Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 19
Vísnaspjall Gamla í þessum þáttum hefur talið stundum borizt að stökunni og þjóðinni, enda samleið íslend- inga og vísunnar í einhverri mynd nokkurn veginn eins löng og byggð í landinu. Einn af okkar orðsnjöllu mönnum, séra Sigurður Einars- son, batt þessa reynslu kynslóð- anna í hendingar: Oft á stundum unaðar yngdist lundin forðum, þegar á fundum vina var vísa bundin orðum. Kuldabál þótt biti láð, bryddi álinn gaddi, stuðlamáiið, stælt og fáð, styrkti sál og gladdi. Tvenn sjónarmið ber á góma í þessari vísu hans. Sannfærður er ég um, að í seinni hlutanum er sannleikurinn fólginn: Óðinn þver, sem áður bar yfir beran dalinn. En ei munu verin orðlistar öll i frera kalin. Þrátt fyrir allar framfarir og ágæti tækninnar, vitum við, að framundan er baráttan við myrkrið og kuldann: Yfir fölva fold og höf feigðarbyljir hvina. Haust og vetur, helja og gröf, heimta inn skatta sína. En misjafnlega fer haust og vetur að mönnum. Mild og ljúf er hún, þessi haustvisa Bjarna Ásgeirssonar, gerð er hann kom út eitt fagurt haustkvöld á Reykjum: Andar köldu á rós og reyr. Reykur í öldum svífur. Alltaf kvöldar meir og meir. Myrkur völdin þrífur. Guðmundur G. Hagalín veit ofboð vel, að veturinn sigrar ekki allt: Þó að vetur klakaklóm kreisti blöð á meiðum, verður alltaf eitthvert blóm eftir á þínum leiðum. En veturinn herðir tökin og okkur getur fundizt alveg það sama og Þóroddj frá Sandi í þessari sléttubandavísu: Kyljur allar þreyta þrótt, þyrlast mjallarlokkur. Liljur vallar fölna fljótt. Feigðin kallar okkur. Þó læðist feigðin og beygur- inn enn þá nær okkur í þess- ari vísu, sem mig minnir, að sé ættuð frá Theódóru: Hleður snjá um holt og börð Hel er þá á veiðum. Verður smá um veglaus skörð vörnin á þeim leiðum. En því skyldum við ekki reyna að harka af okkur og leita hlýjunnar þar, sem hana er helzt að finna: Úti hamast hríðin köld. hrafnar undan flýja. En við rifjum upp í kvöld ástardrauma hlýja. Hér ætti nú auðvitað að segja amen eftir efninu, að góðra presta sið. En þvi miður, þess- ari vísu fylgir svar: Fyrri daga draumafjöld dimmu er skýi vafin, ástar vorrar yndisgjöld öll eru löngu grafin. Er ekki að undra, þótt þess- ar síðustu séu ofurlítið beiskar á bragðið, þar sem þær eru ortar í orðastað Natans Ketils- sonar og Skálda-Rósu, sennilega af Halldóri Friðjónssyni, sem þýddi leikritið „Dauði Natans Ketilssonar". Vonum svo, að sem fæstar hitaveitur þrjóti. Mun það og mála sannast, að ekki verður hlýtt á íslandi, þeg- ar síðasta stakan frýs á vörum þjóðarinnar. Annars verður þessi þáttur víst mest um kvöld og kulda þótt ég kunni kannski að luma á einhverjum gömlum ráðum til hlýinda. Séra Björn Halldórsson komst einu sinni þannig að orði meðan hann beið dagrenning- ar: ' Verður þér myrkum á vegi vesturför óyndisleg. Kvíðir þú komandi degi, kolbrýnda nótt — eins og ég? 7. þáttur En bezt gæti ég trúað, að mörgum dytti í hug, að minnsta kosti þeim, sem ekki búa á hita- veitusvæðum, þetta gamla þjóð- ráð: Frost og kuidi mæðir mig, mold og keldur frjósa. Betra er að bæla sig við brjóstin á þér, Rósa. Já, hlífðarflíkurnar, fjúkúlp- ur hétu þær í gamla daga, geta líka orðið að yrkisefni, eins og kemur fram í þessari snotur- legu tvíræðu vísu Sigurbjörns Stefánssonar: Blés um kempur kaldur blær, kollanna blöktu hærur. Höfðu í notkun tungur tvær, og tvennar sauðargærur. T I M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ / 907

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.