Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 12
MÁR ræðir við Huldu Á. Stefánsdóttur, fyrrver- tökum „ÞAÐ VAR YNDISLEGT AÐ HVERFA AFTUR ! NORÐUR YFIR FJÖLLIN. ÉG VAR ALLTAF SVEITAKONA INNAN UM KAUPSTAÐ- ARFÓLKIД Hnlda Ardís Steíánsdóttir er þ’ójJk'inn kona. Hún hefur markað djúp spor í félagsmálum kvenna og iengst ævi sinnar helgað sig fræðslumálum að meira eða minna l' vii. Um tugi ára hefur hxin veitt kvennaskólum forstöðu — kvenna skélanum á Blönduósi og hús- niæð'raskóla Reykjavíkur. Hún tók við náttúrufræðikennslunni, þegar Þorvaldur Thoroddsen hætti henni árið 1887. Hann hafði þá ný- lokið prófi í háskólanum í Kaup- mannahöfn, og meira að segja feng ið að flýta prófinu, svo að hann gæti tekið að sér kennsluna á Möðruvöllum. Hann kenndi raunar fleiri námsgreinar. Á Möðruvöll- Pabtoi hafði mikinn áhuga á búskap, og hann stundaði af kappi og víðsýn? gróðurtilraunir og hafði með höndum garðrækt. Hann stofn aði líka nautgriparæktarfélag og rjómabú í sveitinni. Hann barðist fyrir fóðurbirgðafélögum — sagði sem var, að fátt væri verra fyrir bændur en heyleysi á vorin. MHHBf „Hulda les eins og engilT' geymir í huga sér fagrar minn- ingar um menntasetur Norðlend- inga og gifturík störf vandamanna sinna og vina þar, og sjálf getur hún horft yfir annasama ævitíð og glatt sig við, að hennar framlag til manndóms- og menningarauka í landijiu hefur einnig verið mikið. Enn Áuðnast henni að sinna hugð- arefmim sínum — kenna, fræða og leiðbeiná. —_Þú ert Norðlendingur, Hulda? — Ég fæddist á Möðruvöllum i Hörgárdal á nýársdag 1897. For- eldrar mínir voru þau Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal og Stefán Stefánsson, kennari á Möðruvöllum og síðar skólastjóri á Akureyri. Faðir minn urn var ég að öllu leyti unz skóla- húsið brann 1902. — Það hefur verið mikill bruni? — Já, það var stórbruni. Talið var að kviknað hefði í út frá reyk- háfi. Eftir torunann var skólapilt- unum komið fyrir úti í húsi og í kirkjunni, og kennslu var hald- ið áfram og próf þreytt um vorið. Næsta haust var skólinn svo flutt- ur til Akureyrar. Faðir minn var á Akureyri á veturna, en hélt búi á Möðruvöllum til vorsins 1910 — þá seldi hann bú sitt. Pabbi vildi kaupa Möðruvelli, sem var land- sjóðsjörð, en jörðin var ekki föl. Var þvi fleygt, að Hannes Haf- stein, sem þá var ráðherra, vildi ekki selja jörðina, vegna þess að þetta var fæðingarstaður hans. — Heimilið á Möðruvöllum hef- ur verið fjölmennt? — Já, þar var ávallt mikið fjöl- menni. Lífið var skemmtilegt á þessum árum, og margt er mér minnisstætt. Gamla fólkið á bæn- um hafði mikil áhrif á mig, þegar ég var barn. Báðar ömrnur mínar voru þar og föðurafi minn. Þau voru sífellt að fræða okkur og svik- ust ekki um að leggja okkur lífs- reglurnar. Afi kenndi okkur heil- ræði og innrætti okkur frænd- rækni. Þegar afi heilsaði ókunn- ugum, lét hann þess gjarnan get- ið að hann væri kominn af Hrólfi sterka í áttunda lið og ætti sextán barnabörn og væri hreykinn af. Hann var frá Heiði í Gönguskörð- um, mikill mannvinur og með af- 900 TlMINK SUNNUUAUSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.