Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 6
um að aka mér þangað alla leið heim á hlað. Ég hafði fyrir nokkr- um árum kynnzt þeim prýðilegu . mönnum, Karli Jónssyni og Rögn- valdi, syni hans, og talið þá vini mína síðan. Nú var Karl horfinn • sýnum, en sjálfsagt stendur góð- ur hugur hans enn vörð um heim- ilið. Ekkeit skorti á góðar viðtökur, og þegar kaffi hafði verið drukk- '.ið, fór Rögnvaldur með mér út, ásamt tveim ungum heimasætum, til að sýna mér steina. Rögnvald- ur er galdramaður að finna fágæta steina og hefur glöggt apga fyrir • öllum litbrigðum þeirra. Það geng ur undrum næst, hvað hann hefur borið af grjóti í fjárleitum innan af öræfum. Dætur hans voru upp- tendráðar af áhuga og ljómuðu allar, þegar þær voru að sýna mér fallega steina. Grjótinu hafa þau feðginin raðað í klettaborg ofan við bæinn og í sólskini sindrar og ljómar þetta líkt og gömlu ævin- týrin hefðu breytzt í veruleika. Svona getur íslenzka grjótið breytt útlitinu, bæði utan húss og innan. Eftir sýningu ætlaði ég að fara að hugsa til ferðar. En þá segir Rögnvaldur allt í einu: „Kannski við skreppum hérna inn fyrir, ef vera kynni, að við sæjum eitthvað steinakyns“. ' Efti-r hálftíma akstur fór sam- vizka mín að ókyrrast, og hefur hún þó frekar hægt um sig. Mér fannst sem sé þessi fyrirhöfn ekki ná neinni átt. Svo leið, held ég, annar hálftími, og þá var num- ið staðar. Þarna voru sk-riður, og þar fyr- ir ofan blöstu við gil, sjálfsagt byggð be-rgþursum, sem héldu fast um krystall si-nn og marmara. Þó hrífa náttúruöfl þess konar oft úr höndum þeirra í vorleysingum. Og það, sem Rögnvaldur ge-tur klifið til, þýðir gil-búa ekki að ætla sér að halda. Dætur Rögnvalds höfðu farið úr bílnum utar, því að þar áttu þær einhverjar eftirlegukind- ur. Við lögðum nú af stað upp i skriðuna. Ég fór þó stutt, því að þannig stóð á með höfuðið, að ég vildi ekki reyna á mig. Ég er að hlífa þessu hjálmtötri, ef vera kyn-ni, að ég gæti enn valdið ein- hverju hneyksli. — Rögnvaldur var þegar horfinn á vit vættanna í gilinu. Ég gekk svo um skriðu og fann þar ýmsa laglega steina, sem ég hugðist nota í mósaík, en Rögn- valdur kom aftur úr herförin-ni, klyfjaður grjóti, sem var sýnu stærra í sniðum en mitt. Þegar þar kom, er við höfðum skilið við heimasæturnar, hillti undir þær hátt uppi í skriðum. Fór Rögnvaldur á móti þeim, því að sýnilegt var, að þær mundu ekki tómhentar, enda rætti-st það. Kona Rögnvalds hafði verið las- in. Hún lá í rúminu þegar ég kom, en þegar við konum heim aftur, hafði hún klæðzt. Mér heyrðist á henni, þótt henni sé ekki aldu-r- inn að meini, að helzta ráðið við lasleika væri að láta hann rjátlast af sér. Þarna var svo framreiddur kvöldverður og spjallað um alla heima og geima. Því næst ætlaði Rögnvaldur að skreppa með mig að Geithelium. Heldur þóttu mér posar minir hafa þrútnað, er ég kom að bíln- um, og einn hafði bætzt við. Fyr- ir utan það, að mér var helgað grjótið, sem aflaðist í ferðin-ni, hafði Rögnvaldur aukið við, svo að þarna gáfust mér um hundrað pund. Svo skilaði hann mér að Geithellum. Ég hef dvalizt þar áður og fékk hinar beztu móttökur. Þó þótti mér skarð fy-rir skildi, því að Ein- ar bóndi var ekki heima, en hann er bæði greindur maður og við- ræðugóður. Samt fannst mér lík- ast því, að ég væri kominn heim til mín. Þar leið svo kvöldið við spjall og matartekju. Morguni-nn eftir vaknaði ég gal vaskur og hugði litils háttar á grjót, því að þarna hef ég alltaf gripið niður á ferðum mínum. En þá var komin rigning. Skammt frá Geithellum er stað- ur, sem heitir Tröllatjö-rn. Þar finnast stundum snotrir steinar. Jóhann, sonur Einars, ók mér þang að, og með mér fór Hjörtur, yngsti bróðirinn. Hann hefur grjótauga og á laglegt safn. Hjörtu-r hefur oft sent mér steina. Jóhann sagð- ist aftur á móti aldrei taka upp s-tein og lofaði allar góðar vættir fyrir að hafa ekki smitazt af okk- ur Hirti. Ekki stóð þó á því að greiða fy-rir mér. Mjög er fallegt við Tröllatjörn, en sá ljóður er á, að skessa ein skapstygg framdi þar seið fyrir ævalöngu og eyddi veiðinni í henni. En ekki fannst mér Vjörnin svo veiðileg, að ég trúi því, að kerl- ing ha-fi þurft að leggjast djúpt við seiðinn. Og lítil varð eftirtekj- an hjá okkur Hi-rti, en þó gaman af ferðinni. Þegar heim kom, var þokunni tekið að létta og rigningin að tregðast. Rétt fyrir ofan bæinp eru snarbrattar skriður, og þar hafði ég áður gengið og hugað að 894 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.