Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 8
tðsKÚ 'og hurídatauma', í>vi áð dýra* veiðar voru eftirlætisiðja presís- ins. Sá kristindómur, sem Georg komst nú í snertingu við í söfn- uði húsbónda síns, var honum al- gerlega framandi og nýr. Það var reyndar ekki aðeins eigandi fyrir- tækisins, sem var svona áhugasam- ur og brennandi í trú sinni. Nokkr- ir piltanna voru sama sinnis og hann. Einkum þótti Georg einn þeirra bera af öðrum. Hann var N fremur hægur og hlédrægur. Samt báru piltarnir virðingu fyrir hon- um, og einatt varð Georg skömm- ustulegur, þegar hann hafði við- íhaft ljótan munnsöfnuð eða sagt hæpna sögu og hann varð þess var, að þessi trúaði piltur hafði heyrt til hans. Afturhvarf. Einlægni þessa unga manns og viðleitni Holmes til þess að hafa trúarleg áhrif á menn sína urðu smám saman til þess, að Georg fó1’ ósjálfrátt að skoða hug sinn og velta því fyrir sér, hvar hann væri sjálfur á vegi staddur. Samvirka hans varð óróleg. Orð eins og synd, dómur og endurfæðing fengu nýj- an hljórrs, urðu raunveruleg, og hann tók að spyrja sjálían sig. hvar sá vegur endaði, sem hann gekk. Hann skyldi þó aldrei enda í vegleysu? Hann reyndi að hrista þett.j af sér og vildi taka gleði sína á ný. En einhvern veginn var ekk.i eins gaman og áður og ekki eins auð- velt að skemmta félögum sínum með grófyrðum og skrítlum. Það fór ekki hjá því, að hann veitti trúuðum starfsbræðrum sínum eft- irtekt. Þeir lifðu reglusömu og staðföstu lífi. Þeir voru ekki fjötr- aðir í lesti og syndir eins og hann sjálfur og margir félagar hans. Þegar hann bar sig saman við þessa ’ menn, fann hann vel, að hann stóð þeim langt að baki. Georg fór að reyna að biðja til Guðs. En svo töm voru honum blótsyrðin, að þau komu jafnvel fram á varir hans, meðan hann baðst fyrir. Samt gafst hann ekki upp- Hann einsetti sér að leita Krists í einlægni. Hann tók að ræða við einn trúuðu piltanna um kristna trú og þiggja hjá honum leiðbeiningar, og reyndist hann honum hin mesta hjálparbella í baráttu hans. Hægt og óumflýjan- lega barst hann nær þeirri slupdú, er Kristur varð þQþtim vjruíei® . og hann fann sólu líhumvifid. 896 f>að gerðist’ «’.sunhudágskvö?d > nokkurt veturinn 1837. Hann var þá í kirkju herra Holmes og sat á aftasta bekk og hlýddi á prédik- un prestsins. Það lék enginn frægðarljómi um nafn séra James Evans, sem starfaði í Zíon-kap- ellunni. Og ekki var heldur neif.t sérstakt við prédikun þá, sem hann flutti umræddan sunnudag. En fyr- ir látlaus orð hans og boðun og einlæga sannfæringu, sem knúði fram boðskap hans, lukust upp augu unga mannsins, — unga pilts- ins, því að Georg var aðeins 16 ára gamall, — svo að hann öðlaðlst frið í trúnni á Krist Jesúm. Jesús hafði tekið á sig syndir hans og ávirðingar, og honum var opin leið til sátta og friðar við Guð. Hann ■höndlaði sjálft fagnaðarerindið. ,,Ég get ekki lýst því“, sagði hann síðar, „hvílíkur fögnuður og frið- ur streymdu inn í sál mína, er ég sá það í fyrsta sinn, að Drottinn Jesús hafði dáið fyrir syndir mín- ar og þær voru mér fyrirgefnar“. — Engan grunaði þá, að á þessari kvöldstund væri í raun og veru að gerast atburður, sem áttj. eftir að hafa áhrif á líf milljóna manna um viða veröld. Þegar Georg kom heim að lok- inni guðsþjónustunni, fór hann inn 1 verzlunina, og í einu horninu á bak við búðarborðið beygði hann kné sín og þakkaði Guði. Var þessi bænastund eins og frek- ari staðfesting þess, að upp frá þessu vildi hann vera kristinn mað- ur og helga Kristi alla krafta sína, lifa honum, ekki aðeins í söfnuðin- um, heldur einnig á vjnnustaðn- um og hvar sem hann væri. Nokkru síðar gekk Georg i söfn- * uðinn, sem húsbóndi hans til- heyrði, og ekki leið á löngu, þar til hann var orðinn virkur þátttakandi 1 starfi safnaðarjns. Að visu fann ihann, að hann skortj .mjög kristi- lega þekkingu, svo að margir, sem voru honum yngri að árum, stóðu honum framar í þeim efnum. Hann Settist því á bekk með sunnudaga- skólaibörnum til þess að læra eins 0| þau og þótti það engin minnk- un. Revní á þolrifin. Nú var þess ekki langt að bíða, að þess yrði vart í fyrirtæki Holm- es, að breyting hafði orðið á unga piltinum frá Somerseth. Hann fór meira að segja að ræða við félaga ta um roynslu sína og hvatti þá iminn tu þess ao leitö Krlsts óg géfa'!sig 'hónum á vald. Haím var kátur og fjörugur sem fyrr, en grófyrðin heyrðust ekki lengur. Það var augljóst, að hann var ann- ar maður. Tveim til þrern árum síðar iauk námstíma Georgs Williams hjá Holmes. Kvaddi hann þá þennan ágæta húsbónda sinn og vann sí3- an um tíma hjá bróður sínum, sem hafði stofnað fyrirtæki í smá- bæ einum. En til Lundúna hiaut Georg að fara, ef hann átti að gera sér vonir um einhverja framtíð í starfi sínu. Hann lagði því land undir fót ásarnt Friðriki brcð- ur sínum, og ákvað Friðrik að ger- ast talsmaður hans í fyrirtæki einu, sem hann hafði sjálfur numið i, en það var Hitchcock og Rogers, meiri háttar verzlun, sem var til húsa rétt við Pálskirkjuna í miðri London. Herra Hitohcock leizt ekki vel á piltinn. Hann var meðal annars allt of lítill vexti, sagði hann. En Friðrik hrósaði bróður sínum á hvert reipi, og eftir nokkrar for- tölur fékkst forstjórinn til þess að hugsa sig um til næsta dags. Georg kom aftur á tilsettum tíma, spennt- ur af óvissu og eftirvæntingu, — og hreppti stöðuna, að minnsta kosti til bráðabirgða. Þarna hjá Hitchcock og Rogers urðu menn að halda á spöðunum. Vinnutíminn var frá klukkan sjö á morgnana til niu á kvöldin. Upp- sagnarfrestur var enginn, ef því var að skipta. Starfsmannahópurinn var fjölmennur, 140 manns, og þetta var næsta mislit hjörð. Sam- keppni var hörð milli kaupmann- anna, og þeir vönduðu ekki alltaf aðferðirnar til þess að ná undir- tökunum í baráttunni, hvorki gagn vart keppinautum né viðskipfavin- um. Má segja, að víða hafi ein- kunnarorð þeirra verið þau, er Sþúli IjlíigrnjssOJL fjgar fékk að heyra á sínum tíma, ér hann vann hjá dönskuni: „Viktaðu rétt, strákur!" Það er: vertu held- ur fyrir neðan rétt mlál en ofan. Þarna var sami háttur hafður á og í Bridgewater, að allir starls- mennirnir bjuggu í eins konar heimavist. Þeir kúldruðust í iitl- um herbergiskytrum og voru sam- an tveir og þrír, jafnvel í minnstu herbergjunum, en fimm eða sex, þar sem eitthvað var rýmra. Klukk án ellefu á kvöidin urðu allir að vera konmir inn. Að öðrum kosti var forstjóranum gert aðvart, og T I M I N N — SUNNUÐAG8BLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.