekkert minna. Auðvitað væri fjarstæða að halda þvi fram, að Þorsteinn yrki alltaf jafn vel. Það gerir enginn maður. Til dæmis hef ég aldrei getað sætt mig við sumar tilraun- ir han.s með stíl og hrynjandi, en að vísu getur það eins verið þjálf- unarleysi lesandans um að kenna. Þorsteinn hefur á einum stað vikið að því fólki í samtíð okkar, sem hvorki nýtur gleðinnar í veizlusölunum né hvíldar á silki- dýnum, af því það týndi lækjunum úr lífi sínu. Þann missi geta menn, að svo miklu leyti sem hægt er, bætt sér upp með því að lesa Ijóð hans sjálfs. Hver sá maður, sem les ljóð Þorsteins Valdimarssonar með ssemilega opnum huga, getur fund- ið þar aftur land sitt og sveit sína, slnn bæjarlæk. T 1 M 1 N N — SUNNIJDAGSBLAÐ 903

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.