Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 5
Ijóni, sem hyggst veiða á auðveld- an hátt. Hryggurinn lætur orðið illa við grjótburði, og svo er ég eins og önnur sléttudýr: hef aldrei verið duglegur i fjöllum og bratt- lendi. En austrið veitti mér enga eirð, svo að ég skellti mér út á flugvöll með grjótpunginn góða frá Johnson, ásamt öðrum þarfa- þingum. Ég hef alltaf mikinn flutning, því að konan heldur ævinlega, að' eitthvað skorti á útbúnaðinn, enda hef ég aldrei orðið þess var, að mig vantaði neitt í þessum ferð- um, nema þá líkklæði, ef svo vildi til. Nú var ferðinni heitið til Horna- fjarðar og þaðan með fjörðum austur, þar sem helzt var von grjóts. Þegar út á flugvöll kom, fékk ég áhyggjur af dálítilli tösku með brothættu í og þorði ekki að hafa hana í farangri mínum. Sló ég því á það ráð að hafa töskuna með mér inn í vélina og biðja flug- freyjuna að láta hana standa á sín- um vegum til Hornafjarðar. Flug- freyjan, sem bæði var fríð og alúð- 'leg, tók þessu eins og sjálfsögðum hlut. Þegar svo gandreiðin sleppti jörðinni og rásaði út í himingeim- inn, stóð ég upp, og gekk til flug- freyjunnar. Þegar ég hafði kynnt mig að höfðingjasið, hóf ég máls á þessa leið: „Þú ert alltaf á hættusvæðinu, og mín væri ánægjan, ef þú vild- ir þiggja'af mér smástein, sem góð- ar dísir fylgja. En steins þessa verður þú að gæta vel og skilja hann aldrei við þig“. Flugfreyjan leit í gegnum stein- inn, brosti síðan fallega og þakk- aði mér gjöfina. Kannski hefur hún haldið, að ég væri eitthvað haltur á sinninu. En slíkum mönn- um fyrirgefst oft meira en öðrum. Við tókurn síðan tal um steina af þessari gerð og hvernig þeim yrði bezt komið fyrir í hringum eða umgerðum. Ég kvaðst alltaf hafa verið dálítið náttúrubarn, enda væri náttúra þessa heims töfrandi, en síðan ég ýtti á áttugt djúp, bætti ég við, verða mér nátt- úrusteinar einna hugleiknastir. Skröfuðum við síðan um ýmsa steina þess eðlis í þjóðsögum okk- ar. Grána gamla huldi sýn. Þó sá maður í kringum sig, þegar rennt var í hlað á Fagurhólsmýri. Þar sá ég djarfa fyrir klettabelti, auðsýni- lega álfaslóðum. En þarna varð áðeins síundartöf, og síðan var haldið til Hornafjarðar. Hornafjörður hefur lengi verið mitt draumaland, þegar mig lang- ar til að fara að grjóta. Þá sögn mynduðu Borgfirðingar af hug- kvæmni sinni. Aðrir eru þeir, sem kalla mig Steindór. Nú var ætlun mín að láta gamlan draum rætast að einhverju leyti. Mestar vonir batt ég við kaupfélagsstjórann, Ás- grím Halldórsson, sem er náfrændi minn. Ég vissi, að hann átti bæði bíl og hesta. Ég axlaði mín skinn undir eins og farangur minn kom úr flugvél- inni, og í sömu svifum rakst ég á mann, sem ók bíl inn í þorpið. Hann hét Björn Sigurðsson og ann- ast áætlunarferðir á milli Hafnar í Hornafirði og Egilsstaða. Björn, sem virtist taka á sig hvaða krók sem var fyrir farþeg- ana, ók mér heim til Ásgríms. Þar úti blast-i við hinn dramatíski jas- pís með öllum sínum litbrigðum. Jaspísinn og steinarnir í Teigar- horni eru að mínu áliti göfugustu steinategundir okkar, og vil ég ekki gera þar upp á milli. Ég barði að dyrum og lítil ung- maer kom fram. Ég spurði um Ás- grím, en hann var ekki heima. Þá var að snúa sér að frúnni, en hana hafði ég ekki fyrr séð. Ég sá, að frúin renndi augum yfir hinn mikla farangur minn, og kannski hefur hún ímyndað sér, að hér væri kominn einn af þeim mönnum, sem ferðast um landið með bækur, er varða eiga veginn til hæða. Þegar ég nafngreindi mig, kannaðist hún þó við mig. Það gera margir, en sjaldan hafa þeir þó heyrt nún getið að góðu. Slíkt skiptir mig engu, skrápurinn er harðari en svo. Áratugastapp í stjórnmálum og verklýðsmálum olli þvi, að mótherjar mínir þótt- úst hafa sannað á mig alla glæpi veraldar nema bein manndráp. Svo bættist grjóthróður rninn við, og hann kreistir fram úr fólki hlátur í- stórum gusum. Annars finnst mér lífi'ð miklu litlausara síðan hætt var að skamma mig og farið að hlæja að mér. Frúin sagði, að Ásgrímur væri úti í Öræfum að sækja ferða- menn og kæmi ekki heim fyrr en eftir tvo daga. Aðrir, sem ég þekkti, voru ekki heldur tagltæk- ir, því að þarna var hestamanna- mót, og allir þekkja þá skæðu hrossasótt, sem nú herjar þéttbýl- (ð og kvað g.anga næst steinsóiÆ-: ínni. Þetta var líka laugardagur,' og sólskinið og blíðan seiddi mann fólkið út í hina æðri náttúru. Sem sagt: „Þegar mest ég þurfti við, þá voru flestir hvergi“. En nú bauð blessuð frúin mér inn og fór að sýna mér steinasafn þeirra hjóna. Þar mátti líta marg- an gimstein, og jaspíslitirnir seytl- uðu inn í það, sem á huldumáli er kallað sál. Allt í einu mundi ég eftir því, að áætlunarferð aust ur á bóginn var einmitt á þessum degi og bílstjórinn rétt ófarinn. Hækkaði nú hagur Strympu, og var náð í bílstjórann í síma. Svo var bara að kveðja og þakka fyrir sig, en oftar kvaðst ég koma í þetta hús, annaðhvort lífs eða lið- inn. Ekki man ég, hvort ég bað að heilsa Ásgrími, enda er bezt að hafa ekki hátt um hann. Frystihús eigendur eru honum sem sé ákaf- lega reiðir vegna þess, að hann rekur ekki frystihúsið á Höfn með tapi. En eins og allir vita, er ekki unnt að auðgast í þessu Iandi nema með bullandi tapi. Og hafi menn svo tileinkað sér dálítið af banda- rískri siðmenningu, getur fingur- inn glingrað við gikkinn. Verst þótti mér að geta ekki hitt Einar í Hvalnesi, þann mikla. persónuleika. Nú borar hann eftir gulli, og kannski hittumst við á vegamótum gulls og grjóts. Nú var ekið úr hlaði og haldið sem leið liggur austur yfir Al-1 mannaskarð og í Lón. Mér hefur lengi staðið hugur til Lónsins og þeirra fögru steina, sem þar eru heimilisfastir, bæði í byggð og ör- æfum. í Hraunkoti kvað skraut- grjóti raðað í kletta nálægt bæn- um, svo að ljóma stafar á veg- inn, og hundrað punda ópall, er steinakonungur þessa bæjar. Allt þetta verð ég að skoða í huganum, því að þeir, sem lútá verða að áætlunarbílum, verða að kingja mörgum óskum óuppfyllt- um. Yfir Lónsheiði fengum við niða- þoku. Ég varaðist að Líta út, en yrði mér það á, var sem í Víti sæi, utan ylinn vantaði. Þó hló mér hugur í brjósti, er ég vissi, að Álftafjörður var fram undan. Þar á ég í einu hugtaki góðvini og grjótvini. Og þess var ekki langt áð bíða, að áfangastaðurinn Múli birtist. Ekki lét sá ágæti Björn sig muna T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 893

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.