Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 3
Fjallrefnum íslenzka hafa hlotnazt mörg nöfn: Refur, tófa, tæfa, melrakki, lágfóta, dratthall, skaufhali, skolii, dýr, keila, grenlægja. f nágrannalöndum okkar er rauörefur- inn, og honum eru oft kærari hænsnabúin en sú bráð, sem leita verður uppi meS ærinni fyrirhöfn á mörkum úti. Alls staSar eru sögur sagSar um kænsku refsins og greind. Það á sér sín rök, að taiað er um bragðarefl. Svo er til dæmis sagt, að refur á flótta undan hund- unum á hálum ísl, grípi stundum til þess ráSs að nema snögglega staðar. Hundarnir renna á ísnum og geta ekki stöðvað sig. «0 gS - Sumir segja, að stundum þykist ref- ur, sem sér sitt óvænna, vera dauð- ur. Líklegra er þó, að slíkum refi hafi orðið svo hverft við skot, að hann hafi steypzt niður. Lost, getum við kallað það. Þegar hann raknar við, flýr hann óðar sem vonlegf ér, ef þess er kostur. En eftir stendur veiðimaðurinn, sem þótt- ist hafa fellt skolla, furðu lostinn' yfir brellum hans. Hlustir refsins eru þarflegt þing og heyrnin frábær. Hann greinir tíst í mús í fimmtíu metra fjarlægð. Það kemur honum vei, því hann frfir mjög á skógarmúsum og haga- músum. Margir snjailir veiðimenn geta hermt svo eftir refum, að þeir láta blekkjast. Þekr kalla þá til sín. Aðrir hafa leikið það að tísta eins og mús. Stundum tekur refurinn undir sig undarleg stökk úti i haganum. Þá er hann að elta uppi mýs eða litil nagdýr. Að fuglum og annarri slíkri bráð læðisf hann. Á vormorgnum leika yrðlingarnir sér dátt við grenismunnana: Fljúg- ast á, elta á sér skoftið og þeytast á eftir fiðrildum. Það er þeim nauð synleg æfing. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 891

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.