Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 9
Drengirnir eru tíu, allir í KFUM og allir tvíburar. KlæðaburSurinn vitnar um, hverjir eru bræður. •enginn óskaSi eftir að verða kall- aður fyrir daginn eftir. Óregla var töluverð meðal ungu mannanna, og höfðu þeir gert sauíning við veitingamann, sem átti krá þarna rétt hjá, um nokkur viðskipti seint á kvöldin, þegar all- ir væru komnir inn. Létu piltarnir peninga og pöntunarseðil jafnan síga niður í stígvéli út um glugga. sem sneri út að húsagarðinum. Veitingamaðurinn fyllti stígvélið og gaf síðan mefki, og það hvarf aftur inn um gluggann. Síðan hófst næturgleðin. Georg Williams var einmana. Þarna virtist á ýmsan hátt grýttari jarðvegur en í Bridgewater. Það var enda almannarómur, að slik væri spillingin við fyrirtæki Hich- cock og Rogers, að trúuðum manni væri þar naumast vært. — En þeg- ar Georg hafði verið þar í þrjú ár, hafði ástandið breytzt svo, að það orð komst á, að þar væri ekki unnt að komast hjá kristilegum áhrif- um. Truflun á bænastund. Það vakti ekki litla athygli meðal þessara lífsglöðu manna, þegar Biblía fannst dag einn í einu herberginu, stuttu eftir að Georg hafði verið ráðinn til starfa. Hvað var nú á seyði? Hver var eigand- inn? Var þetta alvara eða aðeins léleg fyndni? Brátt upplýstist um eigandann. Það var nýliðinn frá Somerseth. Nú, já, sveinstaul- inn sá s'kyidi fljótlega losaður við firrurnar En undrun manna óx. Morgun einn vaknaði einn piltur- inn í fyrra lagi. Sér hann þá, að Georg liggur á hnjánum á bæn við rúmið sitt. Svo? Pilturinn seildist gætilega út fyrir rúmstokkinn eft- ir öðrum þunga skónum sínum, hóf hann á loft — og henti hon- um í fallegum boga yfir gólfið. Hann var hittinn. Bænamaðurinn fékk bylmingshögg i höfuðið. En hrekkurinn tókst ekki alveg. Georg hélt áfram bænagerð sinni eins og ekkert hefði í skorizt — og rétt.i síðan félaga sínum skóinn bros- andi! Það fór svo, að Georg ávann sér virðingu 'félaga sinna. Hann var enginn skýjaglópur. Og hann sýndi engin merki þess, að hann teldi sig meiri félögum sínum eða þætt- ist vera heilagur og lýtalaus. En hann játaði hiklaust, að hann tryði á Krist og vildi lifa að hans vilja og þjóna honum, og piltarnir fundu og sáu, að það var meira en munnfleipur. Oft reyndu þeir að freista hans. Þeir gerðu til dæmis ítrekaðar tilraunir til þess að fa r í M I N N SUNNUDAtíSBLAÐ 897

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.