Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Side 16
Fritiof Nilsson Piraten: HARMLEIKUR Á SMÁLANDI Brenna er bær í upplöndum Smá- lands, og þangað er hálfur sjö- undi kílómetri frá næstu járnbraut arstöð. Þessi bær er í flestu líkur öðrum bæjum á þessum slóðum. Þa-r er stöðuvatn, sem er bakka- fullt af vatni, og þar er skógur, sem er krökku-r af trjám, og það slær bláma á vatnið í sólskini og gráma í golu. Skógurinn er að mestu leyti grænn árlangt, því að þetta er barrskógur, og húsin eru flest rauð. í moldarkjallara undir aumasta hreysinu í Brennu sat fátækasti maður bæjarins sumarnótt eina árið 1923 og svarf gull. Hann lét svarfið hrynja á pappírsblað, sem hann hafði breitt á gólfið milli fóta sér, og pappírinn kom að enn betri notum en ella sökum þess, að hann hafði áðu-r verið bundinn yfi-r sírópskrukku. Dýrmætt svarf- ið festist í sírópsleifunum. Brenna va-r þó ekki neinn gull- bær, og maðurinn var ekki gull- grafari, heldur skósmiður. Hann hét Algautu-r. Kjallaradyrnar voru lokaðar, en ljós brann á ofurlitlum kertis- stúfi, sem stóð á steini í veggnum. Moldarlykt var í kjallaranum. kannski þefur af kartöflum, en Algautur dró andann létt, því að nef hans hafði lengi vanizt römmu andrúmslofti í þrengslum innan lokaðra glug-ga. Við og við bar hann það, sem hann hélt á, upp að Ijósinu, því að hann vildi sann- færa sig um, að hann hefði ekki sorf-ið of mikið — þjölin ekki komin of djúpt. Nóttin va-r liðin, og hani gal- aði í garði grannans. þegar Algaut Fyrsti þáttur ur yfirgaf kjallarann. Andartak stóð hann kyrr og lagði við eyr- un. Síðan læddist hann hljóðlega meðfram húsveggnum í hléi við runna að lágum dyrunum og sbá- skaut sér inn fyrir dyrastafinn. Aftur nam hann staðar, er inn var k-omið, og hlustaði. Ofan úr herbe-rginu á lofti heyrðust lang- dregnar hrotur, sem mögnuðust og sljákkuðu til skiptis: Sá, sem svo h-raut, svaf værurn, draumlaus um svefni. Atkvæðamin-ni svefn- hl-jóð heyrðust frá börnum, sem sváfu niðri á jarðhæðinni, er öll var eitt. herbergi. Þau runnu sam- an við hroturnar uppi, líkt og þeg- ar bárugjálfur við ströndina bland ast brimgný frá útskerjum. Þeg- ar hann hafði hlustað stundarkorfi á þennan vitnisburð um þægileg- ar svefnfarir allra í húsinu, réðst hann til uppgöngu á loftið. Hann fór sér hægt, var lengi að komast upp og lengi að komast niður aft- ur, því að hann varð að gæta hvers fótm-áls síns eins og sá, er fótar sig á mjóum streng hátt í lofti. Stiginn var hrörlegur, og það brak- aði í honum, ef ekki var g-ætt allr- a-r varúðar. Kona Algauts var vakandi, þeg- ar hann skreið loks upp í til henn ar. — Hann hefu-r ekki rumskað? hvíslaði hún. — Nei, svaraði Algautur geisp- andi. — Hann steinsvaf — guði sé lof. Síðan sofnaði hann. —o— Sumardag einn fyrir þrem árum hafði Algautur komið með fólk sitt í Brennu og setzt þar að. Hann var Smálendingur, en kom ofan úr Úthlíðum. Enginn hafði boð- ið þau hjón-in velkomin. Brennu- búar höfðu yfirleitt lagt sig fram um að gera þeim allt sem örðug- ast. Þetta stafaði ek-ki af því, að þeim væri í nöp við skósmiði, og efeki var orsökin heldur sú, að Al- gauti væri þa-r ofaukið. Að vísu var skósmiður í Brennu, en eng- um var meingerð í því, þótt ha-nn hefði h-itann í haldinu. En það hafði fl'jótt kvisazt, að heiðursmað- ur sá, sem keypti kofann á fjögur hundruð k-rónur, fór erinda ann- arra, og nálega samtímis vitnaðist það, áð þetta var enginn annar en oddv-itinn í Úthlíðarhreppi. Hann hafði síðan 1-átið Algaut ganga í kaupin.Sveitarstjórnin í Brennu lét þegar í stað kanna, hvað á seyði var, og sú könnun staðfesti þann grun, sem kviknað hafði: Algautu-r va-r blásnauður, langsoltinn eins og lús í parru-ki, átti konu og sæg barna, sem forsjónin ein mátti vita, hve mörg yrðu að lokum, en hafði ekki enn — það reyndist satt — lent á sveitarframfæri. Brennubú- ar þóttust sjá fram á, að Algautur kæmi að lokum upp á þá með allt sitt hyski. Þess vegna var skiljan- legt, þótt honum væri ekki tekið tveim höndum. Viðbjóðurinn hefði ekki verið meiri, þótt sveitarskækja hefði flutzt í bæinn. Og í raun- inni var þetta mansal af því tagi, sem sve-itarstjórnir brugðu fyrir sig — að minns-ta kosti ótvíræður nauðungarflutningur. Enginn rétti Algauti hjálparhönd þegar hann kom með búslóð sína, enda þurft-u ekki margir um hana að véla. Húsmunirn-ir voru mun færri en börnin. Kona hélt á minnsta barninu í fanginu, en hin gátu klöngrazt sjálf niður úr vagn- inum. Algautur bar inn farangur- inn, og svo tók fólkið á sig náð- ir. Og ekki var átroðningurinn, að minnsta kosti fyrstu misserin. Það bar varla við, að nokkur manneskja leitaði til Algauts, svo ein-kennilegt sem það var. Lá það ekki í augum uppi, að Brennubúum sjálfum væri hagfelldast, að Algautur gæt{ séð sér farborða? Nei — fólkið í Brennu hugsaði ekki þannig. Þar kunnu menn upp á sína tíu f-ing- ur allar þær leikreglur, sem fylgt var i ómagastyrjöldum sveitarfé- laga. Menn sögðu sem svo: Enn er ár og dagur þar til Alga-utu-r hefur unnið sér sveitfesti hjá okk- ur, og á meðan verður Úthlíðar- 88 1 I M I N N - SUNNUDÆGSB1,AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.