Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 21
Heimamenn Tullbergs búnir til varnar. þorpa á Skáni. Á þriðja hundrað bænda og þurrabúðarmanna komst þetta haust i kast við landsdrottna sína. Von Troil kvað upp út með það, að nú yrði að láta lögin tala, enda hófst hann þegar handa, er hann kom heim úr ferð sinni. Hann lét sýslumenn bera út bænd- ur, er hann taldi hafa haft í frammi mestan mótþróa og fékk þeim til liðskost, svo að þeir þyrftu ekki að óttast uppþot. Samt veitti Riddaraliðið umkringir húsið bóndi einn viðnám, en það varð honum dýrt spaug, því að hann var dæmdur í tveggja ára hegn- ingarvinnu. Næst var því herlið kvatt til, sjötíu og fimm manna sveit. Frjálslynt blað, Folkets Tidn- ing, gat ekki orða bundizt: „Þetta er næstum eins og sagt sé: Faðir rninn refsaði yður með keyrum, en ég mun refsa yður ifieð gaddasvip- um.“ Sjálfur dómsmálaráðherrann kom um þessar mundir á vettvang, blöð sendu fréttaritara sína í sveita þorpin á Skáni, en gósseigendur sumir sáu þann kost vænstan að friða leiguliða sína með því að milda heldur byggingarskilmálana. í byrjun árs 1869 sendi von Troil út niýtt umburðarbréf, og um svip- að leyti var borin fram á sænska þinginu tillaga um að rannsaka kjör leiguliðanna. Þessi tillaga var felld, en Arvid Posse greifi, sem sjálfur var auðugastur jarðeiganda á Skáni, gerði harða hríð að Tull- berg í umræðum á þingi og kenndi honum allan þann óróa, sem grip- ið hafði bændur. Fáum dögum síð- ar bar eitt íhaldsblaðið fram þá spurningu, hvort heldur væri, að landshöfðinginn gæti ekki látið til skarar skríða gegn Tullberg eða þyrði pað ekki. HúsleH með brugðna byssustingi. Von Troil var sjálfur á þinginu í Stokkhólmi. En tæpri viku eftir að frýjuyrðin um hann birtust, lét Krok andshöfðingjaritari stefna Tullberg fyrir héraðsrétt. Samtím- is gekkst Arvid Posse greifi fyrir því, að Tullberg og einn liðsmanna hans, Eskil Larsson, voru bornir Tullberg I hlekkjum. þeim sökum að hafa svikið fé út úr íáfróðum bændum. Tullberg greip til þess ráðs, að hann leyndist burt. Landshöfð- ingjaritari lýsti hann strokumann og skipaði svo fyrir, að hann skyldi Fangarnlr leiddir fyrir rétt. handteKina hvar sem hann fynd- ist. Fimm hundruð ríkisdalir voru lagðir honum til höfuðs. Upp kom sá kvittur, að hann hefði stro'kið til Vesturheims. Málsrannsókn hófst að honum fjarstöddum, en sama dag var hann handtekinn með sögulegum hætti í sveitaþorpi skammt fra Kristjánsstað. Þetta Yfirvaldið hrósar sigri. var að kvöldlagi, og skutu þeir, sem að honum sóttu, fyrst á hann úr skammbyssu. Síðan var hleypt á fimm eða sex skotum úr hagla- byssu og miðað að sögn á fæturna. En skotunum geigaði í myrkrinu, og hlaut Tullberg ekki önnur sár en þau, að tvö eða þrjú högl fóru í gegn um annað eyrað á honum. Þegar Tullberg hafði sjálf- ur verið handtekinn, var kölluð tA heil hersveit, nær hundrað manns. Umkringdi hún hús Tullbergs í Kersþo’-pi að næturþeli með hlaðn ar byssur og brugðna byssustingi, og urðu þar einnig nokkrar róst- ur og skotum hleypt af. Þarna var handtekinn Eskil Larsson og tveir menn aðrir, öllu umturnað á heim- ili Tuilbergs og lagt hald á eina byssu, skotfæri óg skjöl og skil- riki mörg. Tullberg var handjárnaður, er hann hafði verið handtekinn, og T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 909

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.