Tíminn Sunnudagsblað - 09.11.1969, Blaðsíða 19
Baráttumaður land-
setanna á Skáni
í blaði einu í Kristjánsstað í
Svíiþjóð var svolátandi fi'ásögn um
vordaga árið 1869:
„Rétt áður en lestin hélt suður
á bóginn frá Heslihólmi á sunnu-
daginn, kom upp sá kvittur meðal
fólksins, sem safnazt hafði saman
við járnbrautarstöðina, að hinn
alþekkti liðþjálfi, Tullberg, væri í
klefa á þriðija farrými. Alla lang-
aði til þess að sjá þennan mikla
mann, og ioks kom hann út, og
með honum einn af fylgifiskum
Ihans, er var í klefanum hjá honum
sagði hárri röddu, að hér væri
þessi maður, sem allir vildu fá að
sjá. Úr látbragði Tullbergs skein,
að hann er hreykinn af mikilvœgi
þess forystuhlutverks, sem hann
telur sig gegna meðal hjáleigu-
bændanna“.
Sá maður, sem þarna er rætt
um, hér Samúel Tullberg og mun
hafa fæðzt skömmu fyrir 1820.
Hann hafði verið liðþjálfi í sænska
hernum, en síðan gerzt leiguliði á
jörð í Kei'sþorpi í Málmeyjarléni.
Er honum svo lýst, að hann væri
mikill vexti, rauðhærður, gráeygð-
ur og nefstór, feitlaginn i andliti
og augnabrúnir loðnar. Þegar hér
var komið, hafði hann unnið sér
stundarfrægð, sem olli því, að nafn
hans komst á margra varir, ekki
aðeins í Svíþjóð, heldur einnig í
Danmörku. Hann hafði komizt í
krappan dans í harðri réttindabar-
áttu og s’oppið nauðulega úr greip-
um svokallaðrar réttvísi.
Gósseigendur áttu mikil land-
flæmi í Suður-Svíþjóð, oft aðals-
menn, og leiguliðar þeirra bjuggu
við verstu kjör. Meðal annars
hvíldu á þeim þungar vinnukvað-
ir, og gátu gósseigenduxnir eða
ráðsmenn þeirra kvatt þá til starfa
á höfuðbóíinu, þegar þeim sýndist,
og höfðu yfirleitt öll þeirra ráð í
hendi sér Brigður voru bó oft
bornar á það að þeir væru réttir
eigendur sumra hjáleignanna.
Töldu bændur ríkið réttan eig-
anda og máttu þeir þá að lögum
innleysa ábýli sín. Á þetta var
stöku sinrium fallizt, en þegar
bændur ætluðu að ganga á lagið
hópum saman. snerust yfirvöldin
gegn þeim Gósseigendurnir máttu
sín miklu meira en þeir, bæði hjá
stjórnarvöldum og embættismönn
um, og viðleitni bændanna til þess
að kaupa sig undan okinu, var
hrundið
Þetta leiddi til þess, að mikil
ökyrrð varð meðal leiguliða stór-
bænda og gósseigenda á árunum
á milli 1860 og 1870, einkum í
Kristjánsstaðarléni og Málmeyjar-
léni. Þegar kom fram um miðjan
óratuginn, gerðist hvort tveggja í
fjöldamörgum byggðarlögum —
og höfðu áður orðið árekstrar hér
og þar — að bændur neituðu að
inna af höndum þær kvaðir, sem
á þeim voru taldar hvíla, og hófu
málsóknir til þess að fá að kaupa
þær af sér. Sló í mjög harða brýnu,
þvi að gósseigendur hófu gagn-
sókn, beittu emibættisvaldinu fyrir
sig, sviptu hina þrjózkufullu bænd-
ur ábúðinni og létu bera þá út.
Þessi leiguliðahreyfing var með
réttu eða röngu eignuð Samúel
Tullberg, og gerðist hann sækj-
andi og verjandi bænda í málum
þeirra, er þau komu fyrir dóm-
stólana. En þar var við ramman
reip að draga, eins og nærri má
geta, og ekki bætti úr skák, að
blöðin lögðust yfirleitt gegn Tull-
Eitt aðalsmannasetriS, Söfdeborg.
r 1 M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
m