Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 6
Benedikt Arnkelsson: Maðurinn, sem stofnaði KFUM fyrir 125 árum GEORGE WILLIAMS — Viktoría drottning veitti hon- um aðalstign i viðurkenningar- skyni fyrir starf sitt. ★ Vitlausi stúdentinn var Friðrik Friðriksson kallaður, þegar hann hóf kristilegt starf meðal drengja í Reykjavík skömmu fyrir aldamót- in. Þegar Friðrik átti áttatíu ára afmæli, 'ét eitt Reykjavíkurblað- anna svo ummælt, að óhætt væri að segja, að fáir eða engir hefðu haft jafnmikil og góð áhrif á æsku Reykjavíkur og hann. Séra Friðrik Friðriksson, stofn- andi Kristilegs félags ungra manna á íslandi, kynntist KFUM-hreyfing- unni, er hann var við nám í Dan- mörku. Þá var KFUM með miklum blóma víða í Danmörku. Ungi ís- lenzki stúdentinn varð gagntekinn, er hann kom á fund, þar sem pilt- ar komu hundruðum saman og sungu heillandi söngva og hlustuðu með opnum huga á Guðs orð. Hann hafði aldrei séð neitt þessu líkt. Þegar hann sneri heim til íslands, hafði hann ásett sér að hefja svip- að starf meðal íslenzkra drengja. Nauðugur yfirgaf hann danska vini sína. En sterk sannfæring um köll- un Guðs til starfa meðal íslenzkrar æsku knúði hann heim. Hér hófst hann handa, og starf hans varir við fram á þennan dag. KFUM er þó ekki dönsk hreyf- ing. Hún á rætur sínar að rekja til Englands. Og stofnandi fyrsta fé- lagsins, Georg Williams, var hvorki stúdent né prestur, heldur verzl- unarmaður. KFUM hefur alla tið verið leikmannahreyfing. Georg Williams var raunar sveitadrengur. Hann fæddist á bóndabýlinu Ashway í Somerseth á Englandi 11. október 1821. Faðir hans var ekki fyrsti bóndinn í ætt- inni, heldur höfðu forfeður hans búið í Somerseth kynslóð fram af kynslóð og erjað landið, og fór sérstakt orð af búskapnum á Ash- way. Amos bóndi Williams átti ein- tóma stráka, og var oft glatt á hjalla á Ashway, því að synirmr voru tápmiklir og fjörugir. Var þeim sitthvað til lista lagt, höfðu til dæmis ágæta frásagnar- gáfu, ekki sízt Georg, yngsti son- urinn, og var þá oft hlegið dátt, er hann lagði orð í belg, og hæst hló húsfreyjan. Frú Williams var dugnaðarforkur og létt í lund og kunni ágætlega við sig í hópi allra karlmannanna á heimilinu. Misheppnaður sveitamaður. Georg var sendur í smábarna- skóla í nálægu þorpi, þegar hann hafði aldur til. Síðar tók við fram- haldsskóli. Ekki komst hann hjá þvl fremur en bræffur hans að hjálpa til við bústörfin á bænum. Og þegar hann hafði tekið burtfar- arpróf úr skólanum, átti að hefj- KFUM er i öllum álfum heims. Hér er Hoile Selassie Eþiópíukeisari að rita nafn sitf i gestabók við vigslu félagshelmilis I Addis Abeba. 894 T f M I N N SrNNUDAGSBI.AO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.