Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Side 10
Ógurlegur mökkur reis í nokkurra kílómetra hæð.
Hríkaleg vinnubrögi
Ein hinna ævafornu leiða kaup-
manna, sem í förum voru milli
Sín-kíang og Vestur-Asíu, lá um
Ílídalinn í Kazakstan. Báðum meg-
in dalsins eru firnamiklir fjallgarð
ar með jökla á tindum. Undir hlíð
hins syðri fjallgarðsins er horgin
Alma Ata, höfuðstaður sovétríkis-
ins Kazakstan, stór borg með mik-
inn verksmiðjuiðnað.
Landslag eir þarna í senn fag-
uirt og mikilfenglegt. Ógurleg
glljúfur dsta sundur fjallshlíðarn-
ar, þar sem ár steypast í fossum
stall af stalli, en á milli þeirra eru
miklir skógar hið neðra og naktir
fjallgarðar hið efra. Víða í þess-
um hlíðum eru dijúp vötn í kvos-
um og dölum, slútandi hamrar og
snarbrattar skriðuir.
Stórfenglegt er að virða þetta
fyrir sér. En hér leynist einnig
mikill háski. Hér eru hitair miklir
á sumrum, og þá verður bráð leys
ing í jöklunum. Vöxtur hleypur í
jökulár og mikil uppistöðulón
myndast, þar sem svo háttar til,
að vatnið fær ekki þegar firamrás.
Það ber iðulega við, að þarna
verða gífurleg hlaup, sem flá jarð-
veginn af hlíðum fjallanna, valda
geigvænlegum skriðuföllum og
bera með sér ókjör af leir og
grjóti niður í dalina. Hvort tveggja
er mikið, fallhæðin og vatnsmagn-
ið, og byggðin niðri á láglendinu,
og þar með borgín Alma Ata, hef-
ur verið í sífelldri hættu. Þegar
þessi leirflóð dynja yfir, sópa þau
með sér öllu, sem á vegi þeirra
verður. Stór tré brotna eins og
eldspýtur og björg á stærð við hús
berast langar leiðir.
Árð 1921 lék eitt slíkt leirflóð
borigina mjög illa, svo að kalla
mátti, að hún færi í rúst, enda
steyptust þá yfir hana fimmtíu
milljónir teningsmetra af leir. En
skemmst er þess að minnast, að ár-
ið 1963 hvarf vatnið Issyk, eitt
hið fegursta á þessum slóðum, í
miklu flóði, og margt manna fórst.
Það eru gljúfur árinnar Malaja
Almaatinka, þar sem saman safn-
ast allt það vatn, er bráðnar úr
Túgúk-Sú-jöklinum á sumrin, er
Alma Ata hefur staðið af mestur
voði. Aðeins eitt ráð var til þess að
afstýra hættunni: Loka gljúfrinu
með svo öflugum garði, að hann
stæðist hin mestu hlaup, og kæmi
í veg fyrir, að þau gerðu gífur-
legan usla. En það var mat verk-
fræðinga, að tíu ár þyrftu til þess
að gera slíkan garð, ef beita ætti
venjulegum aðferðum. Það þýddi
aftur, að með þeim hætti var ekki
unnt að loka gljúfrinu, því að eng-
ar l'íkuir voru til þess að vinnufrið-
ur gæfist 1 tíu ár. Hitt var nokk-
urn veginn víst, að einhveirn tíma
á því árabili kæmi stórflóð, er
eyðilegði allt, sem búið væri að
gera.
Þetta leiddi til þess, að farið var
að kanna, hvoirt sprengja mætti
fjall annars vegar við gljúfrið á
þann veg, að það lokaði því í einu
vetfangi. Eftiir langt samstarf vís-
indamanna og verkfræðinga, mikla
könnun og ýmis konar tilraunir,
82,
TlHINN - SUNNUDAGSBLAÐ