Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 17.11.1968, Side 5
Lofts til 1723 var Erlendur Magn- ússon rektor, en Jón biskup Árna- son sagSi um hann, að hann gerði stúdentana „óduganlega11. Féll Er lendi ekki vel við biskup og háttu hans. Um Erlend er sagt að hann hafi verið „spaklyndur, frómur maður, fallega lærður og vel lát- inn af sínum læiweinum". Árið 1727 vígðist Loftur aðstoð arprestur til séra Þorsteins Odds- sonar í Holti undir Eyjafjöllum og bjó í Skála, en missti prestsskap fimmtánda júlí 1735 um stundar- sakir vegna ótímabærrar barneign- ar, með konu sinni þó. Kona Lofts var Guðbjörg Páls dóttir, bónda í Steinsmýri, Magn- ússonar, prests í Kálfholti, Páls- sonar. Móðir Guðbjargar var Ólöf Guðmundsdóttir frá Ossabæ, Gíslasonar, prests í Vatnsfirði, Ein arssonar. Guðbjörg var systir Ingi- bjargar, móður Páls prests í Vest- mannaeyjum, föður sóra Gríms á Helgafelli, er miklar sögur fóru af á sin-ni tíð. Er af þessu ljóst, að nokkurt prestablóð var í ætt Lofts. Þess er þó að geta, að Hann es Þorsteinsson teiur, að Guðbjörg, kona Loftis, hafi verið dóttir Páls Þorsteinssonar á Steinsmýri í Meðallandi: Ekki fara miklar sögur af Lofti sem aðstoðarpresti, en þó lenti hann í einkennilegu málavafstri. Eyvindur Jónsson duggusmiður var maður mikill fyrir sér og átti í útistöðum við höfðingja hins ver- aldlega og geistlega valds. Hann tók við umboði í Kirkjubæjar- klaustri 1730. Þar var þá sóknar- prestur Einar Hálfdanarson, lærð ur vel, en talinn sérvitur og óþjáll í skapi. Séra Einar var áhugasam- ur um forn fræði. Jóni biskupi Árnasyni var lítt gefið um fræða- grúsk séra Einars, sem kvæntur var systurdóttur biskups, og kall- aði það „andskotans sæði“. Fljótt bryddi á ýfingum með séra Einari og Eyvindi. Hafði klausturpresturinn haft tuttugu ríkisdali af klaustrinu í laun og fæði, en Eyvindur vildi ekki greiða nema átta ríkisdali, og ekki í pen- ingum. Fleiri urðu misklíðarefni Eyvind ar og prests, og klögumál gengu á víxl. Leið nú fram til tuttugasta og fyrsta febrúar 1734. Er prestur þá að yfirheyra sóknarbörnin í fræð- um Lúthers hinum minni. Sendi hann Eyvindi boð að boima út í ikirkju og svaxa út úr fræðunum sem aðrir, en þá var enn ven/ja, að prestar spurðu öll sóknarbörn sín yngri sem eldri. Eyvindi mun hafa þótt hann upp úr fþví vaxinn að svara „út úr“ kverinu hjá presti og fór hvergi. Mæltist hann til þess, að prestur veitti honum leyfi til að vera til altaris hjá öðrum presti en séra Einari. Þeirri bón var þverlega synjað. Hins vegar skyldi Eyvind ur búa sig undir opinberlega af- lausn fyrir vanrækslu á altaris- göngu og þverúð, er hann neitaði að fara með fræðin. En Eyvindur neitaði enn harðlega og leitaði til annarra presta, að þeir tækju hann til altaris. Þeir færðust undan því, þar til svo skipáðist að séra Loftur áðstoðarprestur Þorsteins Odds sonar, tók Eyvind til altaris vorið 1734. Var talið, að Eyvindur hefði mútað Nikulási sýslumanni Magn- ússyni, tengdasyni séra Þorsteins, þess að fá tengdaföður sinn til þessa verks. Gengu nú klögumál á Eyvind og séra Þorstein, en Eyvindur sakaði séra Einar meðal annars um það, áð hann hefði verið svo drukkinn við messu á páskadag 1731, að hann hefði „selt upp“ í prédikun- arstólinn. Hann hefði ritað á alt- arinu kæruskjal gegn sér og hann tæki í líksöngseyri kú, hest og hryssu af fátæklingum. Fyrra at riðið skýrði prestur svo, að hann hefði haft nábít og því spýtt ó- venjulega langt frá sér. Hitt sagði hann ósatt. Verða þessi mál ekki rakin frekar. Séra Þorsteinn tók Eyvind til alt arús aftur haustið 1734. En þrátt fyrir það sættust þeir séra Þor- steinn og Einar þetta sama haust. Líkaði biskupi það illa. Á héraðsprestastefnu í Holti snemima árs 1735 samdist svo, að séra Þorsteinn skyldi greiða eitt hundrað til fátækra presta ekkna og eitt hundrað í málskostnað, en sóra Loftur neitaði sáttum með öllu og var dæmdur til að greiða þrjátíu álnir til prestsekkna og eitt hundrað í málskostnað. Nikulás, sonur Eyvindar, kvænt- ist Valgerði dóttur séra Lofts, og segir nánar frá því síðar. Þá er séra Loftur tók við störf- um sálusorgara í Krosssókn í Land eyjum, varð ekki annars vart í fyrstu en vel færi á með honum og sóknairbömum. Harboe, er hér dvaldist 1741— 1745, guðskrisbni til haltJs ©g trausts, enda mun ekki hafa ver- ið vanþörf, gaf Lofti miður góðaa vitnisburð. Harboe stefndi til sín að Skálholti prestum úr Rangár- vailarprófaistsdæmi tólfta október 1744. Segir han-n í skýrslum sín- um Loft prest ólærðan, mjög á- gjiarnan og jafnvel okrara. Lær dóm Lofts hefur Harboe reynt sjálfur, en um hitt hlýtur liann áð hafa haft sögusagnir annarra, þó varla sóknarbarna. Meðhjálparar hans báru, að séra Loftur hafi hegðáð sér vel í lærdómi og lifn aði utan kixkju sem i-nnah, þa-r til h-ann veáktist, eða meðan honum var sjálfrátt. Ein prédikun er til eftir séra Loft. Hún er í Landsbókasafn-i (LBS. 36, 4to). Rithönd hans er á- ferðargóð og skýr og ef-ni ræðunn- ar í betra 1-agi að þeirra-r tíðar hætti. Séra Lofts er lofsamlega getið í- bréfi Finns offioialis Jónssonar til séra Ólafs Gísl-asonar, prófasts í Odda, síðar biskups. Han-n hafði áf einhverjum ástæðum ekki komið til prestastefnu, og féll Finni illa sú forsómun af jafnærukærum guðsmanni. Séra Ólafur var mann kostamaður og kennimaður ágæt-, ur. Ha-n-n v-ar hlédrægur, haf-naði biskupsem-bætti tvisv-ar, en 1-ét lo-ks tilleiðast vegna áskorana Ha-rboes að t-aka við embætti Skálholtsbisk- uos árið 1747. Bróf Finns Jónssonar officialis, síðar biskupis er svolátandi: „Til síra Ólafs Gí-slasonar 15. júlí 1744. Hans vele-hruve-rðugheita elsku- legt tilskrif af dato 7. hujus hefi ég meðtekið fyrir skilvísa afhend- in-g h-eiðurlegs síra Lopts Rafnkels- sonar, sem og þá peninga, er bréf inu áttu að fylgja, og he-fur prest- urin-n aptu-r meðte-kið kvi-ttering fyrir þá. H-vað viðvíkur yða-r nær- veru hér við réttin.n, þá get ég 'ei hrósað sklsemi yðar síðan ég á-tti nokkuð þar með, því í fyrra brá yður hér fyrir aðeins, en nú feing- um vér ei að sjá yður eður nokk- urn yðar vegna, og ei heldur for föll, hefu-r því rétturinn liðið stórt uppihald, og að vísu held ég yðar velehruverðugheit mundi ei for nægður vera, ef mæta ætti af öðr- um soddan hjáhliðrun eður for- sómun, því forakt við réttinn vil ég það ei nefna, hvað sem aðrir gera, og kann síra Loptur, sem þet-ta bref ber til yðar, ljósa-st frá þvi T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 915

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.