Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 18
kom». Maðurinn fór og fann Kela,
en þegar hann vissi eiindið, neit-
aði hann að sinna tilmæiunum
og kvaðst ekkert eiga við þetca:
Hann væn hættur öllu sliku.
Maðurinn fór og sagði sínar far-
ir ekki sléttar, en Sigfús sagði
manninum að fara í annað sinn og
koma með karlinn, hvað sem taut-
aði og raulaði. Maðurinn fór, en
kom að vörmu spori aftur með
þær fregnir, að karl væri hinn
versti, hálfu verri en fyrr, og af-
tæki með öllu að koma.
Þegar Sigfús heyrði þetta, fór
hann sjálfur. Enginn vissi, hvað
þeim Þorkeli fór á milli, en eftir
góða stund kom hann með karl
við hlið sér, Þeir fóru inn í skrif-
stofuna og karlinn rak alla út og
læsti dyrunum. Eftir örskamma
stund hafði hann opnað skápinn
og öjóst til þess að fara heim En
Sigfús stöðvaði hann og sagði, að
verkið væri ekki nema hálfnað, því
að í skápnum væri skúffa með
vélalæsingu, og þá skúffu yiði
hann að opna, því að þar væru
peningarnir geymdir. Karlinn var
í fyrstu tregur til frekari afskipta,
en sá þó, að hann yrði að ljúka
verkinu úr því hann byrjaði á því.
Hann ætlaði að láta alla fara út
sem fyri en kaupmaður kvaðst
ekki geta það. því að skúffan væri
full af peningum, og hann vissi
ekki með neinni vissu, hvað þar
væri mikið- Þess vegna yrði hann
að vera kyrr inni. En Keii léí sig
ekki. Um þetta þrefuðu þeir
nokkra stund, þar til Keli féllst þó
á, að hann mætti vera inni, ef
hann færi út í horn og sneá baki
að skápnum. Liti hann upn. hótaði
hann að loka skápnum og opna
hann aldrei framar. \ð þessum
kostum gekk Sigfús og þorði ekki
fyrir sitt líf út af að bregða, enda
mtin Keli hafa litið eftir því, að
engin brögð væru í tafli. En skúff-
una opnaði hann, án þess að Sig-
fús heyrði nokkurt skark eða
þrusk.
Árin 1909 og 1910 fékkst ég
nokkuð við útgerð í Neskaupstað,
ásamt Ueiri mönnum, og höfðum
við viðlegu í skúrum skammt þar
frá, er Þorkeli bjó. Kynntist ég
honum þá, eins og að framan seg-
ir, og ræddi oft um list hans og
innti hann eftir því, hvort sannar
væru sögurnar, sem gengu manna
á milli í plássinu um lásagaldnr
hans, og kvað haun svo vera. Ég
spurði hann ldka, hvernlg hann
hefði komizt yfir þennan vísdónr,.
Hann svaraði því, að járnsmiður í
Færeyjum hefði kennt sér þetta
ungum, sem og tveim mönnum
öðrum, sem nú væru báðir dánir.
Sagðist hann ekki vita af neinum,
að sér undanskildum, sem kynni
aðferðina. Ég spurði hann því
næst, hvort hann hefði 1 hyggju
að láta þessa kunnáttu deyja út
með sér eða hann ætlaði að kenna
þetta einhverjum. Þorkell svarar:
„Ég hef boðið honum Óla í Hóls-
húsi að kenna honum þetta, en
hún móðir hans má ekki heyra
það nefnt, swo allar líkur benda
til, að það deyi út með mér. Því
engum öðrum kenni ég það, hvað
sem í boði er“.
Sagði Ólafur í Hólshúsi mér
seinna, að allt væri þetta rétt, sem
karlinn hafði sagt mér, og endur-
tók, að hann vildi ekki gera gam-
alli móður sinni það á móti skapi
að hnýsast í þetta.
Eins og að Ikum lætur, voru
þeir mestu mátar, Þorkell og Ólaf-
ur, og af því að ég var vel kunn-
ugur Ólafi, hélt til í húsi hans i
tvö sumur, spurði ég hann. hvort
hann óraði ekki fyrir því, hvernig
Þorkell færi að því að opna lasa.
Sagðist hann ekki hafa hugmynd
um það, og þótt hann hefði oft
verið ekki fjarri, þegar karlinn var
að þessu, hefði hann aldrel orðið
var eða séð líkindi til, að hann
hefði nokkurt verkfæri með sér.
Var hann vanalega þannig klædd-
ur, að það hefði átt að sjást, ef
svo hefðj verið, og gaf Ólafur bað
fyllilega í skyn, þó hann gæti
ekki leitt nein líkleg rök að því,
að karlinn gerði þetta án nokkra
verkfæra eða áhalda.
Einu sinni sagði ég við Þorkel:
„Þú hefðir átt að vera á sýn-
ingunni í Reykjavík og opna skrá,
sem þar yar með vélalæsingu.
Hana gat enginn opnað“.
Þá svaraði Þorkell, og var al-
vöruþungj í röddinni:
„Ég hef alla mína ævi forðast
að segja ósatt, því að ég hef þá
trú, að það komi manni í koll
síðar. En ég get sett sálu mina að
veði, þegar ég nú segi þér, að það
það hefur ekki ennþá verið smið-
uð sú læsing í heiminum, sem ég
ekki gæti opnað. Og verður aldrei
smíðuð“
Einu sinnj urðum við samskipa
til Seyðisfjarðar, og var þá karl
hreifur af víni, og lá vel á hon-
um. Hugðist ég þá gera tllraua tfi
að toga eitthvað upp úr honum,
Þegar hann var kenndur lék hanri
á als oddi, talaði mikið og sagðl
frá mörgu. En tilraun mín baí
engan árangur, hvaða brögðum
sem ég beitti. Og til þess að taka
alveg af skarið, sagði hann: „Það
er ekki á nokkurs manns færi
undir neinum kringumstæðum að
fá nokkra vitneskju um þetta, sem
þú ert að leita eftir. Það hefur
margur reynt, en engum tekizt,
Eini maðurinn, sem getur fengið
að vita allt og læra, er hann Oli,
en úr því það getur ekki orðið,
þá fer það með mór í gröfina. Og
er þar bezt geymt“.
„Er þá enginn maður hér annar,
sem þú vildir kenna það?“ spurði
ég.
„Nei, sagði hann. „Ég trúi eng-
um fyrir því, nema honum“.
„Þú ert farinn að verða tregur
til að gera fólki greiða af þessu
tagi — hvemig stendur á því“»
spurði ég.
Þá svaraði hann:
„Ég er alveg hættur, og ég geri
þetta ekki framar fyrir nokkurn
mann. Ég geri það ekki“, endur-
tók hann, og var þá svo argur að
það var engu líkara en honum
hefði verið bornar á brýn einhverj-
ar misgerðir.
Ég gekk þess ekki dulinn, að
þetta snerti eitthvað ónotalega
hans innri mann, þótt ég bæri ekki
skyn á, hvernig því var varið En
víst er það, að hann hætti alveg
að opna lása, og rann í skap við
þá, er báðu hann þess, og þverneit-
aði kvabbi þeirra.
Nú er Þorkell dáinn og hvíltr í
gröf sinni og leyndarmálið með
honum.
á——i wrini n
Þeir, sem hugsa sér
að halda Sunnudags-
blaðinu saman, ættu
að athuga hið fyrsta,
hvort eitthvað vantar
í hjá þeim og ráða bót
á því.
MaMMMHHMMnl
906
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ