Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Blaðsíða 16
ið lík þar á fjöru. Líkið var með
prjónað kviðband, og þekktist á
því að þetta voru jarðneskar leif-
ar Bjarna Gíslasonar. Séra Brand-
ur var þá kominn að Ásum og
jarðsöng lík þetta- Séra Brandur
talaði af sinni alkunnu mælsku yf-
ir moldum Bjarna á UppsöTum.
Eitt af síðustu fermingarbörn-
um séra Brands hér var Sigríður,
móðir mín. Bróðir hennar, Bene-
dikt, var fylgdarmaður séra
Brands, þegar hann fluttist frá
Einholti að Prestsbakka í Hrúta-
firði og reiddi þá Hallfríði Brands-
dóttur, tveggja ára.
Gamli Steinn.
Kálfafellsstaðarkirkja fauk af
grunni í fellibylnum (Knútsbyl') 8.
janúar 1886. Vegna þess að engin
kirkja var á Kálfafellsstað á næsta
vori, fermdi sóknarpresturinn,
séra Jóhann Benediktsson, börnin
úr Suðursveit í Einholtskirkju.
Fermingarbörnin voru sex að tölu
og voru þessi:
Björn Steinsson á Breiðabóls-
stað, Valgerður Sigurðardóttir á
Kálfafelli, Sveinbjörg Pétursdótt-
ir, fósturdóttir prestsins, Gísli
Bjarnason á Uppsölum, Brynjólf-
ur Eiríksson, bróðir Jóns í Vola-
seli, og Þorsteinn Guðmundsson í
Borgarhöfn (ísdal). Þetta voru allt
börn betri bænda í Suðursveit.
Áður en messa skyldi hefjast,
kemur séra Jóhann að máTi við
Uppsalahjón, Bjarna og Þóru, og
segir þeim, að Steinn á Breiðabóls-
stað sé að biðja sig að Táta Björn
son sinn standa fremstan. Það var
guð vel komið frá þeirra hendi.
Bftir messu víkur Steinn á Breiða-
bólsstað sér að systursyni sínun\
SigurÓj á KálfafeTTi, og biður hann
að láta allt, sem börnin eigi, koma
að Hólmi. Þar eigi hann geymdan
hjá Jóni bónda fjögurra potta
brenriívínskút. Þarna var vist fast
drukkið. Kona, sem þar var, sagði
svo frá, að þetta hefði verið ein
skemmtilegasta stund ævi sinnar.
Eirihvern hvitasunnudag var hér
margt fóik við kirkju, þar á meðai
Ólafur Eínarsson frá Siýjum í
Meðallandi, þá vinnumaður á Upp-
söium. Fyrir messuna víkur Steinn
sér að Ólafi og segir um Teið og
hann tekur alTfast í trefiT hans:
„Stattu þig nú vel hjá ekkjunni,
karl minn.“
ÓTafur þótti nokkuð bráður og
ruku þeir saman, en leikurinn end-
aði með því, að fallegi flostrefill-
inn fór i taetlur. Að því búnu fóru
allir í kirkju, og söng Steinn stand
andi, hiátt upp yfir alla aðra. Hann
hafði sterka rödd, en óvíst er, að
alltaf hafi verið sungið eftir nót-
um.
Steinn var tvíkvæntur. Þegar
hann kvæntist síðari konu sinni,
Þórunni Þorláksdóttur frá Hauka-
felli, efndi hann til íburðarmikill-
ar veizlu og fékk valið lið til að
annast frammistöðu. Meðal frammi
stöðumanna var Sæbjörn EgiTsson,
sem eitthvað var forframaður, og
Þóra, dóttir óðalsbóndans í Hólmi.
Hún átti tvær harmónikur. Þarna
var fram borið í trogum hangi-
kjöt, bringukolTar, pottbrauð og
smjör og rófusósa, og rúsínuvell-
ingur með kanel í eftirmat. Einn-
ig voru nóg vínföng.
Frammistöðumaðurinn, Sæ-
björn Egilsson, bar fram lausa
diska og hnífapör. Þeim ýtti Steinn
frá sér og taldi sér óvirðingu gerða
með tómum diskum, jafnmikinn
veizlukost og hann væri búinn að
draga saman. Krafðist hann þess,
að mega nota sinn hornspón og
vasahnif. Þegar að eftirmatnum
kom, færði Sæbjörn Egilsson brúð
gumanum skál með vellingi, og
áttu brúðhjónin bæði að borða úr
söniu skálinni. Steinn tók þá skál-
ina til sín og sagði við brúðina:
„Færð þú ekki aðra skál, gæzka.
Sá býr bezt að sínu, sem búið get-
ur.“
Hún svaraði:
„Nei, nei, Steinn minn, þetta er
móðins.“
Þá svarar Steinn:
„Ha, hg, stopp, kall minn, skítt
með allan móð.“
Að loknum veitingum stóð
Steinn upp og Týsti því yfir í heyr-
anda hljóði, að hann kynni betur
við, að sér væri þakkað fyrir veit-
ingarnar; Einn óþokki hefði farið
án þess að þakka fyrir sig.
Steinn á Breiðabólsstað var hár
maður og giTdvaxinn, gestrisinn og
góður heim að sækja, tryggur
og vinfastur, en nokkuð ráðríkur
og metorðagjarn. Þórbergur Þórð-
arson segir um Stein, afa sinn, að
hann hafi ef til vill ekki verið
heimskur, en illa uppiýstur!
Þóra, tengdamóðir min, minnt-
ist oft með gTeði brúðkaups þeirra
Steins og Þórunnar.
Oddný á Gerði.
Haustið 1884 giftust Vilborg,
móðursystir mín, og maður henn-
ar, Páll Bjarnason. Meðal veizlu-
gesta var Oddný Sveinsdóttir á
Gerði. Þá var farið yfir Hestgerð-
iskamb á tæpri götu. Svell var í
götunni, svo að allir fóru af baki.
Oddný steig tæpt í götuna, rann
tl í spori og hrapaði niður fyrir,
Hún missti meðvitund, en kom
fljótt til' sjálfrar sín aftur og fór
þá að þreifa eftir vasapela, sem
hún hafði borið á sér. Hún fékk
skurð á höfuðið, og var brugðið
við að sækja manninn með lækn-
ishendurnar, Bjarna Gislason á
Uppsölum. Hann gerði að sárum
hennar og hirti um þau, þar tii
hún var gróin og fylgdi 'henni síð-
an heim.
Oddný Sveinsdóttir var skáld.
mælt vel, greind og minnug. Heyrt
hef ég eftir henni, að hún hafl
höfuðkúpubrotnað, en vinur henn-
ar, Bjarni á Uppsölum, hafi grætt
sig. Ekki veit ég sönnur á þvf.
En eitt er víst, að ekki hefur heli
Oddnýjar skaddazt, því að minni
hélt hún til dauðadags.
Daði í Hellum.
Lengi þótti mér mannsnafnið
Daði fremur Teiðinlegt. Mun sú til-
finning hafa mótazt af því, að mér
þóttu Daði í Snóksdal og Daði Hall
dórsson ekki góðir menn. Sárt
þótti mér, hvað Ragnheiður bisk-
upsdóttir varð að líða fyrir Daða
Halldórsson og þó enn meira fyr-
ir strangleika föður síns, Brynj-
ólf'S biskups.
Ekki jók það virðingu á nafn-
inu, að hér í sveit var maður með
þessu nafni, en það var Daði Guð-
mundsson í Hellum. Um Daða í
Hellum voru til ýmsar gamansög-
ur, og þótti mér þwí vafasamur
vegsauki að eiga hann í ætt minni.
Þegar Ingibjörg, kona Daða, ól
þeirra fyrsta barn, átU hann að
segja:
„Fannstu ekki ósköp til, Ingi-
björg?“
Hún svaraði:
„O-jú, jú.“
Þá segir Daði:
„Mörg konan hefur nú átt barn
og ekki ærzt og sprungið.11
Líka átti Staðar-Móri eitt sinn
að éta allan jólamatinn af diskun-
um þeirra. En seinna heyrði ég
aðra sögu um Daða, og þá fór mér
að þykja virðing í að eiga hann að
ættingja. Saga sú er frá sjóslys-
inu mikla frá Skinneyjarhöfða ár-
ið 1843.
Jón bóndi í Sfcálafellsseli var
160
T í MI N N — SUNNUDAGSBLAÐ