Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Síða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 23.02.1969, Síða 18
KAHLIL GIBRAN: Tvær dæmisögur Veiðimennirnir. Eiitt sinn á maídegi mættust Gleðin og Sorgin í grennd við dimmblátt stöðuvatn. Þær heils- uðust kunnuglega, settust niður á vatnsbakkann og hófu sam- ræður., Gleðin talaði um fegurð jarð- arinnar, þau undur, sem dag- lega gerast, þegar brumið vakn- air á trjánum í skóginum og dal- irnir blómgast. Og hún ræddi um gullin göng dögunarinnar og rökkurmilda hörpu kvölds- ins með roðaglóð í strengjum. Sorgin samþykkti alit, sem Gleðin sagði, þvi að einnig hún þekkti töfra og fegurð þessarar árstíðar. Og hún lýsti af innsæi og mælsku þessum vormánuði, sem er elskhugi akranna og æv- vintýri fjallsins. Lengi ræddust þær við, Sorg- in og Gleðin, og voru sammála um allt, sem þær þefcktu. Hinum megin vatnsins voru tveir veiðimenn á ferð. Þeim varð litið yfir vatnið og annar þeirra sagði: „Hvaða tvær kon- ur skyldu vera þama á gangi?“ „Sagðirðu tvaer. ég sé aðeins eina“ sagði hinn veiðimaðurinn. „En þær eru tvær“. „Efcki get ég séð nema eina og spegilmynd vatnsins sýnir að eins eina konu“. „Nei, þær era tvær, og tvær speglast þær saman í vatns- fletinum“. „Vitleysa, sérðu ekki, að þetta er ein fcona á ferð?“ „En ég sé svo greinilega, að þær era tvær“. Og allt fram á þennan dag, segir annar veiðimaðurinn, að félagi hans sjái tvöfalt, en hinn segir: „Vinur minn er sleginn bMndu“. Ljóðin tvö. Fyrir mörgum öldum mætt- ust tvö skáld á veginum til Aþenu. Þeir glöddust yfir sam- fundunum, og annað skáldið spurði félaga sinn, hvað hann hefði ort nýlega og hversu það hljóðaði. Og skáldbróðir hans svaraði stoltur: „Einmitt nú hef ég ort mitt bezta ljóð — ef til vill mesta ljóð, sem enn hefur ver- ið skráð á grísifca ungu. Það er ákall til Seifs, sem er æðstur guða“. Þvi næst dró hann bókfell undan yfMiöfn sinni og mælti: „Hérna geturðu séð, ég hef það meðferðis, og mér er ljúft að lesa það fyrir þig. Komdu, við skulum setjast í skugga kýpurs- trjánna“. Og skáldið flutti ljóð sitt með myndugleik, langan kvæðabálk og háfleygan. Og skólabröðiir hans sagði vin gjarnlega: „Þetta er mikið kvæði og mun lifa um aidir og varpa ljóma á nafn þitt“. „En hvað hefur þú skrifað þessa síðustu daga“ innti sfcáld- ið hann náðugt. „Lítið fer nú fyrir því“, svar- aði félagi hans. „Ég hef ekki ort annað en átta hendingar um lít- ið barn að leilk í fögrum garði“ Og hann hafði yfi-r þessar fáu hendingar, látlaust og þýðlega. „Ekki svo afleitt ekki sem verst“, tautaði skáldið. Því næst skildu leiðif, og hélt hvor í sína áttina. Nú, tvö þúsund árum síðar, eru hinar átta hendingar um barn að leik, þýddar og lesnar á ölilum tupgum heim-s, og ali- ir unna þessu litla 1-jóði og geyma það sér í munni. En þótt kvæðið langa, Seifi til lofs og dýrðar, sé enn varð- veitt í bókasöfnum og skóla- kjöllurum, þá les það enginn né elska-r það. M.J. þýddi. ust af samtíð þeirra. Meðal barna Þorláks er^ Guðveigur, nú búsett- ur í Reykjavík. Guðveigur á nú níu börn, öll vel gefin. Tvær dæt- ur hans háfa farið utan til þess að mennta síg. Önnur á að loknu námi að taka við stóru heimili vangef- inna barna á Akureyri. Hún heit- ir Kolbrún, og er nú gift Agli Thorlacíus. Og svo er það móðir mín. Þeg- ar hún átti Vilborgu, systur mína, lá hún í sex daga, fór á fætur á sjöunda degi. Þá var mikill þurrk- ur. Allir fóru út á Grund í hirð- ingu, þvi mikið var undir af heyi og mikil vötn, sem þurfti að fara yfir. Þennan dag mjólkaði móðir mín fjörutíu ær 1 kvíum og fjórar kýr. Þennan sama dag smöluðum við Hálfdan, bróðir minn, ánum, ég þá fimm ára, en hann sex ára. Móðir mín varð 93 ára. Hún lá stutta Iegu og ha-fði góða sjón til æviloka. Þegar ég nú dreg þessar mynd- ir fram úr sjóði minninganna, hef ég fátt að styðjast við nema minn- ið, sem ég vona, að enn sé óbilað, þótt ég sé bráðum áttatíu og átta ára. Ég á nú fjögur börn á Iífi, tólf barnabörn og séytján barnabarna- börn, og sextán ljósubörn get ég reiknað mér. Ég var ekki lærð ljósmóðir, en var þó sótt í forföllum ljósmæðra. Við þessi störf vantaði mig alla þekkingu og allt til alls, og ekki voru einu sinni til sótthreinsunar- meðöl. En það hjálpaði, hve kon- urnar voru vel gerðar til sálar og líkama. Þær gerðu sér allt að góðu, voru glaðar, ske-mmtilegar og hug- hraustar. Þeim-eg börnunum heils aðist vel. Guð var með mér 1 hverju verki og allt blessaðist og fór vel. Allir niðjar mínir brosa nú við mér og bera mig á höndum sér og líka börnin, sem ég laugaði, þeg- ar þau litu fyrst dagsljósið. Ég lýk svo þessu spjalli og þyk- ist hafa efnt loforð mitt við vin minn, sem bað mig að segja sér sögu. Hann og aðra bið ég vel að virða. Skálafelli 1. desember 1968, T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 162

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.