Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 16
Vi4 rokk og vefstól. Munir í hillum og á þiljum bera því vitni, hvaS gera má, þegar kunnátta, vandvirkni og smekkur fara saman. Runólíur Björnsson, sem var skóla nefndarformaður, mig um að koma aftur norður. Kvennaskólinn á Blönduósi hafði heldur dregizt aft- ur ór hvað húsakynni og búnað snerti, miðað við hina nýju hús- mæðraskóla, sem þá voru að kom- ast á laggirnar. Það var yndislegt að hverfa aft- ur norður yfir fjöllin, þótt ég hefði ekki yfir neinu að kvarta fyr- ir sunnan Stjórn Húsmæðraskóla Reykjavíkur, bæjaryfirvöld, kenn- arar og aðrir, er ég komst í kynni við — allir voru mér hjálplegir Og elskuJegir, svo að ég hef góðs að.minnast frá veru minni í höf- uðstaðnum og var reynslunni rík- ari. En ræturnar voru fyrir horð- an. — Mörg verkefni biðu mín á Blönduósi, því að gagngerð við- gerð var nauðsynleg á gamla skóla húsinu- Var tekið til óspilltra mál- anna vorið 1953, og má segja, að endurbætur hafi verið gerðar þar síðan ár hvert. Mig langaði til þess að koma upp tóvinnudeild við skólann, og með það fyrir augum keypti kvennaskólinn tóvinnuáhöld Hall- dóru Bjarnadóttur á Svalbarði, en tóvinnuskóli hennar var lagður nið ur um svipað leyti. Hugmynd mín var, að tóvinna yrði gerð að skyldu námsgrein í öllum húsmæðraskól- um landsins, því að ég taldi það ekki vanzalaust fyrir okkur, íslenzk ar konur, að þessi gamli og rót- gróni heimilisiðnaður legðist með öllu niður og gleymdist. En ég fékk litla áheyrn. Mér var leyft að hafa tóvinnudeild við skólann ár- in, sem ég átti eftir að starfa þar. Og nú er sú saga á enda. Eins og ég nefndi, þá er sífellt verið að byggja við skólann, og enn á það langt í land að fyrirhug- uðum byggingum sé lokið. Dóttir mín, Guðrún Ó. Jónsdóttir, og maður hennar, Knud Jeppesen, sem bæði eru arkitektar, hafa gert teikningar að öllum húsunum. Tveir kennarabústaðir eru fullgerð ir, svo og stór bygging norðan við skólahúsið er. í henni er kyndi'hús, geymslur og fleira, en mikill skort ur var á geymslum í gamla skóla- húsinu. Og nú. er í smíðum kennslu stofa tii bóklegrar kennslu, sem vantaði tilfinnanlega. Þess má geta hér, að Kvennaskólinn á Blönduósi, sem er elzti kvennaskóli landsins, étti níutíu ára afmæli 26. október síðastliðinn. Ég var búin að óska þess, að uppbyggingu skólans yrði að mestu lokið fyrir afmælið. En ek’ki rætast allar óskir manns, þótt nokkuð hafi áunnizt. — Og nú kennir þú reykvísk- um húsmæðrum tóvinnu? — Því miður fer lítið fyrir því. Ég hef haft nokkur námskeið mér til mikillar ánægju. Konurnar, sem námskeiðin sæ’kja, eru mjög á- hugasamar og elskulegar, en því miður er þátttakan ekki nóg-a al- menn. Þess má geta hér, að Heim- ilisiðnaðarfélagið leggur til rokka og ull á þessum námskeiðum. sé þess þörf. Mér finnst illa farið, ef þessi gömlu vinnubrögð glatast alveg. Það mí svo margt fallegt búa til úr íslenzku ullinni. Sannir lista- munir komu frá gömlu tóskapar- konunum En það er ekki nóg að eiga rokk í stofunni: Það þarf að nota hann. skal ég segja þér. 904 T I IU I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.