Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1968, Side 7
þótt hún gæti sjaldan farið ofan í sjálf. Birna grét, og María sagði: „Eg kem aftur“, þegar þær kvöddu fóstrumar í sveitinni í haust. Nú eru fimm ár síðan Styrktar- félagið eignaðist húsið í Mosfells- sveit og frá upphafi hafa forráða- menn félagsins ætlað sér að reka þar heimavistarskóla að vetr- inum, fyrir fötluð börn. Vonir standa til, að sú fyrirætlun kom- ist til framkvæmda eftir næstu ára mót, og vitað er um tíu eða fimm- tán börn, sem þann skóla mundu sækja. í nútímaþjóðfélagi er góð menntun þýðingarmikil fyrir þá, sem hraustir eru, lífsnauðsynleg fyrir fatlaða. Slíkur skóli yrði nýr áfangi í starfsemi félagsins. Annar áfangi er bygging nýrrar æfingastöðvar, sem nú er að hálfu leyti lokið, „enda allir sjóðir tóm- ir“ segir Jónína Guðmundsdóttir, forstöðukona. Hún ætlaði sér upphaflega að verða iþróttakennari. Á skólanum á Laugavatni heyrði hún Þorstein Einarsson flytja erindi um sjúkra- þjálfun lamaðra barna, og þar með urðu þáttaskil. Hún fór til Osló og lauk námi í þessari grein. Eitt ár hafði hún starfað hér heima, þegar mænuveikifaraldur brauzt út, 1956. Margir veiktust, sumir urðu aldrei jafngóðir. Styrktarfélagið, sem stofnað hafði verið fjórum árum áður, keypti í skyndi stórt hús við Sjafnargötu og setti þar upp æfingastöð fyrir þá, sem voru að berjast við veik- ina. Fyrstu mánuðina var stöðinni stýrt af dönskum kvenlækni, dr. Eskesen, en síðan tók Jónína við. Mænuveikin var kveðin niður, og starfssvið stöðvarinnar víkkaði. Verkefni skortir ekki. Síðastliðið sumar komu að jafnaði eitt hundr- að og tuttugu sjúklingar á viku. Tveir fastráðnir læknar skoða Ihvern sem kemur , og sjö sjúk'raþjálfarar, auk Jónínu, vinna þar. Einhverjir, eða réttara sagt einhverjar, þeirra eru ævinlega út lendar, því íslenzkir sjúkraþj'álfar- ar eru enn ekki nógu margir. Til meðhöndlunar kemur fólk, sem hefur lamazt sakir heilablóð- falls, börn, sem þjást af meiri eða minni fæðingarlömun, fólk sem þarf að læra að nota spelkur eða er illa haldið eftir beinbrot. Sum- ir hafa slæma vöðvabólgu. Eng- Framhald á 1006. siSu. María litla hefur haft liðaglgt síðan hún var tveggja ára, orðið fyrlr vaxtar truflunum og getur ekkl gengið óstudd. 'Hvernig fer hún að þvi að vera aiitaf í góðu skapi? Nýbygging Styrktarfélagsins vlð Háaleitisbraut. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 99\

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.