Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 7
ast handa um að gera úr honum
góðan bónda. En því miður þótti
fljótlega bera á því, að búmanns-
lnæfileikar hans væru af skornum
skammti, þótt bændáblóð rynni i
æð'um hans. Þetta var bræðrum
hans og foreldrum nokkurt
óliyggjuefni, og héldu þau margar
ráðstefnur til þess að fjalla um,
iivað til bragðs skyldi taka með
drenginn. Öllum þótti þeim vænt
um hann, ,því að hann var líf og
yndi allra á beimilinu.
Þá kom fyrir smáatvik, sem réði
úrslitinn í þessu máli og batt enda
á aliar umræður um hugsanlegan
eveitamannsferil yngsta bróðurins.
Það þurfti að bjarga heyi undan
rigningu dag nokkurn. Sólin hafði
skinið brennheit af heiðum himni,
en meiri háttar demba var í aðsigi.
Þá átti Georg að taka á öllu, sem
hann átti til, og bjarga heyinu í
bús. En það tókst ekki betur til en
svo, að hann ók fullum heyvagni
út af veginum og endaði ferðina í
fúadíki. AL’t fór um koll, vagn, hest
ur og ökumaður. Þar varð sveita-
maðurinn Georg Williams til.
Nú var tekin sú örlagaríka
ákvörðun, að drengurinn skyldi
sendur til þorpsins, og töldu bræð-
ur hans það raunar ægilega hegn-
ingu. Þegar hér var komið sögu,
var einn eldri bræðra Georgs far-
inn að heiman. Hann hagði lagt það
til málanna, að Georg yrði komið
til náms hjá klæðasala. Þrátt fyrir
allt var drengnum ekki alls varn-
að, og það vissu bæði bræður hans
og foreldrar. Vonuðust þau til þess,
að úr honum rættist, ef hann
spreytti sig á öðrum sviðum.
Ekki vildi móðir hans, að hann
færi til Lundúna svo ungur. Leið >.
Ihans lá því fyrst um sinn til lítill-
ar, sagnfrægrar borgar, Bridge-
water, sem var um fjörutíu kíló-
metra frá æskustöðvum hans. Þeg-
ar þeir ferðalangarnir komu ríð-
andi inn á aðalgötu borgarinnar og
langar húsaraðirnar blöstu við á
báðar hliðar og ofurhár kirkjuturn
inn teygði sig upp í kvöldhimin-
inn, þá þótti drengnum unga sem
hann kæmj í annan heim. Og það
mátti til sanns vegar færa.
Til klæðasalans.
Fyrirtækið Holmes var stærsta
vefnaðarvörufyrirtækið í bænum.
Herra Holmes hafði 27 afgreiðslu-
menn og skrifstofumenn í þjón-
ustu sinni, svo að ekki hefur verzl-
unin verið nein búðarhola. f þá
daga var starfsliðið í slíku fyrir-
tæki eins og ein fjölskylda, og sá
vinnuveitandinn þvi fyrir fæði og
húsnæði og öðrum nauðsynjum.
Þarna var Georg nú ráðinn.
Hófst þar með langur og affarasæll
starfsferill hans í viðskiptaheimin-
um.
Lengi fann Georg fyrir þvi þarna
hjá Holmes, að hann var aðeins
lærlingur og nýliði. Hann vann lítil-
mótlegustu verkin, sópaði gólf-
in, fór í sendiferðir og hélt annars
mest til í vöruskemmunum. Síðar
fékk hann að reyna sig við af-
greiðslu og varð hann brátt mjög
vinsæll afgreiðslumaður.
Annars varð Georg fljótlega
hrókur alls fagnaðar í hópi starfs
mannanna. Þegar piltarnir fóru i
háttinn á kvöldin í svefnsalnum,
urðu þeir aldrei leiðir á að hlusta
á skemmtilegar frásögur hans.
Ekki voru þetta allt ömmusögur.
Georg þóttist maður með mönn-
um, og hann kryddaði mál sitt með
hraustlegum blótsyrðum og öðrum
kjarnyrðum. En allt varð málfarið
hóflegra, ef herra Holmes var nær-
síaddur. Þá átti illt orðbragð ekki
við. Því að piltarnir vissu, að herra
Holmes var meðlimur í ströngum
fríkirkjusöfnuði og starfandi þar.
Og þeir efuðust ekki um, að hann
væri einlægur í trú sinni.
Raunar þótti þeim einn ókostur
við kristilegan áhuga húsbónd-
ans. Hann skyldaði nefnilega
starfsmenn sína til þess að sækja
kirkju í söfnuði sínum á sunnudög-
um í Zíon-kapellunni, sem svo var
nefnd. Piltarnir sættu sig nú við
þetta flestir, að vísu, því að Holmes
var bezti karl. En þeim þótti miður,
hvað bekkirnir í kapellunni voru
harðir og óþægilegir, svo að þeim
var ómögulegt að fó sér blund,
meðan presturinn prédikaði.
Georg Williams hafði lítið sem
ekkert komizt í kynni við lifandi
kristindóm í æsku sinni. Þegar hon-
um varð hugsað til sóknarprests-
inr síns í Somerseth, sá hann allt-
af fyrir sér mann með riffil, veiði-
Núverandi húsakynni aðal.iélagsins i Lundúnum, — þess, er Georg
Williams stofnaði.
IhllNN — SUNNUDAGSBLAÐ
895