Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Page 9

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Page 9
HEÐIN BRUs GESTURINN Það var á sunnudegi í júlímán- uði. Nikul'ás, maður úr _ annarri byggð, kom í heimsókn. Ég man, at) hann var með hringa í eyrun- um og sultardiropa á nefinu. Ann- að augað var dálítið ofar en hitt, svo að hann var þvi líkur á svip- inn, að hann væri meira á varð- bergi en aðrir menn. Hann var ieiddur að matborðinu, og ég fékk að vena inni I stofunni á meðan hann mataðist. Pabbi spurði hann frétta að heiman. Ja, hann gat ekkert sagt öðru nýrra, heldur viðburðalítið: „Það hefur engin alið barn og enginn dáið nú nýlega. Sjávarafii hefur verið heldur góður, og fólk kemst vel af. Sjálfur þarf ég ekki að kvarta. Þegar umhleypingur er í honum, ligg ég með hljóðum vegna helgrýtis gigtarinnar. . . Hver hef- ur sinn djöful að draga, kunn- ingi“. Það var skerpikjöt og kartöfiur á borðum, og Nikulás tók hressi- Iega til matar síns, því að kjöt var þó 'kjöt, og það var ekki reitt frarn á hverjum degi. Hann hýrnaði all- ur og rýmkaði beltið um ein tvö göt, þegar saxast tók á mátinn, skrafaði og tuggði svo ákaft, að glamraði í eyrnabringunum. Við hundurinn sátum stóréygir á gólfinu og störðum á eftir hverj- um bita, sem hann skar sér. En hann skeytti ekkert um okkur — sá okkur alls ekki. Mér fannst þetta einkenniiegt, gestir voru venjulega svo kankvísir við börn, sumir gáfu þeim brjóstsykur. Ég veit ekki, hvað hundinum fannst — mér leizt illa á Nikulás og það hvarflaði að mér, að það væri ekki nema mátulegt, þó að ég gerði hon um einhvern óskunda. Nú bar svo vel í veiði, að hann sat á stói, sem pábbi hafði smíð- að fyrir skemmstu. Hann var hálf- gert gálgatimbur, trénaglarnir í honum höfðu tilhneigingu til þess að losna. Sem þeir nú sitja þarna, fer ég að rjála við naglana — finnst tím- inn lengi að líða. Enginn gaf því gaum, þó að ég leegi á gólfinu og ríslaði við eitthvað ein,s og börn gera — þar var ég í mínum heimi. Jú — þetta tókst ekki sem verst: ég náði tveimur nöglum og sá, að stól'bakið var farið að gliðna frá. ÍÍ&Silási var orðið liðugt um mál- ÍKtríð, enda fróðleiksmaður, og lýsti af miklu fjöri einkennilegum atburðum í byggðarlagi sínu, bað- aði út höndum og hófst í sessin- um. Svo er það, að hann tekur að segja frá manni, sem var svo fim- ur, að hann fór höfrungshlaup yf- ir naut. Við það datt stóllinn í sundur,.og Nikulás skall endilang- ur aftur yfir sig. Hnakkinn lenti á bókahillu, og klukka, sem stóð á hillunni, valt ofan á hann. Það var ekki laust við, að mér yrði bilt við. En gauragangurinn var svo mikill, að mér vannst ekk- ert ráðrúm til þess að hugsa um gerðir mínar. Pabbi þaut upp og reisti Nikulás á fætur. „Ég held, að þú hljótir að hafa meitt þig“. En Nikulás hló: „Nei, mig sak- ar ekki — mér þykir verra með klukkuna.“ Hann strauk um hnakk ann á sér, og það kom blóð á hönd- ina. Það hafði líka þotið upp stór kúia. Ég var sendur í annað hús eftir bórvatni. Mamnia þvoði sárið, og pabbi tók hníf og lagði blaðið við kúluna: „Svona lagað er vant að jafna sig, ef kalt stál er lagt við það“. Mamma var gröm og hvefsin: „Ég sagði það alltaf, að þú slas- aðir einhvern með þessum stól- garmi, naglarnir toHa hreint ekki í. Það er ekki til það skrifli, að það þyki ékki boðlegt í þessu húsi“. Pabbi maldaði hógværlega í mó- inn: „Skrifli og skrifli, það er nú það — stóllinm var smíðaður eins og aðrir stólar. En þetta var leið- indatilvik, það skal ég viður- kenna.“ Nikulás hló og bað þau að setja þetta ekki fyrir sig: „Mér hefur boðizt brattara en þetta um dag- ana“. Svo fékk hann annan stól og tók á ný til rnatar síwts. Þejr sitja á skrafi um stund, $X Niicuiás er mettur orðinn. M á|gir pabbi: „Hefðir þú ekki gam* an af þvi að ramba hérna út á túnlh ó,g sjá sáðið?“ „Jú, ekki væri það nema skemmtiganga11, svarar Nikulás. Pabbi sótti dönsku skóna sína. — „Er til skósverta?" segir hann við mömmu. I Nei — hún sagði það ekki vera. „A-jæja, það gerir ekkert til“. Hann tök lærlegg og braut hann: „Mergur er ekki lakari“. Mamma batt á sig skýlu: „Ég held, að ég komi bara með ykk- ur.“ Svo lögðu þau af stað. Við dröttuðumst á eftir, ég og hund- urinn. Þetta var einn þeirra júlídaga, þegar allt brosir í blóma sínum, þegar allt, sem lífsanda dregur, fagnar sumri einum rómi, þegar maður sér grasið gróa og fénað- inn dafna. Gömlu mennirnir spjöiluðu um það, sem fyrir augun bar. Þetta verður gott grasár, sögðu þeir: „Þeir fara að bera út eftir svo sem eina viku. Það verður hugur í þeim, sem hafa slægjur í meira lagi, að byrja snemma, þegar svona árar“. Manima þagði á meðan þeir töl- uðu um sprettuna, en þegar við komum þar, sem kýr voru í tjóðri, hýrnaði yfir henni. Hún fór undir eins að tala um þær: „Æ, hvað. hún er falleg, þessi — ég vildi eiga hana á básnum hjá mér“, sagði hún. Eða þá: „Bölvuð afmán er þetta! Þú yrðir ekki á vetui sett, ef ég ætti þig“. Nú bar okkur að akurblettis „Hér reif ég grjótið upp í vor“, sagði pabbi. „Það er sá skollans tímaþjófur að því í blettunum manns. Annars sögðu gömlu menn irnir, að það vermdi jörðina“. „Svo? Sögðu þeir það?“ Niku- lás hafði ekki heyrt þess getið. „0, já-já, heyrt hefur maður það. Og það var víst ekki dæma- laust, áð þeir græfu igrjót niður í túnin til þess að fá af því varm- ann“. Ég heyrði, að þeir töluðu um hunanigsfallið — að nú væri hun- angsfallið komið, og það færi bet- ur, að veður réðist vel næstu daga. Þá gæti drottinn hagað því svo, að við fengjum gott kornár. Ég hljóp til pabha og spurði, hvað það væri, sem komið var, „Það er hunangsfalið, gireyið T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 153

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.