Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 10
 KFUM-ráSsfefna, Um átfa milliónir manna í 83 þjóðlöndum eru í KFUM. Efst á myndinni eru einkennisorS hreyfingarinnar: „Allir eiga þeir að vera eltt". hann með sér á vínkrárnar. Þeir buðu honum upp á ölglas á her- bergjunum. En Georg snerti ekki vin. Óregla hafði einnig verið vandamál hjá Holmes. Og þar hafði hann strengt þess heit að bragða ekki áfengan drykk. Það heit hélt hann til æviloka. Vormerki. Lengi framan af vissi Georg ekki til þess, að neinn starfsbróð- ir hans væri trúaður og ætti sam- leið með honum. En er tímar liðu, komst hann að raun um, að einn pilturinn í fyrirtækinu hafði átt svipaða trúarreynslu og hann og lifði bænaiífi. Tókst með þeim ein- laag vinátta og náið samfélag. Báð- ir vildu piltarnir þjóna Kristi á vinnustaðnum fyrst og fremst. Og báðir þráðu þeir, að fél'agar þeirra sneru huga sínum til Krists. Þeír ákváðu nú að eiga bæna- stundir saman og biðja fyrir fé- lögum sínum. Þetta fréttist- bráð- lega um fyrirtækið, og þótti mörg- um langt gengið. En hér var engin leiksý.ning á ferðinni. Andlegur kraffur var að verki. Það leið ekki á löngu, unz starfsbræður þeirra fóru að koma einn og einn inn í herbergið til þeirra og taka þátt í bænastundinni. Það fór að ljúkast upp fyrir þeim, að kristindómur- inn var veruleiki, þegar honum var gaumur gefinn í alvöru, þegar boðskapurinn fékk að ná til sam- vizkunaar og viljans, þegar skír- skotað var til þeirra persónulega, og þeir gerðu það upp við sig í fullri aivöru, að hér var ekki um það eit.t að ræða að fallast á kenn- ingar eða lífsskoðun, heldur að veita Kristi sjálfum viðtöku, þann- ig að hann skipaði æðsta sessinn í lífi þeirra upp frá því. Orð Ritningarinnar náðu tökum á mörgum piltunum, og fór svo, að þeir tóku margir algerum sinna- skiptum. Þeir sigruðust á óreglu og öðrum löstum og urðu nýir menn. — Jafnvel sjálfur forstjór- inn, Hitchcock, varð fyrir svo mikl- um áhrifum af þeirri andlegu vakn ingu, sem varð í hópi starfsmanna hans, og þeirri augljósu breytingu til batnaðar, sem orðin var meðal piltanna, að hann tók sjálfur að líta í eigin barm og endurskoða afstöðu sína til Krists. Er skemmst frá því að segja, að hann opnaði hug sinn fyrir fagnaðarerindinu og gerðist sannkristinn maður. KFUM verður til. Þeim piltunum kom saman um, að þeim væri brýn nauðsyn á að afla sér sem mestrar þekkingar á Biblíunni og boðskap hennar. Breyttust bænastundirnar því brátt í biblíulestra, og urðu samveru- stundir þessar enn til að auka þeim áhuga og trúarglóð. Á einum slík- um fundi kom fram tillaga um, að stofnað yrði félag til þess að efla kristna trú í fyrirtækinu. En Georg Williams stóð á hærri sjónarhól. Hann sá þörfina á því, að ungir menn einnig í öðrum verzlunar- fyrirtækjum kæmust undir kristi- leg áhrif. Þeir voru fjöldamargir verzlunarmennirnir í Lundúnum, og ekkert kristilegt félagsstarf var unnið á meðal þeirra. Georg ræddi við vini sína um þessi mál, og urðu þeir æ fleiri, sem vildu vinna að því, að þessi hugsjón yrði að veruleika. Að lok- um dró til tíðinda. Fimmtudaginn 6. júní 1844 komu tólf piltar sam- an á fund í litla loftherbergi Georgs hjá Hitchcock og Rogers. Þar stofnuðu þeir Kristilegt félag ungra manna, fyrsta KFUM-félag- ið í heiminum. Mjög fljótlega kom það í ljós, að félagssamtök sem þessi höfðu hlutverki að gegna. Starfsemin óx, og fyrr en varði sáu fleiri sams konar íélög dagsins ljós, ekki að- eins í hópi verzlunarmanna, held ur einnig meðal annarra ungra manna. Breiddist hreyfingin út og það svo ört, að einungis ellefu ár- um síðar, 1855, var stofnað heims- samband KFUM. Þar var samþykkt sú grundvallarregla, sem enn er í gildi og öll KFUM-félög byggja á, þótt þau séu ólík um margt. Hún hljóðar á þessa leið: 898 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.