Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 7
steinum. Nú var ég ekki rétt vel á mig kominn, og datt mér í hug, sem stendur í Lallabrag: „Hefði nú aðeins höfuðið viljað horfa rétt“. Þar með vék ég frá mér skriðunni, enda gaf Hjörtur mér grjót úr henni. Þegar á daginn leið, fór ég að hugsa til ferðar, því að mjólkur- bíll átti að fara á Djúpavog um kvöldið. Mig langaði til þess að dveljast þarna lengur, en ég var bundinn áætlunarbíl, sem fór af Djúpavogi í Egilsstaði. Fólkið 'sagði, að alltaf væru bílferðir, en ég þorði ekki að treysta á það. Raunar vissi ég, að mér myndi verða komið á Djúpavog, en því vildi ég ekki sæta, því að ég vissi, að ekki yrði greiðsla þegin. Um kvöldið kom svo mjólkuj'bílstjór- inn, ágætur maður af Múlaætt- inni, og fíutti mig á ákvörðunar •stað. Á Djúpavogi er gisting föl á sumrin, ferðamönnum til mikilla þæginda. Þar er og selt grjót, svo að ferðamenn geta keypt sér steina til minja. Engan þekkti ég á Djúpavogi, svo að ég vissi, en á meðan ég var á Geithellnum komu þangað í kynnisför Helga, dóttir Einars bónda, og maður hennar, Guð- mundur Magnússon, sem er for- •stjóri síldarbræðslunnar á Djúpa- vogi. Áður en ég fór frá Geithelln- um buðu þau mér að líta heim til sín. Djúpivogur e,r heillandi staður með öllum sínum klettum og kynjamyndum, sem í þeim eru. Allar sýndust mér þar vættir góð- kynjaðar, og það held ég hafi ver- ið hreinn óþarfi af Stefáni Jóns- syni fréttamanni, að hlaupa á milli Djúpavogs og Teigarhorns á þrem faðirvorum. Svo stóð á bílferðum, að ég fékk rúma tvo daga til umráða á Djúpavogi, og þá daga varð ég að nota vel. Að Teigarhorni varð ég að komast til þess að líta á stað- inn, fólkið og nýfundinn stein. — Nú er loks búið að friða Teigar- horn, og er það vel, þótt seint væri við brugðið. Ég beindi nú ferð minni heim til Helgu og Guðmundar, því að við þau vildi ég ræða skipulags- mál mín og svo þiggja mat, sem þau buðu mér í. Þau búa þar, sem heitir á Borg. Það er, að ég held, fegursti staðurinn á Djúpavogi. Húsið er við sérkennilega kletta- borg, sem heillaði mig svo við fyrstu sýn, að ég fór að skoða hana, áður en ég gerði vart við mig. Steinkona mikil stendur á miðjum borgarveggnum og skyggn ist vítt um. Smáfólk dreif þarna að og fór að segja mér ’af litlum • fuglum, sem orpið höfðu í vegg- sprungum borgarinnar. Ég sagði því aftur sögu, af álfunum, sem byggju í borginni, og þar ættu kannski heima lítil huldubörn, sem stundum brygðu sér í leik með mennskum börnum, án þess að þau vissu. „Fáum við þá aldrei að sjá þau?“ var spurt. „Það er ekki gott að segja,“ svar aði ég. „En ef þið villist í þoku eða kafaldi, þá koma þau út í dyrn ar og lýsa ykkur heim með kerta- Ijósunum sínum.“ Ég neytti nú mikils og góðs dagverðar og fór síðan að spyrja Guðmund um bílakost í þorpinu. Þar voru engir leigubílar, „en það verða engin vandræði,“ sagði Guð- mundur, „að sýna þér umhverfið, því að ég á bíl.“ Þá var það útrætt. Síðan skrupp um við að Teigarhorni. Þar feng- um við að líta á stejn þann, er ný- fundinn var og líkast til er meðal fegurstu steina, er hér hafa kom- ið í leitirnar — kannski fallegast- ur allra. Lítið gagnar að lýsa þeirri gersemi. En oft vaknaði ég nóttina eftir, og alltaf stóð hann mér jafnskýrt fyrir hugskotssjón- um. Kannski er synd að virða svona gripi til fjár, en vart verð- ur getið til um það, hve mikiö fengist fyrir hann á frjálsum markaði. Talað var um, að nátt- úrugripasafnið ætti að fá hann, en kannski væri hann bezt kominn á Teigarhorni. Náttúrugripasafnið hefur lengi verið hornreka í nið- urlægingu, hvað sem veldur, og aldrei mátt gera neitt fyrir það. Greiðsla fyrir náttúrugripi, ef nokkrar hafa verið, eflaust smán ein. Til þess háttar eru aldrei til neinir peningar, þótt ekki skorti fé í veizlur og tildurmennsku og annan hégóma. Þetta er ekki ný saga; Margar fornmenjar glötuð- ust, allt fram á daga okkar, vegna þess að aldrei mátti láta fáeinar krónur af hendi rakna til þeirra, er þær höfðu undir höndum. í ungdæmi mínu fundust dýrindis- nælur, sem komu í Ijós, þegar upp blés fomt kuml, en þær töpuðust af þess konar orsökum, utan hin fræga næla, sem komst 1 safn Andrésar í Ásbúð í Hafnarfirði. Hún lenti í höndum ónefnds manns, kannski ekki eftir sem réttastri boðleið, og varð það þó að happi. Mér var boðið til stofu á Teigar- horni, enda fer ég þar aldrei svo um, að ég heilsi ekki upp á hina merku, geðfelldu konu, frú Hans- ínu. Hún er nú mjög við aldur. enda sagðist hún ekki lengur geta treyst minni sínu sem áður. Ég sagði, að værum við ögn yngri og ekki út af eins mörg fjöll á milli okkar, hefði mig langað til þess að skrifa sögu Teigarhorns. Þarna voru dætur hennar í sumarleyfi með börn sín, himinglöð yfir stein- um, sem þau voru búin að eign- ast. Hansína gaf mér líka mjög fallegan stein, sem ég vildi þó helzt ekki taka við. Gjafir eru góð- ar og fagur vottur vinsemdar, en stundum eygir maður ekki ráð til þess að endurgjalda þær að neinu. En dóttir hennar tók af skarið: „Það kemur nú ekki annað til mála en þú þiggir stein, sem hún mamma vill gefa þér.“ Að Teigarhorni býr Kristján, sonur Hansínu, einstakt ljúfmenni. Nú var hringt að Framnesi, næsta bæ, því að þar var til jeppi. Innan stundar kom Eyjólfur í jeppa sínum, og urðum við báðir glaðir, er við hittumst. Þannig var mál með vexti, að fyrir mörgum árum rak mig í strand á Strýtu, og var hvergi ökutæki að fá. Loks náðist í Eyjólf, og kom hann mér til Álftafjarðar og tók allt of lít- inn fyrir ómak sitt, að minni hyggju. „Eitthvað ertu með í pokanum enriþá“, sagði hann. „Þyngdin seg- ir til sín. Þú varst nú samt með meira síðast.“ „Ég er farinn að linast við grjót burðinn,“ svaraði ég hógvær. „En söm er girndin.“ Ekkert vildi Eyjólfur af mér þiggja fyrir þessa ferð, — sagðist hafa þurft að fara út eftir hvort eð var. Ég get ekki látið vera að vekja athygli á því, að ég hef tvisvar kom ið til Djúpavogs og mætt þar meiri greiðvikni en almennt gerist, þeg- ar bráðókunnugt fólk á í hlut. Meira að segja ekki fengið að borga það, sem fyrir er tekið á öðrum stöðum og þykir sjálfsagt. Þegar ég fór að búa um grjót mitt til TfMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 895

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.