Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 10.11.1968, Blaðsíða 17
Á beltilandinu á MyllugarSi viS Konungskeldu: Skozk Hálandanaut og skjöldóttur, józk- ur tarfur, jakuxar frá Tíbet og dráttaruxl af rómversku kyni. ið allskeinuhættur skógviði, er ekki var vaxinn í þá hæð, að vernd væri að. Auk vilitra dýra, sem þarna hafa verið vistuð, eru svo í Myllugarði gamlir. Kaupmannahafnarhestar, eins konar eftirlaunahestar, sem komnir eru á hvíldaraldur. Þeir höfðu gengið steinlögð stræti alla ævi sína, og góðir menn, sem töldu þá hafa unnið fyrir því að stíga á gróna jörð, beittu sér fyrir því, að einnig þeir rnættu njóta þessa stað- ar. Það er undravert, hve slíkir hestar lifna og hýrgast og fjörg- ast á ellilaununum. Svo mikla gleði hefur það veitt Svend Andersen að sjá þessa slitnu og stirðu hesta ganga þannig í endurnýjun lífdag- anna, að hann hefur látið þau boð út ganga, að nokkrir hestar skuli enn teknir á þetta sælubú dýra- garðsins, þótt vitaskuld séu því takmörk sett, hve margir geta ver- ið þar, án þess að það verði ann- arri starfsemi til hnekkis. í bígerð er að breyta allri land- areign Myllugarðs í mörk og haga við hæfi þeirra dýra, sem þangað er komið. Um heim allan eru nú dýrategundir, sem hanga á hor- riminni, að því komnar að farast, og er þviiíka sögu að segja um hinar ólíkustu skepnur — afríska naslhyrninga, antilópua'fbrigði ýms og Prewalski-hesta, svo að nokk- uð sé nefnt af handahófi. Prew- alski-hestarnir eru smávaxnir villi- hesta,r frá Asíu, og var þeim bjarg- að frá algerri tortímingu á sínum tíma með því að koma þeim í dýra- garðinn í Hamborg. Nú eru alls til sextíu til sjötíu slíkir hestar — fjórir þeirra í Kaupmannahöfn. Útlendingar hafa fram að þessu verið nokkuð vantrúaðir á þá hug- mynd að flytja fágæt dýr til Dan- merkur í því skyni að stofna þar uppeldisstöð. Veldur þar mestu ó- trú á, að loftslag og landshættir henti tegundum úr öðrum löndum og heimshlutum. Úr því verður þó reynslan að skera, og er sennileg- ast, að sumar tilraunir muni mis- takast, en aðrar lánast. Forstöðumenn dýragarðsins j Kaupmannahöfn eru brautryðjend- ur á þessu sviði. Þvílík tilraun hef- ur hvergi annars staðar verið gerð í heiminum. Auk þess hafa hinir framtakssömu og hugmyndariku forráðamenn þessa dýragarðs gert tilraun að öðru tagi: Flutt dýr landa á milli og reynt að fá þau til þess að tímgast úti í náttúrunni Einn gömlu eftlrlaunabestanna frá Kaupmannahöfn. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 90*

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.