Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 8
bnottlfhitnings þótti ekki annað (kioma til mála en ég gerði það inni í skemmu. Ekki var heldur orðuð greiðsla fyrir trékassa, nagla og annað, sem mig vanhagaði um. Afgreiðslumaðurinn kom meira að segja og fór að hjálpa mér við kassasmíði. Það er öðrum þræði leiðinlegt að fá ekki að borga það, sem gert er fyrir mann, en þó að Ihinu leytinu harla ánægjulegt að íhitta fyirir fólk, sem ekki sér tilver- una alla innilukta í buddu sinni. Peninga ber að virða að vissu marki, en varast skyldu menn að skipa hinum gula gjaldmiðli, sem nú virðast æra mannkindina og rugga jarðkringlunni, ofar mann- gildi og lífsyndi. Seinni daginn á Djúpavogi datt mér í hug að skreppa inn að Urð- arteigi, því að þar hafði ég heyrt getið um skemmtilegt grjót; Við Guðmundur þutum þangað. Á leið inni mættum við tveim bændum iþaðan, en þrír held ég, að þeir séu, sem þar búa. Ég nafngreindi mig og tók þá tali. Sá hét Skúli, sem aðailega varð fyrir svörum. „Ert þú Halldór, sem kenndur er við grjót?“ spurði hann. „Þáð getur svo sem verið,“ svar- aði ég, „og nú langar mig til þess að fá leyfi ykkar til þess að svipast um hjá ykkur litla stund, því áð héðan hef ég fréttir af grjóti.“ Ég sá stríðnisglampa í andliti Skúla og hafði gaman af. „Mér þykir gott að tala við menn, sem geta tekið glettni og beitt henni sjálfir,“ sagði ég. Tali okkar lauk með mestu vin- semd, og fjallganga var mér heim- il. Þegar að Urðarteigi kom, var Helgi bóndi að leggja af stað í smalamennsku, því að nú skyldi losa féð við ullina. Hann tók mér hið bezt-a og sagðist hefði farið með mér, ef ekki hefði staðið svona á. Gaf mér síðan smástein af teg- und, sem ég átti ekki. En hann gerði meira: Hann lánaði mér tvo drengi, sem gerðust fylgdarmenn mínir. Ekki leizt mér þessi jörð bú- sældarleg, og standa víða steinar í túni og skammt á mil'li. Þetta mun þó vera góð sauðjörð, og kann- ski er ræktað land einhvers stað- ar fjær bænum. Þarna eru víst líka stundaðar bæði selveiðar og fiskveiðar. Nú hófst gangan í fjallið, og varð mér þungur fóturinn. Ferð- inni lauk fljótt, því að sýnilegt var, að allt, sem ég kalla grjót, hafði verið tínt þarna í nánd. Aftur á móti leizt mér ekki á að hefja. göngu út í bláinn yfir kletta og klungur og sneri því heim. Guð- mundur hafði farið strax til baka og ætlaði að sækja mig klukkan hálf-sjö. Þegar heim kom, fór ég niður í fjöru og fann þar hárauða bagga- lúta. Það þótti mér betra en ekki neitt. Að svo búnu sneri ég heim á hlað. Þar var dálítið af sæmilegu grjóti, svo að ég spurði strákana, hvort ég gæti ekki fengið eitthvað af því beypt. Þeir tóku vel í pað, en sögðu, að mamma sín ætti sumt af því. Ég náði þá tali af henni, og sýndi hún mér marga gullfallega steina, svo að ekki var að efa, að grjót var til í þvisa landi. Ekiki ágirntist ég heimilis- grjótið, en frúin sagði, að ég mætti fá af því, sem var á hlaðinu. Ekki vildi hún verðleggja það, sagðist enda aMrei hafa selt grjót. Ég tók þá til nokkra áteina og lagði á þá verð, sex hundruð krónur, og sýnd nst bæði una því vel. Nú vair konan að fara á réttina, en bauð mér að biða inni. Þegar inn kom, sá ég, að þar var fyrir T 1 M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.